Innlent

Opinberir aðilar búnir að kasta krónunni

Opinberir aðilar, bæði ríkisstofnanir og sveitarfélög, hafa kastað krónunni með því að fjármagna helstu verkefni sín í erlendri mynt. Þetta sagði forstjóri Marels, Hörður Arnarson, í hádegisviðtalinu á Stöð tvö í gær.

Hörður segir umræðuna á margan hátt furðulega. Mjög eðlilegt sé fyrir Straum-Burðarás að gera upp í evrum þar sem stór hluti tekna fyrirtækisins sé í þeirri mynt. Hins vegar séu opinberir aðilar, ríkisfyrirtæki og sveitarfélög, að fjármagna verkefni sín í erlendri mynt, þótt þau hafi engar erlendar tekjur. Hann spáir því að vægi krónunnar muni minnka, -hún sé að verðleggja sig út af markaðnum, - og vægi evrunnar aukast. Vaxtastefnan, helsta stjórntæki stjórnvalda, sé nánast óvirkt ekki síst vegna þess að opinberir aðilar hafi kastað krónunni frá sér. Allar framkvæmdir opinberra aðila, ríkisfyrirtækja og sveitarfélaga, miðist ekki við vexti á Íslandi. Þeirra fjármagn komi erlendis frá. Það sé mikið meiri aðför að krónunni heldur en ákvörðun Straums-Burðaráss eða Kaupþings um að gera upp í evrum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×