Innlent

Jólatrén sótt heim

Nú þegar jólin hafa runnið sitt skeið er víst að margir taka niður jólaskrautið í lok helgarinnar, þar á meðal blessuð jólatrén. Jólatré seldust upp fyrir jólin á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum og því má búast við gríðarlegu magni trjáa á ruslahaugana. Líkt og undanfarin ár býður starfsfólk Reykjavíkurborgar íbúum upp á að sækja jólatrén heim til fólks og koma þeim í Sorpu. Þessi þjónusta verður í boði til 12. janúar og er fólk beðið um að setja jólatré á áberandi stað við lóðarmörk og ganga frá þeim þannig að sem minnstar líkur séu á að þau fjúki.

Önnur sveitarfélög bjóða íbúum sínum upp á svipaða þjónustu. Fyrir þá sem sjá á eftir fagurlega skreyttum jólatrjám sínum, geta hinir sömu huggað sig við að trén enda för sína oftast sem efni í jarðvegsvinnslu og enda því förina þar sem hún hófst...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×