Innlent

Nærri 50 teknir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum á viku

MYND/Vilhelm

49 ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur fyrstu vikuna í sameinuðu embætti lögreglunnar í Keflavík og Keflavíkurflugvelli undir merkjum Lögreglunnar á Suðurnesjum.

Fram kemur á vef lögreglunnar að fjórir ökumannanna hafi ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Einn var kærður fyrir að aka á 144 kílmetra hraða, næsti á 157, sá þriðji á 162 og sá fjórði sem fór hraðast var mældur á 164 km hraða. Allir þessi ökumenn eiga von á háum sektum og þrír þeirra eiga von á ökuleyfissviptingu til tveggja mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×