Innlent

Brenndist á andliti að kvöldi þrettándans

MYND/Heiða

Drengur á sjöunda ári brenndist í andliti að kvöldi þrettánda á Selfossi eftir að eldur kom í flíspeysu sem hann var í. Fram kemur í frétt lögureglunnar á Selfossi að faðir drengsins hafi útbúið lítinn bálköst sem hann hellti bensíni á úr brúsa.

Drengurinn kom þá að með stjörnuljós í hendi og skyndilega blossaði upp eldur í flíspeysu hans og hlaut hann nokkurn bruna í andliti. Hann var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur en ekki hafa fengist upplýsingar um það hversu alvarlegur bruninn var. Lögregla segir að þetta sé dæmi um að bensín eigi ekki að nota undir neinum kringumstæðum til að hvetja eld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×