Fleiri fréttir Fólksbíl ekið á miðju-vegrið Fólksbíl var ekið á miðju-vegrið Suðurlandsvegar á tveir-plús-einn vegkafla í Svínahrauni á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Selfossi kom á staðinn og aðstoðaði ökumanninn, sem kenndi sér þó einskis meins eftir óhappið, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Bílinn þurfti aftur á móti að fjarlægja með dráttarbíl. Hálka var ekki teljandi þarna, að sögn lögreglu en gekk á með éljum. 10.12.2006 21:08 Sjálfvirk hringing úr bílum í 112 komin á rekspöl Nú stefnir í að hérlendis verði unnt að taka upp sjálfvirka hringingu úr bílum í Neyðarlínuna. Samgönguráðuneytið, ND á Íslandi ehf. og Neyðarlínan hafa undirritað viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að málinu. það á líka að þróa notkun Saga-hugbúnaðarkerfisins vegna innheimtu veggjalda og eftirlits með hvíldarákvæðum í umferðarlögum, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu aðilanna frá í dag. 10.12.2006 20:27 Ekkert stress á sextugsafmæli Hemma Hann hefur átt fastan sess í lífi flestra Íslendinga um áratuga skeið og er löngu orðinn þjóðareign. Við höfum tekið þátt í sorgum hans og sigrum, en í kvöld ætla um þúsund manns að fagna sextugsafmæli með okkar ástsæla Hemma Gunn. Helstu hljómsveitir og skemmtikraftar landsins munu troða upp í afmælisveislunni sem er um það bil að hefjast á Broadway. 10.12.2006 18:49 Rafmagn fór af Austurlandi í hálftíma Austurhluti landsins varð rafmagnslaus uppúr klukkan fjögur í dag. Straumur fór af byggðalínunni milli Sigöldu og Kröflu, sennilegast á Suðurströndinni, að því er Ástvaldur Erlingsson, netstjóri á veitusviði RARIK á Austurlandi segir. Rafmagnið fór af í um hálftíma allt frá Kirkjubæjarklaustri að Vopnafirði. 10.12.2006 18:36 Veikir útlendingar kosta Á þriðja þúsund útlendinga fá þjónustu á sjúkrahúsum hérlendis án þess að hafa tryggingar og greiða ekki fyrir þjónustuna. Heilbrigðisráðherra segir að þjónustuna verði að veita, en framkvæmdastjóri lækninga á Landsspítala háskólasjúkrahúsi segir að vinnuveitendur verði að bera ábyrgð á starfsfólki sínu. 10.12.2006 18:32 Kosningabaráttan hafin Síðasti þingfundur Alþingis fyrir jólaleyfi leystist upp í kosningafund á lokasprettinum og kallaði formaður Samfylkingarinnar ríkisstjórnina einhverja skæðustu frjálshyggjustjórn Vesturlanda. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði þvert á móti að ríkisstjórnin væri velferðarstjórn sem bætt hefði hag allra landsmanna. 10.12.2006 18:11 Latibær beint í 4. sæti á Top40 í Bretlandi 10.12.2006 17:21 Guðný Hrund í 4. sæti Samfylkingar í Suðurkjördæmi Samfylkingin í Suðurkjördæmi kynnti í dag framboðslista sinn fyrir Alþingiskosningarnar í vor, en þar urðu breytingar vegna þess að Ragnheiður Hergeirsdóttir býður sig ekki lengur fram til Alþingis, eftir að hún varð bæjarstjóri nýs meirihluta í Árborg. Guðný Hrund Karlsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Raufarhöfn, verður í fjórða sætinu. 10.12.2006 17:11 Þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu Fólk á höfuðborgarsvæðinu fór að verða vart við þrumur og eldingar uppúr klukkan þrjú í dag. Þannig hefur fréttastofan spurnir af því að bílar hafi stöðvað för sína á Hafnarfjarðarvegi milli Garðabæjar og Kópavogs, þegar ökumenn urðu varir við skæran blossa allnærri þeim. Og vegfarandi á Sandskeiði hafði svipaða sögu að segja. Veðurstofan hefur séð tugi eldinga á ratsjá og þrumuveðrið gæti haldið áfram. 10.12.2006 15:22 Bátar, flugvélar, bílar og trampolín af stað í óveðri Smábátar sukku og binda þurfti einkaflugvélar niður á Reykjavíkurflugvelli vegna óveðursins í gær, en björgunarsveitir unnu linnulaust fram á nótt við að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki. Mikið álag var á slökkviliði og björgunarsveitum fram eftir nóttu vegna veðursins. Jónas Guðmundsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu segir um 70 björgunarsveitarmenn í Reykjavík og nágrenni hafa unnið við ýmis verkefni fram á nótt 10.12.2006 12:28 Víða hálka á vegum Hálkublettir eru á Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum. Hálka og hálkublettir eru víða á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er hálka, mokstur stendur yfir á Klettshálsi, ófært er um Eyrarfjall. Á Norðurlandi vestra er víða hálka og hálkublettir. Á Norðaustur- og Austurlandi er hálka og hálkublettir, flughált er á Jökuldal, Sandvíkurheiði, Skriðdal og á Breiðdalsheiði. Ófært er bæði yfir Lágheiði og Öxi. 10.12.2006 11:33 Gengu gegn ofbeldi 16 ungir karlmenn gengu niður Laugaveginn í dag til að hvetja karlmenn til að taka afstöðu gegn ofbeldi gegn konum. Einhverjum var misboðið vegna þessa framferðis og kallaði til lögreglu. 9.12.2006 18:46 Reykdalsvirkjun endurreist Í dag var hundrað ára afmælis Reykdalssvirkjunar minnst í Hafnarfirði. Virkjunin er með þeim fyrstu sem reist var hér á landi. Það var athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal sem reisti virkjun á þessum stað fyrir rétt liðlega hundað árum. 9.12.2006 18:43 Málaferlin kostuðu 8 milljónir Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir málaferlin gegn sér í Bretlandi hafa kostað sig 8 milljónir. Hann fagnar því að dómurinn frá í fyrra hafi verið ógildur og vonar að nú sé málinu lokið. 9.12.2006 18:39 Alnæmissamtökin styrkt Það hljóp á snærið hjá Alnæmissamtökunum á Íslandi nú síðdegis þegar Alnæmissjóður MAC afhenti samtökunum fimmhundruð þúsund króna styrk við hátíðlega athöfn í snyrtivörubás MAC í Debenhams Smáralindinni. Hver króna af seldum viva glam varalit rennur í sjóðinn. Styrkurinn kemur sér ákaflega vel að sögn framkvæmdastjóra samtakanna en hann verður nýttur í fræðslu og forvarnarverkefni. Til samanburðar má geta þess að fjárveitingar ríkisins til samtakanna á síðasta ári námu tveimur og hálfri milljón króna. 9.12.2006 18:38 6,6% íslenskra barna býr við fátækt Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta. 9.12.2006 18:15 Sýslumaður starfrækir greiningardeild á Vellinum Fjögurra manna greininingardeild hefur verið starfrækt við sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli undanfarin tvö ár. Deildin hefur sinnt gerð hættumats fyrir Utanríkisráðuneytið vegna starfsemi Íslensku friðargæslunnar í Afghanistan, Sri Lanka og víðar, að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að deildin hafi haft afgerandi áhrif á ákvarðanir friðargæslunnar. 9.12.2006 15:39 SUS tætir í sig frumvarp um starfsemi stjórnmálaflokka Framkvæmdsastjórn sambands ungra sjálfstæðismanna telur frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi um fjármál stjórnmálaflokka, meingallað og varar við þeim grundvallarsjónarmiðum sem ráðið hafa för við gerð þess. Ungir sjálfstæðismenn telja, að með frumvarpinu séu stjórnmálaflokkarnir að misnota umboð sitt frá almenningi í þeim tilgangi að viðhalda eigin völdum. 9.12.2006 14:35 Hlíðarfjall í beinni Mikill snjór er á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Akureyri og verður opið þar frá klukkan tíu til fimm í dag. Í morgun var nánast logn í Hlíðarfjalli og fjögurra stiga frost og "jólasnjókoma", eins og forráðamenn svæðisins orðuðu það. Allar lyftur verða opnar í dag og göngubraut hefur verið troðin. Búið er að taka fjórar vefmyndavélar í gagnið í fjallinu og getur fólk skoðað aðstæður í brekkunum á hliðarfjall.is. 9.12.2006 14:04 Síðasti þingfundur fyrir jólafrí Alþingi kom saman til síðasta fundar síns fyrir jólaleyfi klukkan hálf tíu í morgun. Fyrir fundinum liggja þrjátíu mál. Búast má við að nokkur þeirra verði afgreidd sem lög frá Alþingi í dag. 9.12.2006 12:28 Gosið lækkar meir en mörg hollustan Stjórnvöld eru að senda fólki röng skilaboð með því að lækka virðisaukaskatt á gosdrykkjum og sykruðum svaladrykkjum, segir forstjóri Lýðheilsustöðvar. 9.12.2006 12:17 Pilturinn sem lést á Stykkishólmsvegi Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Stykkishólmsvegi aðfararnótt föstudags hét Valtýr Guðmundsson. Hann var til heimilis að Árnatúni 5 í Stykkishólmi. Hann var 22 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. 9.12.2006 12:12 Djúpa lægðin nálgast landið Ein dýpsta lægð í langan tíma nálgast suðvestanvert landið síðdegis í dag með suðaustan stormi og sumstaðar ofsaveðri. Lægðin kemur að öllum líkindum upp að landinu um kvöldmatarleitið og Veðurstofan gerir ráð fyrir stormi á suðurströndinni. Veðurhæðin verður einna mest um klukkan 21. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. 9.12.2006 11:33 Uppselt í Liverpool hjá Garðari Cortes Frægðarsól Garðars Cortes fer hækkandi með hverjum deginum. Uppselt er á tónleika hans og söngsystur hans Katherine Jenkins í Liverpool Philharmonic Hall á sunnudagskvöld. Garðari er líkt við ungan Pavarotti í viðtalsgrein í staðarblaðinu Liverpool Daily Post. Blaðið segir frá því, að Garðar hafi í tvígang verið kjörin kynþokkafyllsti maður Íslands og fyrsta plata hans hafi slegið öll sölumet á Íslandi og náð tvöfaldri platínusölu á þremur mánuðum. 9.12.2006 11:23 Drukkinn og próflaus og stakk af Lögreglan í Keflavík handtók undir morgun karlmann á þrítugsaldri, grunaðan um ölvunarakstur. Hann keyrði yfir á rauðu ljósi við Hringbrautina í Keflavík. Lögreglan hóf eftirför en ökumaðurinn reyndi að stinga hana af á mikilli ferð. Hann reyndist ökuréttindalaus. 9.12.2006 10:52 Kveikt á kertum til minningar um mann í Vogunum Kveikt var á kertum meöfram öllum Vogaafleggjaranum í kvöld til að minnast manns sem lést eftir að hafa fengið hjartastopp í haldi lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum. Maðurinn var frá Vogum. 8.12.2006 21:21 16 ára á tveggja ára skilorði Héraðsdómur Austurlands frestaði í dag ákvörðun refsingar yfir 16 ára gömlum strák fyrir bifreiðastuld. Refsingin fellur niður haldi hann skilorð næstu 2 árin. Drengurinn stal bíl á Vopnafirði og keyrði hana um götur bæjarins uns hann hafnaði utan vegar. 8.12.2006 19:45 Karpað um mat Oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur segir borgarstjóra tvísaga um þátt sinn í kaupum borgarinnar á fjórum hekturum í Norðlingaholti sem voru í eigu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri segir oddvitann hins vegar snúa út úr orðum embættismanns. 8.12.2006 19:17 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda rétt fyrir sjö í kvöld, á horni Rauðarárstígs og Laugavegs. Hann var fluttur á slysadeild, en að sögn lögreglu eru meiðsl hans talin vera minniháttar. Gatnamótunum var lokað í stutta stund en búið er að opna þau á ný. 8.12.2006 19:10 Sundabraut í jarðgöng Sundabraut mun kosta 16 milljarða ef hún verður lögð í jarðgöng og arðsemin verður mun meiri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Svokölluð "eyjalausn" yrði hinsvegar enn ódýrari kostur hvað varðar stofnkostnað og rekstur. 8.12.2006 19:05 Vilja taka yfir skipulagsmál á varnarsvæðinu Bæjarstjórar sveitarfélaganna sem eiga land á varnarsvæðinu fyrrverandi á Miðnesheiði vilja fá skipulagsréttinn fyrir svæðið til sín og það helst strax í næstu viku. 8.12.2006 18:30 16 dagar gegn ofbeldi 16 strákar munu ganga gegn ofbeldi niður Laugaveginn á morgun á vegum V-dags samtakanna til þess að mótmæla kynbundnu ofbeldi. Þetta er gert til að minna á ábyrgð karlmanna varðandi kynferðisofbeldi gagnvart konum. Strákarnir ganga af stað klukkan eitt á morgun og minna aðra karlmenn á að standa saman til að útrýma ofbeldi gegn konum. 8.12.2006 18:05 Tengivegur fyrir Helgafellshverfi þarf ekki í umhverfismat Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um að ekki þurfi að fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna tengivegar fyrir Helgafellshverfi. Framkvæmdir munu því hefjast í byrjun næsta árs og vonast landeigendur til þess að þær fari fram í sem mestri sátt. 8.12.2006 17:47 Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. 8.12.2006 17:24 Sex vilja verða landsbókaverðir Umsóknarfrestur um embætti landsbókavarðar rann út mánudaginn 4. desember sl. Menntamálaráðuneyti bárust sex umsóknir um stöðuna. Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. apríl 2007, og skal landsbókavörður skipaður úr hópi þeirra umsækjenda sem stjórn bókasafnsins telur hæfa. 8.12.2006 17:17 Hafði fimm hangikjötslæri á brott með sér Lögreglan í Reykjavík leitar nú að stórtækum hangikjötsþjófi í einni af matvöruverslunum borgarinnar og segir lögregla engu líkara en sjálfur Ketkrókur hefði verið á ferðinni. Svo reyndist þó ekki vera enda mun jólasveinninn sá ekki vera væntanlegur til byggða fyrr en á Þorláksmessu. 8.12.2006 16:51 Gæsluvarðhald staðfest vegna meintrar nauðgunar Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður eru um að hafa nauðgað konu síðastliðinn föstudag. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 20. desember og á að gangast undir geðrannsókn á þessum tíma. 8.12.2006 16:39 Rannsóknarnefnd þingsins eða fræðimenn? Harðar deilur voru á Alþingi í dag um hlerunarmál. Voru allir þingmenn sem tóku þátt í þeim sammála um að rannsaka ætti málin ofan í kjölinn en þeim bar ekki saman um hvernig það ætti að gera. Stjórnarandstaðan vill rannsóknarnefnd en stjórnarliðar vilja bíða niðurstöðu nefndar sem Páls Hreinsson fer fyrir og á fjalla um aðgang fræðimanna að opinberum gögnum um öryggismál landins á árunum 1941-991. 8.12.2006 16:39 Kostnaður við Sundabrautarjarðgöng um 16 milljarðar Heildarkostnaður við nýja tillögu að jarðgöngum vegna Sundabrautar er um 16 milljarðar króna sem er fjórum milljörðum króna meira en kostaður við svokallaða innri leið eða eyjalausn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um jarðgangalausn fyrir Sundabraut sem kynnt var á samráðsfundi með íbúasamtökum Grafarvogs og Laugardals í dag. 8.12.2006 16:09 Nýtt fraktflugfélag stofnað á Akureyri Nýtt flugfélag sem flýgur fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu var stofnað á Akureyri í dag. Félagið heitir Norðanflug ehf. og eru stofnendur þess þrír það er Samherji, Eimskipafélag íslands og SAGA Fjárfestingar. Hefja á fraktflugið vorið 2007. Hlutfé Norðurflugs er 50 milljónir króna. 8.12.2006 16:06 Enn úrsagnir úr Sjálfstæðisflokkunum vegna Árna Johnsen Enn ber á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum í kjölfar prófkjörssigurs Árna Johnsens fyrir tæpum mánuði. Þetta er óþægindamál fyrir flokkinn, segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórmálafræði, sem þarf að klára sem fyrst. Í Pólitíkinni á Stöð 2 klukkan 19:40 í kvöld verður rætt um pólitíska ábyrgð, iðrun og fyrirgefningu. 8.12.2006 15:48 Utanríkisráðherra í Hiroshima 8.12.2006 15:47 Starfshópur fer yfir ólögmæta búsetu í atvinnuhúsnæði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um leiðir til að sporna við ólögmætri búsetu í atvinnuhúsnæði. Umræður um málið kviknuðu á Alþingi í kjölfar úttektar umsjónarmanna fréttaþáttarins Íslands í dag á Stöð 2 en hún leiddi í ljós að víða er pottur brotinn í þessum efnum. 8.12.2006 15:45 Yfirréttur í Englandi ógildir meiðyrðadóm gegn Hannesi Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar athafnamanns á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. 8.12.2006 15:05 Jónínu Ben dæmdar bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Mikael Torfason og Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóra DV, til að greiða Jónínu Benediksdóttur bætur vegna umfjöllunar DV um einkalíf hennar. 8.12.2006 15:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fólksbíl ekið á miðju-vegrið Fólksbíl var ekið á miðju-vegrið Suðurlandsvegar á tveir-plús-einn vegkafla í Svínahrauni á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Selfossi kom á staðinn og aðstoðaði ökumanninn, sem kenndi sér þó einskis meins eftir óhappið, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Bílinn þurfti aftur á móti að fjarlægja með dráttarbíl. Hálka var ekki teljandi þarna, að sögn lögreglu en gekk á með éljum. 10.12.2006 21:08
Sjálfvirk hringing úr bílum í 112 komin á rekspöl Nú stefnir í að hérlendis verði unnt að taka upp sjálfvirka hringingu úr bílum í Neyðarlínuna. Samgönguráðuneytið, ND á Íslandi ehf. og Neyðarlínan hafa undirritað viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að málinu. það á líka að þróa notkun Saga-hugbúnaðarkerfisins vegna innheimtu veggjalda og eftirlits með hvíldarákvæðum í umferðarlögum, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu aðilanna frá í dag. 10.12.2006 20:27
Ekkert stress á sextugsafmæli Hemma Hann hefur átt fastan sess í lífi flestra Íslendinga um áratuga skeið og er löngu orðinn þjóðareign. Við höfum tekið þátt í sorgum hans og sigrum, en í kvöld ætla um þúsund manns að fagna sextugsafmæli með okkar ástsæla Hemma Gunn. Helstu hljómsveitir og skemmtikraftar landsins munu troða upp í afmælisveislunni sem er um það bil að hefjast á Broadway. 10.12.2006 18:49
Rafmagn fór af Austurlandi í hálftíma Austurhluti landsins varð rafmagnslaus uppúr klukkan fjögur í dag. Straumur fór af byggðalínunni milli Sigöldu og Kröflu, sennilegast á Suðurströndinni, að því er Ástvaldur Erlingsson, netstjóri á veitusviði RARIK á Austurlandi segir. Rafmagnið fór af í um hálftíma allt frá Kirkjubæjarklaustri að Vopnafirði. 10.12.2006 18:36
Veikir útlendingar kosta Á þriðja þúsund útlendinga fá þjónustu á sjúkrahúsum hérlendis án þess að hafa tryggingar og greiða ekki fyrir þjónustuna. Heilbrigðisráðherra segir að þjónustuna verði að veita, en framkvæmdastjóri lækninga á Landsspítala háskólasjúkrahúsi segir að vinnuveitendur verði að bera ábyrgð á starfsfólki sínu. 10.12.2006 18:32
Kosningabaráttan hafin Síðasti þingfundur Alþingis fyrir jólaleyfi leystist upp í kosningafund á lokasprettinum og kallaði formaður Samfylkingarinnar ríkisstjórnina einhverja skæðustu frjálshyggjustjórn Vesturlanda. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði þvert á móti að ríkisstjórnin væri velferðarstjórn sem bætt hefði hag allra landsmanna. 10.12.2006 18:11
Guðný Hrund í 4. sæti Samfylkingar í Suðurkjördæmi Samfylkingin í Suðurkjördæmi kynnti í dag framboðslista sinn fyrir Alþingiskosningarnar í vor, en þar urðu breytingar vegna þess að Ragnheiður Hergeirsdóttir býður sig ekki lengur fram til Alþingis, eftir að hún varð bæjarstjóri nýs meirihluta í Árborg. Guðný Hrund Karlsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Raufarhöfn, verður í fjórða sætinu. 10.12.2006 17:11
Þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu Fólk á höfuðborgarsvæðinu fór að verða vart við þrumur og eldingar uppúr klukkan þrjú í dag. Þannig hefur fréttastofan spurnir af því að bílar hafi stöðvað för sína á Hafnarfjarðarvegi milli Garðabæjar og Kópavogs, þegar ökumenn urðu varir við skæran blossa allnærri þeim. Og vegfarandi á Sandskeiði hafði svipaða sögu að segja. Veðurstofan hefur séð tugi eldinga á ratsjá og þrumuveðrið gæti haldið áfram. 10.12.2006 15:22
Bátar, flugvélar, bílar og trampolín af stað í óveðri Smábátar sukku og binda þurfti einkaflugvélar niður á Reykjavíkurflugvelli vegna óveðursins í gær, en björgunarsveitir unnu linnulaust fram á nótt við að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki. Mikið álag var á slökkviliði og björgunarsveitum fram eftir nóttu vegna veðursins. Jónas Guðmundsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu segir um 70 björgunarsveitarmenn í Reykjavík og nágrenni hafa unnið við ýmis verkefni fram á nótt 10.12.2006 12:28
Víða hálka á vegum Hálkublettir eru á Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum. Hálka og hálkublettir eru víða á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er hálka, mokstur stendur yfir á Klettshálsi, ófært er um Eyrarfjall. Á Norðurlandi vestra er víða hálka og hálkublettir. Á Norðaustur- og Austurlandi er hálka og hálkublettir, flughált er á Jökuldal, Sandvíkurheiði, Skriðdal og á Breiðdalsheiði. Ófært er bæði yfir Lágheiði og Öxi. 10.12.2006 11:33
Gengu gegn ofbeldi 16 ungir karlmenn gengu niður Laugaveginn í dag til að hvetja karlmenn til að taka afstöðu gegn ofbeldi gegn konum. Einhverjum var misboðið vegna þessa framferðis og kallaði til lögreglu. 9.12.2006 18:46
Reykdalsvirkjun endurreist Í dag var hundrað ára afmælis Reykdalssvirkjunar minnst í Hafnarfirði. Virkjunin er með þeim fyrstu sem reist var hér á landi. Það var athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal sem reisti virkjun á þessum stað fyrir rétt liðlega hundað árum. 9.12.2006 18:43
Málaferlin kostuðu 8 milljónir Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir málaferlin gegn sér í Bretlandi hafa kostað sig 8 milljónir. Hann fagnar því að dómurinn frá í fyrra hafi verið ógildur og vonar að nú sé málinu lokið. 9.12.2006 18:39
Alnæmissamtökin styrkt Það hljóp á snærið hjá Alnæmissamtökunum á Íslandi nú síðdegis þegar Alnæmissjóður MAC afhenti samtökunum fimmhundruð þúsund króna styrk við hátíðlega athöfn í snyrtivörubás MAC í Debenhams Smáralindinni. Hver króna af seldum viva glam varalit rennur í sjóðinn. Styrkurinn kemur sér ákaflega vel að sögn framkvæmdastjóra samtakanna en hann verður nýttur í fræðslu og forvarnarverkefni. Til samanburðar má geta þess að fjárveitingar ríkisins til samtakanna á síðasta ári námu tveimur og hálfri milljón króna. 9.12.2006 18:38
6,6% íslenskra barna býr við fátækt Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta. 9.12.2006 18:15
Sýslumaður starfrækir greiningardeild á Vellinum Fjögurra manna greininingardeild hefur verið starfrækt við sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli undanfarin tvö ár. Deildin hefur sinnt gerð hættumats fyrir Utanríkisráðuneytið vegna starfsemi Íslensku friðargæslunnar í Afghanistan, Sri Lanka og víðar, að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir að deildin hafi haft afgerandi áhrif á ákvarðanir friðargæslunnar. 9.12.2006 15:39
SUS tætir í sig frumvarp um starfsemi stjórnmálaflokka Framkvæmdsastjórn sambands ungra sjálfstæðismanna telur frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi um fjármál stjórnmálaflokka, meingallað og varar við þeim grundvallarsjónarmiðum sem ráðið hafa för við gerð þess. Ungir sjálfstæðismenn telja, að með frumvarpinu séu stjórnmálaflokkarnir að misnota umboð sitt frá almenningi í þeim tilgangi að viðhalda eigin völdum. 9.12.2006 14:35
Hlíðarfjall í beinni Mikill snjór er á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Akureyri og verður opið þar frá klukkan tíu til fimm í dag. Í morgun var nánast logn í Hlíðarfjalli og fjögurra stiga frost og "jólasnjókoma", eins og forráðamenn svæðisins orðuðu það. Allar lyftur verða opnar í dag og göngubraut hefur verið troðin. Búið er að taka fjórar vefmyndavélar í gagnið í fjallinu og getur fólk skoðað aðstæður í brekkunum á hliðarfjall.is. 9.12.2006 14:04
Síðasti þingfundur fyrir jólafrí Alþingi kom saman til síðasta fundar síns fyrir jólaleyfi klukkan hálf tíu í morgun. Fyrir fundinum liggja þrjátíu mál. Búast má við að nokkur þeirra verði afgreidd sem lög frá Alþingi í dag. 9.12.2006 12:28
Gosið lækkar meir en mörg hollustan Stjórnvöld eru að senda fólki röng skilaboð með því að lækka virðisaukaskatt á gosdrykkjum og sykruðum svaladrykkjum, segir forstjóri Lýðheilsustöðvar. 9.12.2006 12:17
Pilturinn sem lést á Stykkishólmsvegi Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Stykkishólmsvegi aðfararnótt föstudags hét Valtýr Guðmundsson. Hann var til heimilis að Árnatúni 5 í Stykkishólmi. Hann var 22 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. 9.12.2006 12:12
Djúpa lægðin nálgast landið Ein dýpsta lægð í langan tíma nálgast suðvestanvert landið síðdegis í dag með suðaustan stormi og sumstaðar ofsaveðri. Lægðin kemur að öllum líkindum upp að landinu um kvöldmatarleitið og Veðurstofan gerir ráð fyrir stormi á suðurströndinni. Veðurhæðin verður einna mest um klukkan 21. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu. 9.12.2006 11:33
Uppselt í Liverpool hjá Garðari Cortes Frægðarsól Garðars Cortes fer hækkandi með hverjum deginum. Uppselt er á tónleika hans og söngsystur hans Katherine Jenkins í Liverpool Philharmonic Hall á sunnudagskvöld. Garðari er líkt við ungan Pavarotti í viðtalsgrein í staðarblaðinu Liverpool Daily Post. Blaðið segir frá því, að Garðar hafi í tvígang verið kjörin kynþokkafyllsti maður Íslands og fyrsta plata hans hafi slegið öll sölumet á Íslandi og náð tvöfaldri platínusölu á þremur mánuðum. 9.12.2006 11:23
Drukkinn og próflaus og stakk af Lögreglan í Keflavík handtók undir morgun karlmann á þrítugsaldri, grunaðan um ölvunarakstur. Hann keyrði yfir á rauðu ljósi við Hringbrautina í Keflavík. Lögreglan hóf eftirför en ökumaðurinn reyndi að stinga hana af á mikilli ferð. Hann reyndist ökuréttindalaus. 9.12.2006 10:52
Kveikt á kertum til minningar um mann í Vogunum Kveikt var á kertum meöfram öllum Vogaafleggjaranum í kvöld til að minnast manns sem lést eftir að hafa fengið hjartastopp í haldi lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum. Maðurinn var frá Vogum. 8.12.2006 21:21
16 ára á tveggja ára skilorði Héraðsdómur Austurlands frestaði í dag ákvörðun refsingar yfir 16 ára gömlum strák fyrir bifreiðastuld. Refsingin fellur niður haldi hann skilorð næstu 2 árin. Drengurinn stal bíl á Vopnafirði og keyrði hana um götur bæjarins uns hann hafnaði utan vegar. 8.12.2006 19:45
Karpað um mat Oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur segir borgarstjóra tvísaga um þátt sinn í kaupum borgarinnar á fjórum hekturum í Norðlingaholti sem voru í eigu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri segir oddvitann hins vegar snúa út úr orðum embættismanns. 8.12.2006 19:17
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda rétt fyrir sjö í kvöld, á horni Rauðarárstígs og Laugavegs. Hann var fluttur á slysadeild, en að sögn lögreglu eru meiðsl hans talin vera minniháttar. Gatnamótunum var lokað í stutta stund en búið er að opna þau á ný. 8.12.2006 19:10
Sundabraut í jarðgöng Sundabraut mun kosta 16 milljarða ef hún verður lögð í jarðgöng og arðsemin verður mun meiri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Svokölluð "eyjalausn" yrði hinsvegar enn ódýrari kostur hvað varðar stofnkostnað og rekstur. 8.12.2006 19:05
Vilja taka yfir skipulagsmál á varnarsvæðinu Bæjarstjórar sveitarfélaganna sem eiga land á varnarsvæðinu fyrrverandi á Miðnesheiði vilja fá skipulagsréttinn fyrir svæðið til sín og það helst strax í næstu viku. 8.12.2006 18:30
16 dagar gegn ofbeldi 16 strákar munu ganga gegn ofbeldi niður Laugaveginn á morgun á vegum V-dags samtakanna til þess að mótmæla kynbundnu ofbeldi. Þetta er gert til að minna á ábyrgð karlmanna varðandi kynferðisofbeldi gagnvart konum. Strákarnir ganga af stað klukkan eitt á morgun og minna aðra karlmenn á að standa saman til að útrýma ofbeldi gegn konum. 8.12.2006 18:05
Tengivegur fyrir Helgafellshverfi þarf ekki í umhverfismat Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um að ekki þurfi að fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna tengivegar fyrir Helgafellshverfi. Framkvæmdir munu því hefjast í byrjun næsta árs og vonast landeigendur til þess að þær fari fram í sem mestri sátt. 8.12.2006 17:47
Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu Sjálfstæðisflokkurinn misbeitti ríkisvaldinu í hlerunum pólitískra andstæðinga, sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Fjármálaráðherra hafnaði því og sagði að menn mættu ekki vanmeta hlut Alþýðuflokks og framsóknarráðherra í hlerunum. Þingmaður Framsóknar brást hart við þeim orðum og sagði árásir á aðra flokka málinu ekki til framdráttar. 8.12.2006 17:24
Sex vilja verða landsbókaverðir Umsóknarfrestur um embætti landsbókavarðar rann út mánudaginn 4. desember sl. Menntamálaráðuneyti bárust sex umsóknir um stöðuna. Miðað er við að menntamálaráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá 1. apríl 2007, og skal landsbókavörður skipaður úr hópi þeirra umsækjenda sem stjórn bókasafnsins telur hæfa. 8.12.2006 17:17
Hafði fimm hangikjötslæri á brott með sér Lögreglan í Reykjavík leitar nú að stórtækum hangikjötsþjófi í einni af matvöruverslunum borgarinnar og segir lögregla engu líkara en sjálfur Ketkrókur hefði verið á ferðinni. Svo reyndist þó ekki vera enda mun jólasveinninn sá ekki vera væntanlegur til byggða fyrr en á Þorláksmessu. 8.12.2006 16:51
Gæsluvarðhald staðfest vegna meintrar nauðgunar Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður eru um að hafa nauðgað konu síðastliðinn föstudag. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 20. desember og á að gangast undir geðrannsókn á þessum tíma. 8.12.2006 16:39
Rannsóknarnefnd þingsins eða fræðimenn? Harðar deilur voru á Alþingi í dag um hlerunarmál. Voru allir þingmenn sem tóku þátt í þeim sammála um að rannsaka ætti málin ofan í kjölinn en þeim bar ekki saman um hvernig það ætti að gera. Stjórnarandstaðan vill rannsóknarnefnd en stjórnarliðar vilja bíða niðurstöðu nefndar sem Páls Hreinsson fer fyrir og á fjalla um aðgang fræðimanna að opinberum gögnum um öryggismál landins á árunum 1941-991. 8.12.2006 16:39
Kostnaður við Sundabrautarjarðgöng um 16 milljarðar Heildarkostnaður við nýja tillögu að jarðgöngum vegna Sundabrautar er um 16 milljarðar króna sem er fjórum milljörðum króna meira en kostaður við svokallaða innri leið eða eyjalausn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um jarðgangalausn fyrir Sundabraut sem kynnt var á samráðsfundi með íbúasamtökum Grafarvogs og Laugardals í dag. 8.12.2006 16:09
Nýtt fraktflugfélag stofnað á Akureyri Nýtt flugfélag sem flýgur fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu var stofnað á Akureyri í dag. Félagið heitir Norðanflug ehf. og eru stofnendur þess þrír það er Samherji, Eimskipafélag íslands og SAGA Fjárfestingar. Hefja á fraktflugið vorið 2007. Hlutfé Norðurflugs er 50 milljónir króna. 8.12.2006 16:06
Enn úrsagnir úr Sjálfstæðisflokkunum vegna Árna Johnsen Enn ber á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum í kjölfar prófkjörssigurs Árna Johnsens fyrir tæpum mánuði. Þetta er óþægindamál fyrir flokkinn, segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórmálafræði, sem þarf að klára sem fyrst. Í Pólitíkinni á Stöð 2 klukkan 19:40 í kvöld verður rætt um pólitíska ábyrgð, iðrun og fyrirgefningu. 8.12.2006 15:48
Starfshópur fer yfir ólögmæta búsetu í atvinnuhúsnæði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um leiðir til að sporna við ólögmætri búsetu í atvinnuhúsnæði. Umræður um málið kviknuðu á Alþingi í kjölfar úttektar umsjónarmanna fréttaþáttarins Íslands í dag á Stöð 2 en hún leiddi í ljós að víða er pottur brotinn í þessum efnum. 8.12.2006 15:45
Yfirréttur í Englandi ógildir meiðyrðadóm gegn Hannesi Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar athafnamanns á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. 8.12.2006 15:05
Jónínu Ben dæmdar bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Mikael Torfason og Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóra DV, til að greiða Jónínu Benediksdóttur bætur vegna umfjöllunar DV um einkalíf hennar. 8.12.2006 15:00