Innlent

Uppselt í Liverpool hjá Garðari Cortes

Liverpool Philharmonic Hall
Liverpool Philharmonic Hall

Frægðarsól Garðars Cortes fer hækkandi með hverjum deginum. Uppselt er á tóneika hans með söngsystur sinni Katherine Jenkins í Liverpool Philharmonic Hall á sunnudagskvöld. Garðari er líkt við ungan Pavarotti í viðtalsgrein í staðarblaðinu Liverpool Daily Post. Blaðið segir frá því, að Garðar hafi í tvígang verið kjörin kynþokkafyllsti maður Íslands og fyrsta plata hans hafi slegið öll sölumet á Íslandi og náð tvöfaldri platínusölu á þremur mánuðum.

Garðar, sem er á hljómleikaferðalagi um Bretland með Jenkins, segist í viðtalinu hafa ákveðið að leggja fyrir sig óperusöng eftir að hann söng Raoul í söngleiknum Phantom of the Opera í West End í London. Í Óperudraugnum hafi hann fyrst náð að syngja á háa c-inu, en um leið gert sér grein fyrir, að í hjarta sínu vildi hann syngja óperu, frekar en í söngleikjum. Hann hafnaði því boði um framlengja samning sinn þar. "Þetta var rosaleg reynsla. Ég lærði hvað fagleg söngvinna er. Það styrkir röddina að syngja á átta sýningum í viku, það er eins og vera í vímu."

 

- Greinin í Liverpool Daily Post




Fleiri fréttir

Sjá meira


×