Fleiri fréttir Hjón dæmd í fangelsi fyrir ofbeldi hvort gegn öðru Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrrverandi hjón í fimm og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi hvort gegn öðru. Karlinn fyrir að hafa gengið í skrokk á konunni, og konuna fyrir að hafa stungið karlinn með hnífi. 30.6.2006 09:45 356% verðmunur á grænmenti og ávöxtum milli búða Allt að 356% verðmunur reyndist á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Alls voru 40 tegundir af grænmeti og ávöxtum kannaðar og var yfir 100% munur í 27 tilvikum. 30.6.2006 09:30 Actavis flytur hluta framleiðslu til Króatíu verði Pliva keypt Lyfjafyrirtækið Actavis fyrirhugar að flytja hluta framleiðslu sinnar til Króatíu þar sem framleiðsukostnaður er lágur, ef því tekst að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva. Stjórn Pliva mælti á mánudag með því við hluthafa að ganga til samninga við bandaríkst fyrirtæki um sölu á Pliva í stað Actavis. 30.6.2006 09:00 Búist við fjölda uppsagna Búist er við að fjöldi starfsmanna hjá Svæðisskrifstofum um málefna fatlaðra muni segja upp störfum í dag, vegna óánægju með hægagang í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Starfsmenn Svæðisskrifstofu Reykjaness ætla að skila inn uppsagnabréfum kl 11:00 og starfsmenn í Reykjavík kl 14:00. Búist er við að fleiri munu gera slíkt hið sama í kjölfarið. 30.6.2006 08:51 Fylgi Samfylkingarinnar aðeins um 24% Fylgi Samfylkingarinnar mælist aðeins rúm 24%, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en það er talsvert undir kjörfylgi í síðustu kosningum, og hið minnsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum eftir kosningarnar. Sjálfstæðisflokkurinn bætir hinsvegar talsvert við sig frá kosningunum og mælist með rösk 42%. 30.6.2006 08:35 Aldursmerkingu á myndum og leikjum breytt Aldursmerkingar á kvikmyndum, sjónvarpsefni og tölvuleikjum taka breytingum nú um mánaðmótin þegar ný lög um eftirlit með aðgengi barna að þessu efni taka gildi. Framleiðendur og dreifendur munu þá sjálfir merkja efnið á viðeigandi hátt en Barnaverndarstofa sinnir eftirliti vegna þess. 30.6.2006 08:00 Félagsmenn BHM segja upp störfum Stjórnendur á sambýlum fyrir fatlaða afhenda uppsagnarbréf sín í dag og rennur uppsagnarfresturinn út ýmist eftir einn eða þrjá mánuði. Skelfilegt ástand getur skapast á sambýlunum ef ekki fást fagmenntaðir í staðinn. 30.6.2006 07:45 Gríðarlegur verðmunur Munur á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu nemur allt að 365 prósentum, samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem gerð var í vikunni. 30.6.2006 07:45 Fylgi Samfylkingar ekki minna frá kosningum Sjálfstæðisflokkurinn hefur 42,5 prósenta fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins en fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 24,2 prósent. Vinstri græn hafa 14,8 prósenta fylgi og Frjálslyndi flokkurinn 6,2 30.6.2006 07:30 Úrskurður kveðinn upp í dag Arngrímur Ísberg, dómari í Baugsmálinu, kveður í dag upp úrskurð um það hvort endurákærum í Baugsmálinu verði vísað frá dómi eða ekki. Verjendur ákærðu í málinu, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva Jónssonar og Jóns Geralds Sullenberger, kröfðust þess að endurákærum í málinu yrði vísað frá dómi vegna "ágalla og viðamikilla staðreyndavillna í ákæru," eins og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, lét hafa eftir sér fyrir dómi. 30.6.2006 07:30 Segja upp 22 starfsmönnum Tuttugu og tveimur starfsmönnum Vátryggingafélags Íslands, VÍS, verður sagt upp störfum frá og með mánaðamótum vegna skipulagsbreytinga hjá fyrirtækinu. 30.6.2006 07:15 Farþegar geta andað léttar Sættir hafa náðst í deilum starfsmanna IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, og stjórnar fyrirtækisins, en sem kunnugt er lögðu starfsmenn niður vinnu í þrjá tíma seinasta sunnudag til að mótmæla kjörum og vinnuaðstöðu. 30.6.2006 07:15 Upplýsingum verði safnað Ný Þjóðaröryggisdeild á að safna upplýsingum um hryðjuverk áður en til þeirra kemur. Mikilvægt að læra af öðrum þjóðum, segir Björn Bjarnason. 30.6.2006 07:15 Unnið er að gerð samnings við Kína Fríverslunarsamningar skipta miklu fyrir fyrirtæki á Íslandi. Samningarnir opna fyrirtækjum leið inn á nýja markaði. Mikilvægt að gera samninga við lönd í Asíu vegna mikils vaxtar í framtíðinni. 30.6.2006 07:00 Drakk úr einni flösku Litháinn Romas Kosakovski er ákærður fyrir að reyna að smygla amfetamínvökva og brennisteinssýru til landsins. Amfetamínvökvinn hefði dugað til að framleiða sautján og hálft kíló af amfetamíni. 30.6.2006 07:00 Verðum að afstýra mansali Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði hafa skorað á Norrænu ráðherranefndina að útbúa sameiginlega norræna verkefnaáætlun í baráttunni við mansal. 30.6.2006 07:00 Vilja ókeypis getnaðarvarnir Ungmennaráð Hafnarfjarðar fundaði með bæjarstjórn Hafnarfjarðar í vikunni og lagði ungt fólk í bænum þar fram tillögur sínar um það sem betur mætti fara. Tillögurnar eru afrakstur ungmennaþings sem haldið var í lok apríl. 30.6.2006 06:45 Búist við fjölda á góðgerðadag Góðgerðarmál Tívolíið við Smáralind verður með góðgerðadag, fjórða árið í röð, næstkomandi mánudag. 30.6.2006 06:45 Alhæft um afgreiðsluvenjur Lyfjafræðingar eru ósáttir við fullyrðingar Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og telja umræðuna ómálefnalega. Þeir segja ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur lyfjafræðinga út frá einni verðkönnun sem einungis nái til fárra lyfja. 30.6.2006 06:30 Þakka fyrir góð viðbrögð Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, þau Dagný Jónsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Birkir Jón Jónsson og Jón Kristjánsson, voru á ferð um kjördæmið og komu í fyrradag við á Eskifirði þar sem þau ræddu við lögreglumenn sem staðið höfðu í ströngu vegna mengunarslyssins á Eskifirði í fyrradag. 30.6.2006 06:00 Gera átak gegn utanvegaakstri Ferðaklúbburinn 4x4, Vélhjólaíþróttaklúbburinn, Ferðafélag Íslands, Útivist, Umhverfisstofnun, Landgræðsla ríkisins og Landvernd kynntu í dag átak gegn utanvegaakstri. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hóf átakið formlega með opnun vefsíðu sem ætlað er að fræða fólk. 30.6.2006 05:45 Réðu ófaglært þvert á reglur Reykhólahreppur var dæmdur til greiðslu 1,5 milljóna króna bóta til faglærðs sjúkraliða sem ekki var ráðinn í starf við hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð þvert á reglur. 30.6.2006 05:45 Rússarnir þurfa ekkert leyfi Alþjóðamál Landhelgisgæslunni hafa engar upplýsingar borist varðandi fyrirhugaða heræfingu Rússa innan tvö hundruð mílna íslensku efnahagslögsögunnar, samkvæmt Ásgrími L. Ásgrímssyni yfirmanni vaktstöðvar siglinga hjá gæslunni. Gæslunni er því ekki kunnugt um hvenær æfingarnar eiga að hefjast. 30.6.2006 05:45 Veggjald einn kosta Tæplega sjötíu prósent aðspurðra í nýlegri könnun Gallup vilja stytta hringveginn með nýjum vegi sunnan við Blönduós. Stór meirihluti er samkvæmt könnuninni tilbúinn til að greiða sérstakt veggjald, eins og þekkist í Hvalfjarðargöngum, til að svo geti orðið. 30.6.2006 05:45 Tæplega 1.500 erindi flutt Ráðstefna um aðgerðarrannsóknir í Háskóla Íslands verður haldin á sunnudag. Þetta er fjölmennasta alþjóðlega ráðstefna sem hefur verið haldin hér á landi. 30.6.2006 05:15 Leitar tilboða í Straumsbréf Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) ákvað að leita eftir tilboðum í fimm prósenta hlut sinn í Straumi-Burðarási. Miðað við gengi Straums í gær er virði hlutarins tæpir tíu milljarðar króna. 30.6.2006 05:15 Ingimundur nýr bankastjóri Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur skipað Ingimund Friðriksson í stöðu seðlabankastjóra til næstu sjö ára. Hann hefur gegnt stöðu aðstoðarbankastjóra Seðlabankans frá árinu 1994. Ingimundur er fæddur 17. febrúar 1950 og hefur lokið MA-prófi í þjóðhagfræði. 30.6.2006 04:30 Skila tillögum fyrir áramót Fundur skipulagsráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu meirihluta ráðsins, um stofnun sérstaks starfshóps um skipulag við Laugaveg. 30.6.2006 04:30 Allt að 356 prósenta munur á grænmetisverði Allt að 356 prósenta verðmunur reyndist á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Alls voru 40 tegundir af grænmeti og ávöxtum kannaðar og var yfir 100 prósenta munur í 27 tilvikum. 29.6.2006 23:15 World Class hyggur á landvinninga í Danmörku Eigendur líkamsræktarkeðjunnar World Class á Íslandi bætast nú í hóp útrásarmanna til Danmerkur því þeir hafa fest kaup á þrettán líkamsræktarstöðvum þar í landi. Þeir sjá mikil sóknarfæri í Danmörku og áforma að koma á fót tugum líkamsræktarstöðva í viðbót. 29.6.2006 23:04 Vonast eftir íslenskri leyniþjónustu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vonast til að hægt verði að ræða á næsta þingi frumvarp um stofnun þjóðaröryggisdeildar - eins konar leyniþjónustu. Þetta er í samræmi við ráðgjöf evrópskra sérfræðinga sem telja að þetta ætti að vera 25-30 manna deild með víðtækar heimildir til hlerana, eftirlits og upplýsingaöflunar í forvarnarskyni gegn hryðjuverkum. 29.6.2006 19:54 Heimsótti vin sinn haförninn Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, Grundfirðingurinn ungi sem bjargaði haferni frá bráðum bana í fyrradag, kom í bæinn í dag til að heimsækja fiðraðan vin sinn en honum hefur hún gefið nafnið Sigurörn. 29.6.2006 19:36 Varað við grjóthruni í Óshlíð Vegagerðin biður þá sem aka um Óshlíð á Vestfjörðum að fara með aðgát þar sem búast má við grjóthruni úr hlíðinni. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og með henni eykst hættan á grjóthruni. 29.6.2006 17:16 Landsátak gegn utanvegaakstri Landsátaki gegn utanvegaakstri var ýtt úr vör í dag. Nýr umhverfisráðherra fagnar átakinu og segir utanvegaakstur brýnni málaflokk en rjúpnaveiðar. 29.6.2006 16:08 Tveir enn á sjúkrahúsi eftir mengunarslysið á Eskifirði Tveir liggja enn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir mengunarslysið á Eskifirði í fyrradag. Annar þeirra er á gjörgæsludeild en seinna í dag verður tekin ákvörðun um hvort hann verði útskrifaður af gjörgæslu. 29.6.2006 13:37 Bónus með besta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið í verðkönnun sem ASÍ gerði á dögunum, en í meirihluta tilfella var aðeins einnar krónu munur á lægsta verði Bónuss og verði í Krónunni. Mikið vantaði upp á að vöruverð væri nógu vel merkt í sumum búðanna. 29.6.2006 13:12 Hamingjan sanna er á Hólmavík Ísland er besta land til búsetu í öllum heiminum, að því er breska blaðið The Guardian hefur eftir nýlegri þarlendri rannsókn. Íslendingar eru hamingjusamasta fólk í heimi og Hólmvíkingar eru hamingjusömustu Íslendingarnir. 29.6.2006 13:08 Búið að opna Sprengisand Vegagerðin er búin að opna Sprengisand ofan í Bárðardal, Fjallabaksleið syðri og Emstruleið. Þá er alveg búið að opna Arnarvatnsheiðina, en Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleiðir eru enn lokaðar. Einnig hluti austurleiðar, norðan Vatnajökuls, Stóri Sandur og leiðin norður í Fjörður. 29.6.2006 12:45 Guðni enn óákveðinn um formannsframboð Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ekki enn ákveðið hvort hann ætlar að sækjast eftir formannsstöðu í flokknum. Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknar, sem styður Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, til formennsku íhugar að gefa kost á sér til varaformennsku, og virðist því ekki reikna með Guðna í æðstu stöður flokksins. 29.6.2006 12:30 Þreyttir á skerðingu afla Formaður félags smábátaeiganda á norðanverðum Vestfjörðum vill að verði teknar upp nýjar aðferðir við ákvarðanir á afla. Menn séu orðnir hundleiðir á skerðingum yfirvalda. Í samtali við Bæjarins Besta á Vestjörðum segir Gunnlaugur Finnbogason formaður Eldingar, að mönnum þyki ráð að prófa nýjar aðferðir við stofnmælingar sem liggja til grundvallar ákvörðunum um heimildir til veiða. 29.6.2006 12:15 Mikill munur á hæsta og lægsta matvöruverði Bónus reyndist oftast með lægsta vöruverðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Fram kemur á vef ASÍ að af þeim 53 vörutegundum sem skoðaðar hafi verið hafi Bónus verið með lægsta verðið í 29 tilvikum en oftast reyndist lítill verðmunur í verslunum Bónuss og Krónunnar. Hins vegar reyndist Ellefu-ellefu oftast með hæsta verðið, í 31 tilviki af fimmtíu og þremur. Munur á hæsta og lægst verði á mjólkurvörum var oftast á bilinu 30-40 prósent og á brauði milli 60 og 80 prósent. Þá segir á vef ASÍ að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar í verslunum en slíkt brýtur í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. 29.6.2006 12:15 Lagt til að þjóðaröryggisdeild verði sett á laggirnar Skipan nýrrar Þjóðaröryggisdeildar er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu tveggja evrópskra sérfræðinga um hryðjuverkavarnir á Íslandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, kynnti skýrsluna í dag. 29.6.2006 12:03 Færð á vegum Hálendisleiðir eru smátt og smátt að opnast. Fjallabaksleið syðri er nú opin, sem og Emstruleið. Arnarvatnsheiði, sem hefur aðeins verið opin að hluta, er nú orðin opin alla leið. Búið er að opna Sprengisand í Bárðardal en bæði Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleið eru enn lokaðar. Allur akstur er enn bannaður á hluta Austurleiðar norðan Vatnajökuls. Akstur er enn bannaður á Stórasandi og eins á leiðinni norður Í Fjörður. Unnið verður við undirgöng á Vesturlandsvegi sunnan Þingvallavegar fram í miðjan ágúst. Á meðan er ekin hjáleið þar sem hámarkshraði er 50 km. 29.6.2006 11:32 Actavis gefur 10 milljónir til Krabbameinsfélags Íslands Actavis gaf í dag, Krabbameinsfélagi Íslands, 10 milljónir í tilefni að 55 ára afmæli félagsins. Haft er eftir Svöfu Grönfeldt, aðstoðarforstjóra Actavis, í tilkynningu frá þeim að gjöfin sé veitt á þessum tímamótum í viðurkenningarskyni fyrir áratuga starf Krabbameinsfélagsins í þágu baráttunnar gegn krabbameini. Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins segir gjöfin koma að sérstaklega góðum notum til að styrkja hin fjölmörgu verkefni félagsins. Actavis hefur einnig nýlega fest kaup á rúmensku lyfjafyrirtæki sem sérhæfi sig í framleiðslu samheitakrabbameinslyfja í Evrópu og getur þannig lagt sitt lóð á vogarskálina í baráttunni gegn krabbameini. 29.6.2006 11:21 Góðgerðardagur í Tívólíinu við Smáralind Tívolíið í Smáralind mun 3. júlí bjóða öllum aðildarfélögum umhyggju, sambýlum, BUGL, sérhópum vinnuskóla höfuðborgarsvæðisins, og öðrum félagasamtökum ásamt fjölskyldum og fylgdarmönnum í tívolíið við Smáralind endurgjaldslaust. Góðgerðardagurinn verður milli kl. 10 og 13:00 og er tívolíið lokað almenningi á meðan. Öllu verður stýrt á þann hátt að allir geti notið sín hvort sem um er að ræða einstakling sem þarf á mikilli hjálp að halda eða ekki og verða því hjúkrunarfræðingar á svæðinu. Hafa nú þegar 1600 manns fengið afhent armband sem gildir sem dagspassi fyrir fyrrnefndan dag. 29.6.2006 10:35 Sjá næstu 50 fréttir
Hjón dæmd í fangelsi fyrir ofbeldi hvort gegn öðru Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrrverandi hjón í fimm og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi hvort gegn öðru. Karlinn fyrir að hafa gengið í skrokk á konunni, og konuna fyrir að hafa stungið karlinn með hnífi. 30.6.2006 09:45
356% verðmunur á grænmenti og ávöxtum milli búða Allt að 356% verðmunur reyndist á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Alls voru 40 tegundir af grænmeti og ávöxtum kannaðar og var yfir 100% munur í 27 tilvikum. 30.6.2006 09:30
Actavis flytur hluta framleiðslu til Króatíu verði Pliva keypt Lyfjafyrirtækið Actavis fyrirhugar að flytja hluta framleiðslu sinnar til Króatíu þar sem framleiðsukostnaður er lágur, ef því tekst að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva. Stjórn Pliva mælti á mánudag með því við hluthafa að ganga til samninga við bandaríkst fyrirtæki um sölu á Pliva í stað Actavis. 30.6.2006 09:00
Búist við fjölda uppsagna Búist er við að fjöldi starfsmanna hjá Svæðisskrifstofum um málefna fatlaðra muni segja upp störfum í dag, vegna óánægju með hægagang í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Starfsmenn Svæðisskrifstofu Reykjaness ætla að skila inn uppsagnabréfum kl 11:00 og starfsmenn í Reykjavík kl 14:00. Búist er við að fleiri munu gera slíkt hið sama í kjölfarið. 30.6.2006 08:51
Fylgi Samfylkingarinnar aðeins um 24% Fylgi Samfylkingarinnar mælist aðeins rúm 24%, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, en það er talsvert undir kjörfylgi í síðustu kosningum, og hið minnsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum eftir kosningarnar. Sjálfstæðisflokkurinn bætir hinsvegar talsvert við sig frá kosningunum og mælist með rösk 42%. 30.6.2006 08:35
Aldursmerkingu á myndum og leikjum breytt Aldursmerkingar á kvikmyndum, sjónvarpsefni og tölvuleikjum taka breytingum nú um mánaðmótin þegar ný lög um eftirlit með aðgengi barna að þessu efni taka gildi. Framleiðendur og dreifendur munu þá sjálfir merkja efnið á viðeigandi hátt en Barnaverndarstofa sinnir eftirliti vegna þess. 30.6.2006 08:00
Félagsmenn BHM segja upp störfum Stjórnendur á sambýlum fyrir fatlaða afhenda uppsagnarbréf sín í dag og rennur uppsagnarfresturinn út ýmist eftir einn eða þrjá mánuði. Skelfilegt ástand getur skapast á sambýlunum ef ekki fást fagmenntaðir í staðinn. 30.6.2006 07:45
Gríðarlegur verðmunur Munur á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu nemur allt að 365 prósentum, samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands sem gerð var í vikunni. 30.6.2006 07:45
Fylgi Samfylkingar ekki minna frá kosningum Sjálfstæðisflokkurinn hefur 42,5 prósenta fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins en fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 24,2 prósent. Vinstri græn hafa 14,8 prósenta fylgi og Frjálslyndi flokkurinn 6,2 30.6.2006 07:30
Úrskurður kveðinn upp í dag Arngrímur Ísberg, dómari í Baugsmálinu, kveður í dag upp úrskurð um það hvort endurákærum í Baugsmálinu verði vísað frá dómi eða ekki. Verjendur ákærðu í málinu, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva Jónssonar og Jóns Geralds Sullenberger, kröfðust þess að endurákærum í málinu yrði vísað frá dómi vegna "ágalla og viðamikilla staðreyndavillna í ákæru," eins og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, lét hafa eftir sér fyrir dómi. 30.6.2006 07:30
Segja upp 22 starfsmönnum Tuttugu og tveimur starfsmönnum Vátryggingafélags Íslands, VÍS, verður sagt upp störfum frá og með mánaðamótum vegna skipulagsbreytinga hjá fyrirtækinu. 30.6.2006 07:15
Farþegar geta andað léttar Sættir hafa náðst í deilum starfsmanna IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, og stjórnar fyrirtækisins, en sem kunnugt er lögðu starfsmenn niður vinnu í þrjá tíma seinasta sunnudag til að mótmæla kjörum og vinnuaðstöðu. 30.6.2006 07:15
Upplýsingum verði safnað Ný Þjóðaröryggisdeild á að safna upplýsingum um hryðjuverk áður en til þeirra kemur. Mikilvægt að læra af öðrum þjóðum, segir Björn Bjarnason. 30.6.2006 07:15
Unnið er að gerð samnings við Kína Fríverslunarsamningar skipta miklu fyrir fyrirtæki á Íslandi. Samningarnir opna fyrirtækjum leið inn á nýja markaði. Mikilvægt að gera samninga við lönd í Asíu vegna mikils vaxtar í framtíðinni. 30.6.2006 07:00
Drakk úr einni flösku Litháinn Romas Kosakovski er ákærður fyrir að reyna að smygla amfetamínvökva og brennisteinssýru til landsins. Amfetamínvökvinn hefði dugað til að framleiða sautján og hálft kíló af amfetamíni. 30.6.2006 07:00
Verðum að afstýra mansali Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði hafa skorað á Norrænu ráðherranefndina að útbúa sameiginlega norræna verkefnaáætlun í baráttunni við mansal. 30.6.2006 07:00
Vilja ókeypis getnaðarvarnir Ungmennaráð Hafnarfjarðar fundaði með bæjarstjórn Hafnarfjarðar í vikunni og lagði ungt fólk í bænum þar fram tillögur sínar um það sem betur mætti fara. Tillögurnar eru afrakstur ungmennaþings sem haldið var í lok apríl. 30.6.2006 06:45
Búist við fjölda á góðgerðadag Góðgerðarmál Tívolíið við Smáralind verður með góðgerðadag, fjórða árið í röð, næstkomandi mánudag. 30.6.2006 06:45
Alhæft um afgreiðsluvenjur Lyfjafræðingar eru ósáttir við fullyrðingar Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og telja umræðuna ómálefnalega. Þeir segja ekki hægt að alhæfa um afgreiðsluvenjur lyfjafræðinga út frá einni verðkönnun sem einungis nái til fárra lyfja. 30.6.2006 06:30
Þakka fyrir góð viðbrögð Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, þau Dagný Jónsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Birkir Jón Jónsson og Jón Kristjánsson, voru á ferð um kjördæmið og komu í fyrradag við á Eskifirði þar sem þau ræddu við lögreglumenn sem staðið höfðu í ströngu vegna mengunarslyssins á Eskifirði í fyrradag. 30.6.2006 06:00
Gera átak gegn utanvegaakstri Ferðaklúbburinn 4x4, Vélhjólaíþróttaklúbburinn, Ferðafélag Íslands, Útivist, Umhverfisstofnun, Landgræðsla ríkisins og Landvernd kynntu í dag átak gegn utanvegaakstri. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hóf átakið formlega með opnun vefsíðu sem ætlað er að fræða fólk. 30.6.2006 05:45
Réðu ófaglært þvert á reglur Reykhólahreppur var dæmdur til greiðslu 1,5 milljóna króna bóta til faglærðs sjúkraliða sem ekki var ráðinn í starf við hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð þvert á reglur. 30.6.2006 05:45
Rússarnir þurfa ekkert leyfi Alþjóðamál Landhelgisgæslunni hafa engar upplýsingar borist varðandi fyrirhugaða heræfingu Rússa innan tvö hundruð mílna íslensku efnahagslögsögunnar, samkvæmt Ásgrími L. Ásgrímssyni yfirmanni vaktstöðvar siglinga hjá gæslunni. Gæslunni er því ekki kunnugt um hvenær æfingarnar eiga að hefjast. 30.6.2006 05:45
Veggjald einn kosta Tæplega sjötíu prósent aðspurðra í nýlegri könnun Gallup vilja stytta hringveginn með nýjum vegi sunnan við Blönduós. Stór meirihluti er samkvæmt könnuninni tilbúinn til að greiða sérstakt veggjald, eins og þekkist í Hvalfjarðargöngum, til að svo geti orðið. 30.6.2006 05:45
Tæplega 1.500 erindi flutt Ráðstefna um aðgerðarrannsóknir í Háskóla Íslands verður haldin á sunnudag. Þetta er fjölmennasta alþjóðlega ráðstefna sem hefur verið haldin hér á landi. 30.6.2006 05:15
Leitar tilboða í Straumsbréf Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) ákvað að leita eftir tilboðum í fimm prósenta hlut sinn í Straumi-Burðarási. Miðað við gengi Straums í gær er virði hlutarins tæpir tíu milljarðar króna. 30.6.2006 05:15
Ingimundur nýr bankastjóri Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur skipað Ingimund Friðriksson í stöðu seðlabankastjóra til næstu sjö ára. Hann hefur gegnt stöðu aðstoðarbankastjóra Seðlabankans frá árinu 1994. Ingimundur er fæddur 17. febrúar 1950 og hefur lokið MA-prófi í þjóðhagfræði. 30.6.2006 04:30
Skila tillögum fyrir áramót Fundur skipulagsráðs Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu meirihluta ráðsins, um stofnun sérstaks starfshóps um skipulag við Laugaveg. 30.6.2006 04:30
Allt að 356 prósenta munur á grænmetisverði Allt að 356 prósenta verðmunur reyndist á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Alls voru 40 tegundir af grænmeti og ávöxtum kannaðar og var yfir 100 prósenta munur í 27 tilvikum. 29.6.2006 23:15
World Class hyggur á landvinninga í Danmörku Eigendur líkamsræktarkeðjunnar World Class á Íslandi bætast nú í hóp útrásarmanna til Danmerkur því þeir hafa fest kaup á þrettán líkamsræktarstöðvum þar í landi. Þeir sjá mikil sóknarfæri í Danmörku og áforma að koma á fót tugum líkamsræktarstöðva í viðbót. 29.6.2006 23:04
Vonast eftir íslenskri leyniþjónustu Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, vonast til að hægt verði að ræða á næsta þingi frumvarp um stofnun þjóðaröryggisdeildar - eins konar leyniþjónustu. Þetta er í samræmi við ráðgjöf evrópskra sérfræðinga sem telja að þetta ætti að vera 25-30 manna deild með víðtækar heimildir til hlerana, eftirlits og upplýsingaöflunar í forvarnarskyni gegn hryðjuverkum. 29.6.2006 19:54
Heimsótti vin sinn haförninn Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, Grundfirðingurinn ungi sem bjargaði haferni frá bráðum bana í fyrradag, kom í bæinn í dag til að heimsækja fiðraðan vin sinn en honum hefur hún gefið nafnið Sigurörn. 29.6.2006 19:36
Varað við grjóthruni í Óshlíð Vegagerðin biður þá sem aka um Óshlíð á Vestfjörðum að fara með aðgát þar sem búast má við grjóthruni úr hlíðinni. Mikil rigning hefur verið á svæðinu og með henni eykst hættan á grjóthruni. 29.6.2006 17:16
Landsátak gegn utanvegaakstri Landsátaki gegn utanvegaakstri var ýtt úr vör í dag. Nýr umhverfisráðherra fagnar átakinu og segir utanvegaakstur brýnni málaflokk en rjúpnaveiðar. 29.6.2006 16:08
Tveir enn á sjúkrahúsi eftir mengunarslysið á Eskifirði Tveir liggja enn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir mengunarslysið á Eskifirði í fyrradag. Annar þeirra er á gjörgæsludeild en seinna í dag verður tekin ákvörðun um hvort hann verði útskrifaður af gjörgæslu. 29.6.2006 13:37
Bónus með besta verðið Bónus var oftast með lægsta verðið í verðkönnun sem ASÍ gerði á dögunum, en í meirihluta tilfella var aðeins einnar krónu munur á lægsta verði Bónuss og verði í Krónunni. Mikið vantaði upp á að vöruverð væri nógu vel merkt í sumum búðanna. 29.6.2006 13:12
Hamingjan sanna er á Hólmavík Ísland er besta land til búsetu í öllum heiminum, að því er breska blaðið The Guardian hefur eftir nýlegri þarlendri rannsókn. Íslendingar eru hamingjusamasta fólk í heimi og Hólmvíkingar eru hamingjusömustu Íslendingarnir. 29.6.2006 13:08
Búið að opna Sprengisand Vegagerðin er búin að opna Sprengisand ofan í Bárðardal, Fjallabaksleið syðri og Emstruleið. Þá er alveg búið að opna Arnarvatnsheiðina, en Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleiðir eru enn lokaðar. Einnig hluti austurleiðar, norðan Vatnajökuls, Stóri Sandur og leiðin norður í Fjörður. 29.6.2006 12:45
Guðni enn óákveðinn um formannsframboð Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ekki enn ákveðið hvort hann ætlar að sækjast eftir formannsstöðu í flokknum. Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og þingmaður Framsóknar, sem styður Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, til formennsku íhugar að gefa kost á sér til varaformennsku, og virðist því ekki reikna með Guðna í æðstu stöður flokksins. 29.6.2006 12:30
Þreyttir á skerðingu afla Formaður félags smábátaeiganda á norðanverðum Vestfjörðum vill að verði teknar upp nýjar aðferðir við ákvarðanir á afla. Menn séu orðnir hundleiðir á skerðingum yfirvalda. Í samtali við Bæjarins Besta á Vestjörðum segir Gunnlaugur Finnbogason formaður Eldingar, að mönnum þyki ráð að prófa nýjar aðferðir við stofnmælingar sem liggja til grundvallar ákvörðunum um heimildir til veiða. 29.6.2006 12:15
Mikill munur á hæsta og lægsta matvöruverði Bónus reyndist oftast með lægsta vöruverðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Fram kemur á vef ASÍ að af þeim 53 vörutegundum sem skoðaðar hafi verið hafi Bónus verið með lægsta verðið í 29 tilvikum en oftast reyndist lítill verðmunur í verslunum Bónuss og Krónunnar. Hins vegar reyndist Ellefu-ellefu oftast með hæsta verðið, í 31 tilviki af fimmtíu og þremur. Munur á hæsta og lægst verði á mjólkurvörum var oftast á bilinu 30-40 prósent og á brauði milli 60 og 80 prósent. Þá segir á vef ASÍ að nokkuð hafi borið á því að vörur hafi ekki verið verðmerktar í verslunum en slíkt brýtur í bága við lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum. 29.6.2006 12:15
Lagt til að þjóðaröryggisdeild verði sett á laggirnar Skipan nýrrar Þjóðaröryggisdeildar er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu tveggja evrópskra sérfræðinga um hryðjuverkavarnir á Íslandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, kynnti skýrsluna í dag. 29.6.2006 12:03
Færð á vegum Hálendisleiðir eru smátt og smátt að opnast. Fjallabaksleið syðri er nú opin, sem og Emstruleið. Arnarvatnsheiði, sem hefur aðeins verið opin að hluta, er nú orðin opin alla leið. Búið er að opna Sprengisand í Bárðardal en bæði Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleið eru enn lokaðar. Allur akstur er enn bannaður á hluta Austurleiðar norðan Vatnajökuls. Akstur er enn bannaður á Stórasandi og eins á leiðinni norður Í Fjörður. Unnið verður við undirgöng á Vesturlandsvegi sunnan Þingvallavegar fram í miðjan ágúst. Á meðan er ekin hjáleið þar sem hámarkshraði er 50 km. 29.6.2006 11:32
Actavis gefur 10 milljónir til Krabbameinsfélags Íslands Actavis gaf í dag, Krabbameinsfélagi Íslands, 10 milljónir í tilefni að 55 ára afmæli félagsins. Haft er eftir Svöfu Grönfeldt, aðstoðarforstjóra Actavis, í tilkynningu frá þeim að gjöfin sé veitt á þessum tímamótum í viðurkenningarskyni fyrir áratuga starf Krabbameinsfélagsins í þágu baráttunnar gegn krabbameini. Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins segir gjöfin koma að sérstaklega góðum notum til að styrkja hin fjölmörgu verkefni félagsins. Actavis hefur einnig nýlega fest kaup á rúmensku lyfjafyrirtæki sem sérhæfi sig í framleiðslu samheitakrabbameinslyfja í Evrópu og getur þannig lagt sitt lóð á vogarskálina í baráttunni gegn krabbameini. 29.6.2006 11:21
Góðgerðardagur í Tívólíinu við Smáralind Tívolíið í Smáralind mun 3. júlí bjóða öllum aðildarfélögum umhyggju, sambýlum, BUGL, sérhópum vinnuskóla höfuðborgarsvæðisins, og öðrum félagasamtökum ásamt fjölskyldum og fylgdarmönnum í tívolíið við Smáralind endurgjaldslaust. Góðgerðardagurinn verður milli kl. 10 og 13:00 og er tívolíið lokað almenningi á meðan. Öllu verður stýrt á þann hátt að allir geti notið sín hvort sem um er að ræða einstakling sem þarf á mikilli hjálp að halda eða ekki og verða því hjúkrunarfræðingar á svæðinu. Hafa nú þegar 1600 manns fengið afhent armband sem gildir sem dagspassi fyrir fyrrnefndan dag. 29.6.2006 10:35