Félagsmenn BHM segja upp störfum 30. júní 2006 07:45 Guðrún Sóley Guðnadóttir, Anika og Hörður Helgabörn Mikið mun mæða á þessari fjölskyldu ef uppsagnirnar taka gildi. Anika er fjölfötluð og þarf aðstoð við allar daglegar athafnir svo að sá tími sem hún er í skammtímavistun er fjölskyldunni mikilvægur. MYND/Heiða Tugir háskólamenntaðra starfsmanna á sambýlum fatlaðra munu afhenda forstöðumönnum Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi og í Reykjavík uppsagnarbréf sín í dag. Í flestum tilfellum er um stjórnendur að ræða og rennur uppsagnarfrestur þeirra út eftir mánuð eða þrjá mánuði. "Dóttir okkar er tvær vikur í mánuði í skammtímavistun svo ef það fellur niður höfum við enga möguleika á að lifa eins og eðlileg fjölskylda," segir Guðrún Sóley Guðnadóttir, móðir Aniku Helgadóttur, 11 ára fjölfatlaðrar stúlku. Hún þarf hjálp við allar athafnir daglegs lífs. "Meðan hún er heima erum við alveg bundin yfir henni og önnur börn okkar fá nær enga athygli svo þessi hálfi mánuður sem hún er í skammtímavistun er okkur afar nauðsynlegur; einnig bara til að hlaða batteríin. Og svo vill maður kannski fara eitthvað eða gera eitthvað," segir Guðrún Sóley. Hún segir að það óöryggi sem skapast sí og æ í þessum geira sé mjög þreytandi fyrir aðstandendur fatlaðra. Um 50 félagsmenn í BHM stóðu fyrir utan húsnæði BHM í Borgartúni í gær, klöppuðu saman höndum og hrópuðu "semja, semja" þegar samningamenn mættu til fundar. Eftir fundinn kom í ljós að ekkert hafði þokast og var þá ákveðið að fjölmenna á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi í morgun og á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík eftir hádegi og afhenda þar uppsagnarbréfin. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að væntingar hafi verið of miklar í gær. Ekki hafi verið við niðurstöðu að búast en hann vonast til að niðurstaða liggi fyrir um miðjan júlí. "Staðan er viðkvæm en það er allra hagur að málið leysist farsællega og sem fyrst," segir hann. Gunnlaugur Karlsson er forstöðuþroskaþjálfi á Svöluási í Hafnarfirði. Hann segir að viðræðurnar séu frystar, ráðuneytið vilji ekki veita fjármagni í stofnanasamninga við BHM. Fundur verði á miðvikudaginn og uppsagnir verði dregnar til baka ef samkomulag náist þá. Gunnlaugur hefur 220 þúsund króna heildargrunnlaun þó að hann sé með sex og hálfs árs háskólamenntun. Hann segir að aðeins hugsjónamenn fari til starfa á sambýlum. Ef félagsmenn BHM hætti störfum hverfi öll fagmenntun úr sambýlunum. "Það mun verða skelfilegt ástand vægast sagt," segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, en hún hefur fengið tilkynningar frá hátt í tuttugu BHM-félögum síðustu þrjár vikur um að þeir muni segja upp störfum náist ekki samkomulag. Innlent Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira
Tugir háskólamenntaðra starfsmanna á sambýlum fatlaðra munu afhenda forstöðumönnum Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi og í Reykjavík uppsagnarbréf sín í dag. Í flestum tilfellum er um stjórnendur að ræða og rennur uppsagnarfrestur þeirra út eftir mánuð eða þrjá mánuði. "Dóttir okkar er tvær vikur í mánuði í skammtímavistun svo ef það fellur niður höfum við enga möguleika á að lifa eins og eðlileg fjölskylda," segir Guðrún Sóley Guðnadóttir, móðir Aniku Helgadóttur, 11 ára fjölfatlaðrar stúlku. Hún þarf hjálp við allar athafnir daglegs lífs. "Meðan hún er heima erum við alveg bundin yfir henni og önnur börn okkar fá nær enga athygli svo þessi hálfi mánuður sem hún er í skammtímavistun er okkur afar nauðsynlegur; einnig bara til að hlaða batteríin. Og svo vill maður kannski fara eitthvað eða gera eitthvað," segir Guðrún Sóley. Hún segir að það óöryggi sem skapast sí og æ í þessum geira sé mjög þreytandi fyrir aðstandendur fatlaðra. Um 50 félagsmenn í BHM stóðu fyrir utan húsnæði BHM í Borgartúni í gær, klöppuðu saman höndum og hrópuðu "semja, semja" þegar samningamenn mættu til fundar. Eftir fundinn kom í ljós að ekkert hafði þokast og var þá ákveðið að fjölmenna á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi í morgun og á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík eftir hádegi og afhenda þar uppsagnarbréfin. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að væntingar hafi verið of miklar í gær. Ekki hafi verið við niðurstöðu að búast en hann vonast til að niðurstaða liggi fyrir um miðjan júlí. "Staðan er viðkvæm en það er allra hagur að málið leysist farsællega og sem fyrst," segir hann. Gunnlaugur Karlsson er forstöðuþroskaþjálfi á Svöluási í Hafnarfirði. Hann segir að viðræðurnar séu frystar, ráðuneytið vilji ekki veita fjármagni í stofnanasamninga við BHM. Fundur verði á miðvikudaginn og uppsagnir verði dregnar til baka ef samkomulag náist þá. Gunnlaugur hefur 220 þúsund króna heildargrunnlaun þó að hann sé með sex og hálfs árs háskólamenntun. Hann segir að aðeins hugsjónamenn fari til starfa á sambýlum. Ef félagsmenn BHM hætti störfum hverfi öll fagmenntun úr sambýlunum. "Það mun verða skelfilegt ástand vægast sagt," segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, en hún hefur fengið tilkynningar frá hátt í tuttugu BHM-félögum síðustu þrjár vikur um að þeir muni segja upp störfum náist ekki samkomulag.
Innlent Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira