Innlent

Búist við fjölda uppsagna

Mynd/Gunnar V. Andrésson
Búist er við að fjöldi starfsmanna hjá Svæðisskrifstofum um málefna fatlaðra muni segja upp störfum í dag, vegna óánægju með hægagang í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Starfsmenn Svæðisskrifstofu Reykjaness ætla að skila inn uppsagnabréfum kl 11:00 og starfsmenn í Reykjavík kl 14:00. Búist er við að fleiri munu gera slíkt hið sama í kjölfarið.

Haldinn var árangurslaus fundur í gær milli félagsmanna og ríkisins og var fundi frestað til miðvikudags. Guðný Jónsdóttir sem er í aðgerðanefnd fyrir BHM félaga sagði eftir fundinn í gær að félagsmenn væru ósáttir við niðurstöðuna og myndu því fylgja eftir fyrri yfirlýsingum um að segja upp störfum héldist staðan óbreytt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×