Unnið er að gerð samnings við Kína 30. júní 2006 07:00 Fulltrúar EFTA-ríkjanna á Höfn Odd Eriksen, Valgerður Sverrisdóttir, Rita Kieber, Joseph Deiss og William Rossier. Fríverslunarsamningurinn sem var undirritaður við Tollabandalag Suður-Afríku á Höfn í Hornafirði síðastliðinn mánudag er sá sextándi í röðinni sem EFTA-samtökin, Fríverslunarsamtök Evrópu, gera. EFTA-samtökin samanstanda af Íslandi, Liechtenstein, Noregi og Sviss en öll standa þessi lönd fyrir utan Evrópusambandið. Fríverslunarsamningar fela það í sér að tollar á milli landa minnka verulega eða falla niður og greiða þannig fyrir viðskiptum á milli landa. EFTA-ríkin fyrir utan Sviss hafa einnig EES-samninginn sem veitir fullan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins en EES-samningurinn er mikilvægasti samningurinn sem Ísland á aðild að. Sérstæði EFTA-samninganna er að þeir ná til fisks og fiskafurða en það er Íslendingum mikilvægt. Meðal landa sem EFTA hefur gert samning við eru Búlgaría, Chile, Ísrael, Singapúr, Tyrkland, Marokkó og Mexíkó. Nýjustu samningarnir eru við Túnis, Líbanon og Suður-Kóreu en þeir tveir síðastnefndu hafa þó enn ekki tekið gildi. Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fríverslunarsamningarnir sem EFTA á aðild að jafni viðskiptakjör fyrirtækja hér á landi til samræmis við fyrirtæki innan Evrópusambandsins. Evrópusambandið fari yfirleitt á undan í fríverslunarsamningaviðræðum sínum og EFTA fylgi á eftir. EFTA hefur það að markmiði að gera jafngóða eða betri samninga en sambandið. Í sumum tilfellum hefur EFTA þó verið á undan eins og þegar samið var við Singapúr. Fyrir utan EFTA-samningana þá hefur Ísland gert tvíhliða samning við Færeyjar og vinnur nú að gerð slíks samnings við Kína. "Við mörg þeirra ríkja sem við erum að gera fríverslunarsamninga við eru sáralítil viðskipti en menn eru að horfa til þess að skapa strax aðstæður, greiða brautina, þannig að þegar viðskipti komast á þá eru öll skilyrði til staðar til þess að það geti gengið vel fyrir sig," segir Aðalsteinn. EFTA á nú í viðræðum við nokkur lönd um gerð fríverslunarsamninga, meðal annarra Egyptaland, Kanada og Tæland en það er mikilvægt fyrir EFTA að ná samningum við lönd í Asíu vegna þess hversu markaðir þar vaxa hratt. Það getur til að mynda reynst Íslendingum mjög mikilvægt að ná tvíhliða samning við Kína en vöxturinn þar er meiri en fordæmi eru fyrir. Innlent Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira
Fríverslunarsamningurinn sem var undirritaður við Tollabandalag Suður-Afríku á Höfn í Hornafirði síðastliðinn mánudag er sá sextándi í röðinni sem EFTA-samtökin, Fríverslunarsamtök Evrópu, gera. EFTA-samtökin samanstanda af Íslandi, Liechtenstein, Noregi og Sviss en öll standa þessi lönd fyrir utan Evrópusambandið. Fríverslunarsamningar fela það í sér að tollar á milli landa minnka verulega eða falla niður og greiða þannig fyrir viðskiptum á milli landa. EFTA-ríkin fyrir utan Sviss hafa einnig EES-samninginn sem veitir fullan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins en EES-samningurinn er mikilvægasti samningurinn sem Ísland á aðild að. Sérstæði EFTA-samninganna er að þeir ná til fisks og fiskafurða en það er Íslendingum mikilvægt. Meðal landa sem EFTA hefur gert samning við eru Búlgaría, Chile, Ísrael, Singapúr, Tyrkland, Marokkó og Mexíkó. Nýjustu samningarnir eru við Túnis, Líbanon og Suður-Kóreu en þeir tveir síðastnefndu hafa þó enn ekki tekið gildi. Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fríverslunarsamningarnir sem EFTA á aðild að jafni viðskiptakjör fyrirtækja hér á landi til samræmis við fyrirtæki innan Evrópusambandsins. Evrópusambandið fari yfirleitt á undan í fríverslunarsamningaviðræðum sínum og EFTA fylgi á eftir. EFTA hefur það að markmiði að gera jafngóða eða betri samninga en sambandið. Í sumum tilfellum hefur EFTA þó verið á undan eins og þegar samið var við Singapúr. Fyrir utan EFTA-samningana þá hefur Ísland gert tvíhliða samning við Færeyjar og vinnur nú að gerð slíks samnings við Kína. "Við mörg þeirra ríkja sem við erum að gera fríverslunarsamninga við eru sáralítil viðskipti en menn eru að horfa til þess að skapa strax aðstæður, greiða brautina, þannig að þegar viðskipti komast á þá eru öll skilyrði til staðar til þess að það geti gengið vel fyrir sig," segir Aðalsteinn. EFTA á nú í viðræðum við nokkur lönd um gerð fríverslunarsamninga, meðal annarra Egyptaland, Kanada og Tæland en það er mikilvægt fyrir EFTA að ná samningum við lönd í Asíu vegna þess hversu markaðir þar vaxa hratt. Það getur til að mynda reynst Íslendingum mjög mikilvægt að ná tvíhliða samning við Kína en vöxturinn þar er meiri en fordæmi eru fyrir.
Innlent Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira