Innlent

Ingimundur nýr bankastjóri

Ingimundur 
Friðriksson
Ingimundur Friðriksson

Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur skipað Ingimund Friðriksson í stöðu seðlabankastjóra til næstu sjö ára.

Hann hefur gegnt stöðu aðstoðarbankastjóra Seðlabankans frá árinu 1994. Ingimundur er fæddur 17. febrúar 1950 og hefur lokið MA-prófi í þjóðhagfræði.

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur óskað eftir lausn úr embætti seðlabankastjóra og tekur Ingimundur við starfinu 1. september næstkomandi. Ingimundur mun þó gegna starfinu sem settur bankastjóri í fjarveru Jóns þangað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×