Innlent

Allt að 356 prósenta munur á grænmetisverði

MYND/Sigurður Jökull

Allt að 356 prósenta verðmunur reyndist á hæsta og lægsta verði á grænmeti og ávöxtum samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ. Alls voru 40 tegundir af grænmeti og ávöxtum kannaðar og var yfir 100 prósenta munur í 27 tilvikum.

Fram kemur á heimasíðu ASÍ að mestur verðmunur hafi verið á kílói af erlendum gulrótum, en það kostaði 269 krónur í Fjarðarkaupum en 59 krónur í Bónus. Þá var yfir 300 prósenta verðmunur á hæsta og lægsta kílóverði af kartöflum í lausu og á kílóverði af blaðlauk. Þá vakti það athygli ASÍ að kílóverð á íslenskum tómötum var víðast hvar talsvert hærra í pakkningu en í lausu. Segir ASÍ því fulla ástæðu fyrir neytendur að bera saman verð og gæði á pökkuðu grænmeti og ávöxtum og grænmeti sem selt er í lausu, áður en vara er keypt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×