Fleiri fréttir

Nýtt lággjalda símafyrirtæki

Fyrsta lággjalda símafyrirtækið á Íslandi hefur tekið til starfa. Símafyrirtækið Sko ætlar sér að bjóða einfaldari verðskrá og lægra verð í farsímaþjónustu.

Slökkvistarfi næstum lokið

Tekist hefur að hemja eldhafið sem breiddist yfir hátt í hundrað ferkílómetra svæði á Mýrunum í fyrradag. Slökkvistarfi á Mýrum er nú að mestu lokið og fóru síðustu slökkviliðsmennirnir af svæðinu klukkan átta í morgun. Þó logar enn við Stóra-Kálfafell en á mjög afmörkuðu svæði og er það vaktað af bóndanum þar. Að sögn slökkviliðsins í Borgarnesi gerðu haugsugur bænda útslagið í baráttunni ivð eldana en þeir stóðu íströngu í gær og nótt og dreifðu hlandfori og mykju á eldinn.

Sex teknir fyrir hraðakstur

Sex ökumenn voru teknir fyrir of hraðann akstur í Hafnarfirði í nótt og var sá sem greiðast ók á 140 kílómetra hraða á Hafnarfjarðarvegi en þar er hámarkshraðinn 80 kílómetrar á klukkustund.

Reyndi að stela byggingarefni

Lögreglan í Reykjavík hafði hendur í hári manns í nótt sem var að hlaða byggingarefnum í kerru sem hann hugðist hafa á brott með sér. Talið er að maðurinn hafi ætlað að reyna að koma efninu í verð enda ekki vitað til þess að hann standi í stórframkvæmdum á heimili sínu.

Eldar í rénun

Bálið á Mýrum er heldur í rénun að sögn Lögreglunnar í Borgarnesi. Þrátt fyrir að talsverður eldur logi en á svæðinu eru slökkviliðsmenn vongóðir um að það takist að halda eldi frá mannvirkjum og byggðum bólum.

MA borgar tæpar 2 milljónir

Lára Stefánsdóttir, varaþingmaður Samfylkingar­innar í Norðausturkjördæmi og fulltrúi flokksins í útvarpsráði, segir RÚV mismuna þátttakendum í Gettu betur eftir búsetu.

Einn fluttur á sjúkradeild

Einn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsbraut í Reykjavík um klukkan eitt í dag. Meiðsl viðkomandi voru þó talin minniháttar.

Innganga í ESB getur bætt stöðu íslenskra sauðfjárbænda

Framleiðslukostnaður lambakjöts er helmingi lægri hér á landi en í Noregi, að sögn sérfræðings Bændasamtakanna. Hann segir að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi hugsanlega bæta stöðu íslenskra sauðfjárbænda.

Meiddist lítillega í hörðum árekstri

Ökumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Akranesi síðdegis. Tveir bílar lentu saman á gatnamótum Vesturgötu og Akurgerðis og skall annar bíllinn á kyrrstæðum bíl.

Varp fugla getur verið í uppnámi vegna Mýrarelda

Varp fugla getur verið í uppnámi vegna sinueldanna á Mýrum og líklegt er að smárdýralíf skaðist vegna eldanna. Þetta er mat Náttúrufræðistofnunar Íslands en enn logar víða sina á Mýrum.

Aðstoðarmenn dómara fái aukin völd

Aðstoðarmenn dómara fá vald til að fara með hluta dómsstarfa verði frumvarp dómsmálaráðherra um dómstóla að lögum. Hert er á hæfnisskilyrðum aðstoðarmanna og verða þeir að vera lögfræðingar með reynslu af lögmanns- eða lögfræðistörfum eða þá hafa setið á Alþingi.

Staðfesti starfsleyfi Alcans

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra staðfesti í dag ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis vegna stækkunar Alcans í Straumsvík. Með nýja starfsleyfinu fær fyrirtækið heimild til að framleiða allt að 460 þúsund tonn af áli á ári.

Deildi hart á gagnrýnendur innan flokks

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, fór hörðum orðum um þá flokksmenn sem hafa gagnrýnt forystuna opinberlega, þegar hann ávarpaði vorfund miðstjórnarflokksins sem haldinn er í Reykjavík.

Kynningarátak til að efla trú á íslensku efnahagslífi

Forsætisráðuneytið og viðskiptabankarnir ætla í sameiginlegt kynningarátak til að efla trú útlendinga á íslensku efnahagslífi. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans í dag.

VG fær ekki leyfi fyrir kosningaskrifstofu

Bæjarráð Mosfellsbæjar synjaði í gær umsókn Vinstri grænna um staðsetningu fyrir kosningaskrifstofu þeirra í miðbæ Mosfellsbæjar. Fulltrúar minnihluta B-lista og G-lista lýstu undrun með þessa ákvörðun í bókun og að húsið skuli hafa verið flutt einmitt á þessum tímapunkti.

Ekkert erindi í ESB

Íslendingar hafa enga ástæðu til að ganga í Evrópusambandið meðan þeir hafa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra, á málþingi lagadeildar í dag.

Óljóst hvernig varnirnar verða

Fjölmenn bandarísk sendinefnd gat ekki útskýrt í dag hvernig vörnum Íslands verður háttað eftir að herinn fer héðan. Þó er fullyrt að staðið verði að fullu við varnarsamninginn frá árinu nítján hundruð fimmtíu og eitt. Utanríkisráðherra segir að samstarf vegna björgunarþyrlna hafi verið rætt á þessum fyrsta formlega samningafundi þjóðanna eftir að Bandaríkjamenn ákváðu að flytja herlið og búnað frá Keflavík.

Hjartans mál

Hjartalæknar ganga af samningi við Tryggingastofnun frá og með morgundeginum. Við tekur valfrjálst tilvísanakerfi þar sem sjúklingar þurfa beiðni frá heimilislækni til þess að fá hjartalæknisheimsókn endurgreidda frá Tryggingastofnun.

Íslenska ríkið sýknað af bótakröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af bótakröfu manns sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna gruns um að hann tengdist fíkniefnasmygli árið 2004. Við rannsókn kom ekkert fram sem benti til þess að maðurinn tengdist málinu og krafðist hann 11 milljóna króna í miskabætur en þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur.

Fyrirtæki þurfa skýra stefnu í eineltismálum

Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að hafa skýra stefnu í eineltismálum því þau geta orðið þeim kostnaðarsöm. Þetta segir skrifstofustjóri Vinnueftirlitsins sem nýlega rannskaði einelti á þremur opinberum stofnunum.

Járniðnaðarmenn og vélstjórar sameinast

Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands hafa samþykkt að sameina þessi tvö félög og verður gengið frá nýju nafni á félagið og kosið í stjórn stofnfundi nýja félagsins í maílok. Kosið var um sameininguna og voru 92,6 prósent félagsmanna hjá Félagi járniðnaðarmanna samþykk sameiningunig og 54 prósent félagsmanna hjá Vélstjórafélaginu.

Kynningarátak um íslenskt efnahagslíf

Kynningarátak um íslenskt efnahagslíf erlendis, breytingar á Íbúðalánasjóði og stóriðjuframkvæmdir voru meðal þess sem forsætisráðherra talaði um í ræðu sinni á ársþingi Seðlabanka Íslands sem hófst klukkan fjögur.

Gera kjarasamning við starfsmannaleigu

Verkalýðsfélag Húsavíkur gekk í dag frá kjarasamningi við starfmannaleiguna RIMEC sem er með höfuðstöðvar á Írlandi. Er þetta í fyrsta skipti sem verkalýðsfélag gengur frá samningi við erlenda starfsmannaleigu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu.

Vaskasti uppvaskarinn í Fífunni

Keppnisskapið var allsráðandi í Fífunni í Kópavogi í dag þar sem bestu uppvaskarar landsins börðust um titilinn vaskasti uppvaskarinn. Keppnin er liður í stórsýningunni Matur 2006, en þar leiða einnig fjölmargir innlendir og erlendir matreiðslumenn saman hesta sína í fjölbreyttri keppni.

Fasteignagjöld lægst í Reykjanesbæ

Fasteignagjöld á hvern og einn íbúa eru lægst í Reykjanesbæ af stærstu sveitarfélögum landsins þrátt fyrir að gjöldin hafi hækkað mest þar en síðustu ár.

Harmar ákvörðun síldarverksmiðjunnar á Raufarhöfn

Verkalýðsfélag Húsavíkur harmar ákvörðun Síldarvinnslunnar um að hætta starfsemi loðnuverksmiðju á Raufarhöfn en öllum starfsmönnum verksmiðjunnar hefur verið sagt upp frá og með næstu mánaðarmótum. Að því er fram kemur í yfirlýsingu frá verkalýðsfélaginu þá hefur loðnuverksmiðja gegnt mikilvægu hlutverki í atvinnuuppbyggingu Raufarhafnar og veitt fjölmörgum atvinnu.

Vímulaus æska fær styrk

Félagsmálaráðuneytið og Vímulaus æska hafa gert með sér styrktarsamning þar sem félagsmálaráðuneytið leggur starfsemi samtakanna lið með fjárstuðningi til næstu tveggja ára en samningur þess efnis var undirritaður í gær. Samningurinn gerir samtökunum kleift að vinna áfram fjölbreytt fornvarnarstarf meðal íslenskra fjölskyldna.

Forsætisráðherra skipar í nýtt vísindaráð

Forsætisráðherra hefur skipað nýtt Vísinda- og tækniráð sem er meðal annars ætlað að marka stefnu stjórnvalda á sviði vísinda og tæknimála. Ráðið er skipað til þriggja ára og í því eiga sæti Hrefna Kristmannsdóttir, Inga Þórsdóttir, Jón Torfi Jónasson og Þorlákur Karlsson, Rúnar Bachmann og Stefán Úlfarsson, Kristinn Andersen, Pétur Reimarsson, Guðrún Nordal sem tilnefnd er af menntamálaráðherra, Hallgrímur Jónasson, Sjöfn Sigurgísladóttir, Þorsteinn Tómasson, Ingileif Jónsdóttir og Magnús Jónsson.

Á annan tug sinuelda á höfuðborgarsvæðinu

Sinueldar loga víðar en í Borgarfirði í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur farið í á annan tug útkalla frá því klukkan eitt og hafa slökkviliðsmenn meðal annars fengið aðstoð frá starfsmönnum borgarinnar við að ráða niðurlögum eldanna.

Vilja sérstakt stéttarfélag innan KÍ

Leikskólakennarar vilja stofna sérstakt stéttarfélag innan Kennarasambands Íslands. Þetta eru niðurstöður konnunar meðal leikskólakennara, leikskólastjóra og leikskólafulltrúa sem framkvæmd var af IMG og kynnt var á fundi faghóps leikskólastjóra sem haldinn var á Akureyri í dag. Rúmlega sjötíu og sex prósent þátttakenda í könnuninni vildu að stofnað yrði sérstakt stéttarfélag en ríflega 20 prósent þeirra voru því andvíg.

Dr. Hans Blix á leið til Íslands

Dr. Hans Blix verður á Íslandi 4.-8. apríl til að halda fyrirlestur um gereyðingavopn, Sameinuðu þjóðirnar og valdbeitingu í alþjóðasamfélaginu. Það er Háskóli Íslands í samvinnu við Sendiráð Svíþjóðar og félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi býður Hans Blix til Íslands. Hans Blix mun einnig opna sýningu í Norræna húsinu fimmtudaginn 6. apríl kl. 17.30 til minningar um hundrað ára afmæli Dag Hammarskjöld, sem var framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna árin 1953-1961.

Aðalstjórn KR biðst afsökunar á atburðinum

Aðalstjórn KR harmar að ekki hafi verið farið að gildum félagsins á herrakvöldi þess þann 17. mars. Aðalstjórn KR biðst afsökunar á því dómgreindarleysi sem hún telur umræddan atburð endurspegla og telur hann mjög óheppilegan fyrir það umfangsmikla og ábyrga uppeldisstarf sem fram fer hjá KR.

Fundurinn fyrsta skrefið

Fundi viðræðunefnda Bandaríkjamanna og Íslendinga um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna lauk í utanríkisráðuneytinu á þriðja tímanum í dag. Fulltrúi Bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði eftir fundinn að hann hefði aðeins verið fyrsta skrefið í löngu ferli. Frekari viðræður væru fyrirhugaðar í Bandaríkjunum og á Íslandi næstu vikur og mánuði.

Jóhannes Viðar Ferðafrömuður ársins

Útgáfufélagið Heimir hefur valið Jóhannes Viðar Bjarnason, eiganda Fjörukráarinnar, Ferðafrömuð ársins. Þetta er í þriðja sinn sem Heimur stendur fyrir útnefningunni og var það Samgönguráðherra sem afhenti Jóhannesi viðurkenningarskjal að lokinni steningarathöfn Ferðatorgsins. Í mati sínu lagði dómnefnd til grundvallar einstaka athafnasemi, frumkvæði, metnað og framúrskarandi árangur sem og að hann Jóhannes hefur með hugmyndaauðgi nýtt sögu og menningararfleifð Íslendinga til að skapa einstakt fyrirtæki í ferðaþjónustu.

ÁTVR breytt í hlutafélag

Frumvarp um að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins verði breytt í hlutafélag verður kynnt í ríkisstjórn eftir helgi. Samkvæmt heimildum NFS er frumvarp fjármálaráðherra um málið tilbúið og stefnt er að því að dreifa frumvarpinu til þingmanna eftir helgi.

Fólksbifreið lenti á brúarstólpa á Kringlumýrarbraut

Fólksbíll og jeppabifreið lentu í árekstri á Kringlumýrarbrautinni á þriðja tímanum í dag með þeim afleiðingum að fólksbíllinn hafnaði á einum stólpa göngubrúarinnar sem liggur yfir Kringlumýrarbraut.

Varnarliðið segir upp orku- og vatnskaupa samningi

Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp orku- og vatnskaupasamningi við Hitaveitu Suðurnesja. Þetta kom fram á aðalfundi Hitaveitunnar sem nú stendur yfir í Svartsengi, að sögn Víkurfrétta. Samningnum var sagt upp með 180 daga fyrirvara. Í dag eru þessi viðskipti upp á 570 milljónir króna á ári.. Haft er eftir Júlíusi Jónssyni, forstjóra Hitaveitunnar, að þetta sé ekki í neinu samræmi við ákvæði gildandi samnings.

Slökkvistarf gengur erfiðlega í Borgarfirði

Slökkviliðsstjórinn í Borgarnesi býst við að slökkvistarf vegna sinueldanna á Mýrum í Borgarfilrði muni standa alla helgina en bætt hefur í eldinn í morgun, eftir að hann virtist vera í rénun í nótt. Að sögn Bjarna Þorsteinssonar, slökkviliðsstjóra snýst baráttan við sinueldanna upp á líf og dauða. Hann segir slökkvistarf aðallega beinast að því að bleyta í kringum nærliggjandi bæi til að reyna að bjarga þeim og búfénaði.

Avion kaupir sjö Boeing 747-400 vélar

Avion Aircraft Trading, dótturfélag Avion Group, hefur gengið frá kaupum á sjö Boeing 747-400 vélum. Um er að ræða eina fraktvél og sex farþegavélar. Einnig hefur verið samið um að fjórum vélanna verði breytt í fraktvélar. Heildarverðmæti viðskiptanna eru 28 milljarðar íslenskra króna.

Bandaríkjamenn hyggjast standa við varnarsamninginn

Viðræðum Bandaríkjamanna og Íslendinga um framtíð varnarsamstarfs þjóðanna lauk í utanríkisráðuneytinu um klukkan hálf þrjú. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar sögðu við fréttamenn að fundinum loknum að Bandaríkin hyggðust standa við skuldbindingar varnarsamningsins um varnir Íslands, en skýrðu ekki frá því með hvaða hætti það yrði gert. Þá kom ekki fram hvort Bandaríkjamenn hefðu lagt fram áætlun um hvern ing að vörnunum verði staðið, en fullyrt var að slík áætlun væri til. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, mun ræða við fréttamenn um klukkan fjögur í dag, þar sem viðbrögð íslenskra stjórnvalda munu væntanlega koma fram.

Varnarliðið segir upp orku- og vatnskaupasamningi

Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur sagt upp orku- og vatnskaupasamningi við Hitaveitu Suðurnesja. Þetta kom fram á aðalfundi Hitaveitunnar sem nú stendur yfir í Svartsengi, að sögn Víkurfrétta. Samningnum var sagt upp með 180 daga fyrirvara.

Flugmálastjórn má láta rífa hús

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Flugmálastjórn Íslands megi rífa niður og fjarlægja kennsluhúsnæði á Reykjavíkurflugvelli sem hýst hefur Flugskóla Helga Jónssonar. Helgi Jónsson krafðist þess að lögbann yrði sett á niðurrifi hússins en hann hélt því fram að hluti hússins væri í hans eigu. Dómurinn kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að húsið sé í eigu íslenska ríkisins og hafnar því kröfu Helga og skal hann greiða málskostnað Flugmálarstjórnar að upphæð 150.000 krónur

Sinueldur við Höfn

Þó nokkur eldur logaði í sinu í Óslandi nærri Höfn í Hornafirði í morgun. Allt tiltækt slökkvilið Hornafjarðar og var sent á svæðið en mikill eldur logaði beggja vegna við svo kallaðan Gónhól. Vegna vindáttar tókst vel að hefta útbreiðslu eldsins en hann teygði sig eftir þurri sinunni allt niður í fjöru.

Sjá næstu 50 fréttir