Innlent

Auglýsingaskilti með forsíðu DV tekin niður

MYND/E.Ól.

Auglýsingaskilti sem hingað til hafa borið forsíðu DV hafa verið tekin niður í verslunum Bónus. Að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónus, verður forsíðan ekki sett upp aftur. Guðmundur segir að myndbirting meints kynferðisbrotamanns og umræður sem skapast hafi um málið hafi orðið til þess að ákvörðunin var tekin. Bónus mun þó áfram selja DV í stöndum fyrir framan búðarkassa.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×