Innlent

Búist við átökum hjá ÖBÍ

Arnþóri Helgasyni var sagt upp störfum í gær en gengið frá ráðningu arftaka hans í síðustu viku
Arnþóri Helgasyni var sagt upp störfum í gær en gengið frá ráðningu arftaka hans í síðustu viku MYND/Hari

Búist er við átökum á fundi aðalstjórnar Öryrkjabandalagsins nú síðdegis vegna starfsloka framkvæmdastjórans. Arnþór Helgason hefur ráðið sér lögfræðinginn Gunnar Guðmundsson til að aðstoða sig við eftirmál vegna starfsloka sinna hjá Öryrkjabandalaginu.

Arnþór Helgason hefur ráðið sér lögfræðinginn Gunnar Guðmundsson til að aðstoða sig við eftirmál vegna starfsloka sinna hjá Öryrkjabandalaginu.

Það er framkvæmdastjórnin sem fimm manns eiga aðild að sem ræður og rekur samkvæmt lögum Örykjabandalagsins en hún á jafnframt að leggja starfsamning nýs framkvæmdastjóra fyrir aðalstjórnina en það verður gert á morgun. Rúmlega þrjátíu manns sitja í aðalstjórn. Guðmundur Magnússon fulltrúi SEM samtakanna segist telja sig hafa góða vissu fyrir því að ákvörðun um að segja Arnþóri upp hafi verið tekin fyrir jól og ákveðið hafi verið þá þegar að ráða Hafdísi Gísladóttur til starfa. Hann segist afar ósáttur við hvernig staðið hafi verið að málum og hann muni krefjast skýringa á fundinum á morgun. Þótt ekki verði snúið til baka, verði leysa þetta mál eins farsællega og unnt sé.

Halldór Sævar Guðbergsson formaður Blindrafélagsins segir að málið hafi komið flatt upp á sig og það vanti frekari skýringar. Ekki liggi fyrir hverjar þessar skipulagsbreytingar séu sem vitnað sé í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×