Innlent

Keyrt á mann

Maður slasaðist á höfði og fótbrotnaði þegar ekið var á hann á Rauðarárstíg laust fyrir hádegi. Maðurinn, starfsmaður Orkuveitunnar, var að loka götunni vegna framkvæmda þegar keyrt var á hann. Hann var fluttur á sjúkrahús. Þá hafa sautján árekstrar verið tilkynntir til lögreglu í dag.

Hálka hefur gert ökumönnum lífið leitt og hafa sautján árekstrar verið tilkynntir til lögreglu í dag, án þess þó að um meiðsl hafi verið að ræða að ráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×