Innlent

Tveir meintir fíkniefnasalar handteknir

Séð yfir Þorlákshöfn.
Séð yfir Þorlákshöfn. Mynd/GVA

Tveir meintir fíkniefnasalar voru handteknir í gær og í nótt. Fyrst handtók Selfosslögreglan karl og konu í bíl á Eyrarbakkavegi eftir að fíkniefni fundust í fórum þeirra sem leiddi til handtöku sölumanna í Þorlákshöfn. Fólkinu var sleppt upp úr miðnætti, en þá réðst lögreglan í Keflavík til inngöngu í hús í Sandgerði vegna gruns um fíkniefnaviðskipti þar og fundust 800 grömm af hassi, sem er með því mesta sem fundist hefur í einu um nokkurt skeið. Húsráðandi var handtekinn og sleppt að yfirheryslum loknum, undir morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×