Innlent

Loðnan komin í leitirnar?

Svanur RE-45 kom til hafnar í Vopnafirði í morgun með 250 tonn af loðnu til frystingar. Þetta er fyrsta loðnan sem berst á land í þessari vertíð og var hún átulaus og sæmilega stór.

Frá þessu segir á vopnafjordur.is en fréttin þar er svo hljóðandi:

"Svanur RE 45 kom til Vopnafjarðar í morgun með um 250 tonn af loðnu sem fer til frystingar hjá HB Granda. Loðnan er átulaus og sæmilega stór en um 55 stk. þarf í kílóið. Megnið af loðnunni fannst um 65 sjómílur norðaustur af Langanesi.

Þetta er fyrsta loðnan sem berst í land á þessari vertíð en  útlið er miklu betra á miðunum en hefur verið undanfarna daga að sögn Einars Víglundssonar vinnslustjóra hjá HB Granda á Vopnafirði."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×