Innlent

"Við viljum göng!"

Baráttufundur um bættar samgöngur á norðanverðum Vestfjörðum verður haldinn í Víkurbæ, Bolungarvík á laugardaginn næstkomandi klukkan tvö. Undirskriftarlistar verða látnir ganga manna á milli og er yfirskrift þeirra "Við viljum göng!"

Dagsskrá fundarins:

1. Pálína Vagnsdóttir býður gesti velkomna og afhendir undirskriftalistann

“Við viljum göng“ f.h. áhugahóps um bættar samgöngur á milli þéttbýlisstaða á   norðanverðum Vestfjörðum.

2. Einar Pétursson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar,

Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og

Ómar Jónsson sveitarstjóri Súðavíkurhrepps flytja sameiginlegt erindi.

3. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flytur erindi.

4. Gísli Eiríksson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Vestfj  flytur erindi.

5. Harpa Grímsdóttir  Snjóflóðasetri flytur erindi.

6. Steinþór Bragason verkfræðingur og áhugamaður um bættar

    samgöngur flytur erindi.

- stutt kaffihlé -

7. Eftir kaffihlé munu aðilarnir sem fluttu erindi svara fyrirspurnum.

Áætluð fundarlok kl. 16:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×