Innlent

Enginn fíkniefnaneytandi greindist með HIV-smit

Enginn fíkniefnaneytandi var í hópi þeirra átta sem greindust með HIV-smit á Íslandi á síðasta ári. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sóttvarnalæknis. 184 Íslendingar hafa nú greinst með HIV-smit frá upphafi og er það í samræmi við þróun undanfarinna ára sem þykir benda til takmarkaðrar útbreiðslu veirunnar hér á landi. Ekki varð nein breyting á áhættuþáttum fyrir smiti, en talið er að fimm hinna smituðu hafi verið gagnkynhneigðir en þrír samkynhneigðir karlmenn. Þá kemur einnig fram í Farsóttafréttum að hettusóttarfaraldurinn sem geisaði á landinu í lok síðasta árs sé í rénun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×