Páll Baldvin og Björgvin ráðnir ritstjórar DV 13. janúar 2006 09:51 Páll Baldvin Baldvinsson MYND/Vilhelm Páll Baldvin Baldvinsson, menningarritstjóri DV, og Björgvin Guðmundsson, blaðamaður á Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hafa verið ráðnir ritstjórar DV í stað Jónasar Kristjánssonar og Mikaels Torfasonar sem sögðu upp í morgun. Eins og kunnugt er hefur blaðið og ritstjórn þess legið undir mikilli gagnrýni undanfarna daga eftir að maður á sextugsaldri svipti sig lífi eftir að DV birti frétt um að hann væri sakaður um kynferðislegt ofbeldi. Páll Baldvin hóf störf á DV í ágúst 2004 og hefur gegnt starfi menningarritstjóra blaðsins. Hann var innkaupastjóri Stöðvar 2 frá 1987 og dagskrárstjóri 1995-2001 og listrænn ráðunautur Leikfélags Reykjavíkur 1991-1995. Páll Baldvin var ritstjóri Stúdentablaðsins 1975-1977 og hefur fjallað um menningarmál í fjölmiðlum frá 1970 á Tímanum, Þjóðviljanum og DV, RÚV, Stöð 2 og NFS. Páll Baldvin er menntaður í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og leikhúsfræði frá Goldsmith College í London. Björgvin hóf störf á Fréttablaðinu þegar það var stofnað vorið 2001. Í upphafi árs 2003 réði hann sig á ritstjórn Morgunblaðsins þar til hann snéri aftur og tók þátt í stofnun Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, í apríl 2005. Björgvin var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í tvö ár og sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hann hefur stundað nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Jónas Kristjánsson og Mikel Torfason sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem þeir tilkynntu um uppsögn sína. Þar segir orðrétt: „DV hefur lent í ófriði í umræðum í þjóðfélaginu undanfarna daga. Nauðsynlegt er að skapa að nýju ró um blaðið og koma á vinnufriði hjá öllu því dugandi starfsfólki, sem unnið hefur á ýmsum sviðum þess. Til þess að svo megi verða höfum við sagt af okkur sem ritstjórar blaðsins frá og með deginum í dag." Skömmu seinna var tilkynnt að Páll Baldvin og Björgvin hefðu verið ráðnir ritstjórar DV í stað Jónasar og Mikaels. Stjórn Dagsbrúnar fundaði í morgun og sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem segir að stjórnin virði þá ákvörðun ritstjóra DV að láta af störfum. Vegna umræðu undanfarinna daga um ábyrgð eigenda og stjórnar á efni fjölmiðla á vegum dótturfélagsins 365 taki stjórnin fram að hún starfi eftir starfsreglum þar sem m.a. sé kveðið á um að stjórnarmönnum sé óheimilt að hlutast til um einstök umfjöllunarefni fjölmiðla í eigu félagsins. Aðkoma stjórnarinnar að fjölmiðlunum felist í almennri stefnumótun. Þá ítrekar stjórn Dagsbrúnar að hún standi vörð um tjáningarfrelsi, prentfrelsi, upplýsingafrelsi og gildi lýðræðis og mannréttinda. Félagið virði grundvallarreglur frjálsrar blaðamennsku og leggi áherslu á sjálfstæði ritstjórna, m.a. gagnvart eigendum, auglýsendum, hagsmunahópum og opinberum aðilum. Fréttastofa NFS hefur ekki náð tali af hinum nýráðnu ritstjórum DV í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og var fréttamanni vísað út af skrifstofu blaðsins. Þau svör voru gefin að ritstjórarnir væru á fundi. Fréttir Innlent Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Páll Baldvin Baldvinsson, menningarritstjóri DV, og Björgvin Guðmundsson, blaðamaður á Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hafa verið ráðnir ritstjórar DV í stað Jónasar Kristjánssonar og Mikaels Torfasonar sem sögðu upp í morgun. Eins og kunnugt er hefur blaðið og ritstjórn þess legið undir mikilli gagnrýni undanfarna daga eftir að maður á sextugsaldri svipti sig lífi eftir að DV birti frétt um að hann væri sakaður um kynferðislegt ofbeldi. Páll Baldvin hóf störf á DV í ágúst 2004 og hefur gegnt starfi menningarritstjóra blaðsins. Hann var innkaupastjóri Stöðvar 2 frá 1987 og dagskrárstjóri 1995-2001 og listrænn ráðunautur Leikfélags Reykjavíkur 1991-1995. Páll Baldvin var ritstjóri Stúdentablaðsins 1975-1977 og hefur fjallað um menningarmál í fjölmiðlum frá 1970 á Tímanum, Þjóðviljanum og DV, RÚV, Stöð 2 og NFS. Páll Baldvin er menntaður í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og leikhúsfræði frá Goldsmith College í London. Björgvin hóf störf á Fréttablaðinu þegar það var stofnað vorið 2001. Í upphafi árs 2003 réði hann sig á ritstjórn Morgunblaðsins þar til hann snéri aftur og tók þátt í stofnun Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, í apríl 2005. Björgvin var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í tvö ár og sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hann hefur stundað nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Jónas Kristjánsson og Mikel Torfason sendu frá sér tilkynningu í morgun þar sem þeir tilkynntu um uppsögn sína. Þar segir orðrétt: „DV hefur lent í ófriði í umræðum í þjóðfélaginu undanfarna daga. Nauðsynlegt er að skapa að nýju ró um blaðið og koma á vinnufriði hjá öllu því dugandi starfsfólki, sem unnið hefur á ýmsum sviðum þess. Til þess að svo megi verða höfum við sagt af okkur sem ritstjórar blaðsins frá og með deginum í dag." Skömmu seinna var tilkynnt að Páll Baldvin og Björgvin hefðu verið ráðnir ritstjórar DV í stað Jónasar og Mikaels. Stjórn Dagsbrúnar fundaði í morgun og sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem segir að stjórnin virði þá ákvörðun ritstjóra DV að láta af störfum. Vegna umræðu undanfarinna daga um ábyrgð eigenda og stjórnar á efni fjölmiðla á vegum dótturfélagsins 365 taki stjórnin fram að hún starfi eftir starfsreglum þar sem m.a. sé kveðið á um að stjórnarmönnum sé óheimilt að hlutast til um einstök umfjöllunarefni fjölmiðla í eigu félagsins. Aðkoma stjórnarinnar að fjölmiðlunum felist í almennri stefnumótun. Þá ítrekar stjórn Dagsbrúnar að hún standi vörð um tjáningarfrelsi, prentfrelsi, upplýsingafrelsi og gildi lýðræðis og mannréttinda. Félagið virði grundvallarreglur frjálsrar blaðamennsku og leggi áherslu á sjálfstæði ritstjórna, m.a. gagnvart eigendum, auglýsendum, hagsmunahópum og opinberum aðilum. Fréttastofa NFS hefur ekki náð tali af hinum nýráðnu ritstjórum DV í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og var fréttamanni vísað út af skrifstofu blaðsins. Þau svör voru gefin að ritstjórarnir væru á fundi.
Fréttir Innlent Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira