Fleiri fréttir

Steingrímur talar mest

Þrátt fyrir að þing sé nú einungis hálfnað hefur sá þingmanna sem lengst hefur staðið í ræðustól, talað í rúman hálfan sólarhring. Það kemur ef til vill fáum á óvart að formaður Vinstri Grænna, Steingrímur J Sigfússon, skuli fara þar fremstur í flokki. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði hins vegar minnst.

Opið í Hlíðarfjalli í dag

Hlíðarfjall er opið í dag og skíða- og brettafæri er mjög gott. Það voru margir sem mættu snemma til að nýta sér færið þrátt fyrir óspennandi veðurspá. Allar helstu lyftur eru í gangi og opið verður í Hlíðarfjalli til klukkan fimm í dag.

Róleg nótt hjá lögreglu víða um land

Nóttin var tíðindalítil hjá lögreglunni víða um land. Brotist var inn í bensínstöðina í Garðinum og nokkrum sígarettupökkum stolið. Lögreglan hafði afskipti af tveimur unglingspiltum síðar um nóttina sem viðurkenndu að hafa brotist inn ásamt þremur öðrum strákum.

Kemur af fjöllum

Oddur Friðriksson er yfirtrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna á Kárahnjúkum og ber þann stóra titil með sóma. Maðurinn ber það með sér að vera fastur fyrir og fylginn sér; þreklega vaxinn og snöfurmannlegur í framkomu. Hann er ljós yfirlitum og útitekinn, enda kemur maðurinn af fjöllum.

Munar allt að 400 þúsundum á ári

"Það eru ansi margir í mínu félagi sem hrista hausinn yfir þessu og skilja hvorki upp né niður," segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskóla­kennara. Nýafstaðnir samningar Reykja­­víkurborgar við Eflingu og Starfs­mannafélag borgarinnar þýða að ófaglærðir deildarstjórar á leikskólum hafa mun hærri mánaðarlaun en faglært fólk innan Félags leikskólakennara.

Kemur heim með kórónu í farteskinu

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er ungfrú heimur. Hún átti alls ekki von á að ná svo langt í keppninni. Hún hafði skrifað á netið að hún kæmi ekki með kórónuna heim. Heiðar Jónsson snyrtir segist hafa verið viss um að hún ynni.

Klippa þurfti farþega út úr bíl

Alvarlegur árekstur varð á Suðurlandsvegi í gær þegar þrír jeppar lentu saman og þurfti að loka veginum í hátt á þriðja tíma. Áreksturinn varð klukkan 15.30 til móts við Þórustaði í Ölfusi. Klippa þurfti ökumann einnar bifreiðarinnar út úr bílnum. Fimm manns þurfti að flytja á sjúkrahús, þar af tvo alvarlega slasaða.

Eins og að fylgjast með bikarleik

"Ég er bara ekki alveg búinn að átta mig á þessu," sagði Vilhjálmur Skúlason, faðir Unnar Birnu, eftir að hún hafði verið krýnd Ungfrú heimur. "Ég fylltist auðvitað gríðarlegu stolti yfir þessu öllu saman en þó eru tilfinningarnar blendnar. Ég var búinn að hlakka til að fara út á flugvöll á mánudaginn og sækja hana en nú verður ekkert af því og allt er óvíst með heimkomuna," segir Vilhjámur sem fylgdist spenntur með keppninni ásamt syni sínum.

Fimmtíu ára Nóbelsafmæli

Þess var minnst í Þjóðmenningarhúsinu í gær að fimmtíu ár eru liðin frá því að Halldór Laxness fékk bókmenntaverðlaun Nóbels. Fjöldi fólks fylgdist með fjölskrúðugri hátíðardagskrá sem hófst klukkan ellefu og stóð fram á kvöld.

Félagsmálaráðherra braut alvarlega af sér

Dómur Hæstaréttar í máli Valgerðar H. Bjarnadóttur gegn íslenska ríkinu er dæmi um skýlaust brot Árna Magnússonar félagsmálaráðherra á stjórnsýslu­lögum. Þó er talið hæpið að Árni hafi einnig brotið jafnréttislög.

Kæra úthlutun á vefslóð

Fréttavefur Suðurlands, sud­ur­land.net, hefur kært til Sam­keppnis­eftir­lits­ins samn­ing Sam­bands sunn­lensk­ra sveitarfélaga (SASS) við Sunnlenska fréttablaðið og Eyjafréttir um að blöðunum verði eftirlátin slóðin sudurland.is. Slóðina hefur SASS notað og átt árum saman.

Með marjúana og amfetamín

Ökumaður um tvítugt var handtekinn í fyrrinótt í Hafnar­firði með sjö grömm af marjúana í fórum sínum. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan tók einnig undir morgun tvo menn um þrítugt með sex grömm af amfetamíni.

Ófaglærðir fá allt að 30 þúsundum meira

Nýir samningar tryggja ófaglærðum deildarstjórum á leikskólum allt að 30 þúsundum meira á mánuði en faglærðum leikskólakennurum. Kennararnir eru fjúkandi illir en sjá sóknarfæri til að bæta kjör sín fyrr en áætlað var.

Góð en hljóðlát þingmál

Alþingi lauk störfum síðastliðið föstudagskvöld eftir heldur stranga viku og langa þingfundi. Frumvarp þingmanna allra flokka um breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatt lætur lítið yfir sér en það var afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir helgi. Í huga margra þingmanna er þetta eitt mikilsverðasta afrek þingsins.

Skipan efstu sæta breytist

Þórarinn B. Jónsson, fyrrverandi útibússtjóri Sjóvár á Akureyri, hyggst bjóða sig fram í fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðismannna á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári. Þórarinn hefur skipað þriðja sæti listans í undangengnum þrennum kosningum en segist nú vilja rýma sætið fyrir öðrum frambjóðanda.

Héraðsskyldan var enn í gildi

Kári Stefánsson fékk sérfræðileyfi í taugalækningum 14. desember 1984, samkvæmt vitnisburði Sigurðar Guðmundssonar landlæknis í síðasta tölublaði Læknablaðsins. Héraðsskyldan var hinsvegar lögð niður árið 1985. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, segir í Fréttablaðinu á föstudag að hann líti svo á að Kári hafi ekki brotið samkomulag sem hann gerði við sig þegar Ólafur, ásamt ráðherra, veittu Kára lækningaleyfi með því skilyrði að hann sinnti héraðskyldu þegar hann kæmi til Íslands eftir dvölina í Bandaríkjunum.

Stefnir á fyrsta sætið

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ákveðið að bjóða sig fram í forystusæti hjá Samfylkingunni fyrir næstu borgarstjórnar­kosningar. Dagur vildi ekki staðfesta þetta en ítrekaði fyrri ummæli sín, að ákvörðunina muni hann tilkynna fyrir jól.

Árekstur á Suðurlandsvegi

Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahús eftir harðan fimm bíla árekstur á Suðurlandsveginum í dag.

Jólagleði Kramhússins í Borgarleikhúsinu í kvöld

Það verður sannkölluð fjömenningarveisla á Jólagleði Kramhússins sem haldin er í Borgarleikhúsinu í kvöld. Þar munu um 160 þátttakenur stíga á stokk og sýna listir sínar en óhætt er að segja að þar leynist margir snillingar.

Unnur Birna varla búin að átta sig á sigrinum

Unnur Birna, ný krýnd Ungfrú heimur, sagði í samtali við NFS fréttastofuna rétt í þessu, að hún sé varla enn búin að átta sig á sigrinum. Unnur sagðist hafa gapað þegar úrslitin voru tilkynnt

Hálka og hálkublettir víða um land

Vegagerðin varar við flughálku á Eyrarfjalli, á Ströndum úr Bjarnafirði og norður í Gjögur en hálka og hálkublettir eru víðar. Á Norðurlandi er flughált á nokkrum sveitavegum í Húnavatnssýslum og á Lágheiði en hálka og hálkublettir eru nokkuð víða á Norður og Austurlandi. Þá er einnig hálka og hálkublettir á fáeinum leiðum á Suður- og Vesturlandi en einkum í uppsveitum og á heiðum.

Unnur Birna í skýjunum yfir sigrinum

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir var valin Ungfrú heimur í Sanya í Kína í dag. Alls kepptu 102 stelpur frá jafnmörgum þjóðlöndum í keppninni en aðeins 15 þeirra komust í úrslit.

Hlíðarfjall opið í dag

Skíðafólk norðan heiða ættu að geta gert sér glaðan dag í Hlíðarfjalli í dag. Skíðafæri er ágætt, flestar lyftur verða í gangi og göngubrautin er troðin. Opið er í Hlíðarfjalli til kukkan fimm í dag en skíðadegi Skíðafélags Akureyrar og Útilífs er frestað um viku ásamt vígslu snjóframleiðslukerfis.

Til greina kemur að endurskoða þátttöku

Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri segir koma til greina að endurskoða þátttöku í launanefnd sveitarfélaga, í kjölfar samninga sem Reykjavíkurborg gerði við starfsmenn sína.

Sextán ára í tveggja ára fangelsi

Hérðasdómur Reykjavíkur dæmdi í gær pilt til að sæta fangelsi í tvö ár fyrir að ræna jafnaldra sínum og neyða hann til að taka peninga út úr hraðbanka. Félagi piltsins var jafnframt dæmdur í fimm mánaða fangelsi en tveir aðrir ungir menn sýknaðir af ákæru um hlutdeild í ráninu. Pilturinn er einungis sextán ára gamall og mun væntanlega sitja af sér árin tvö á Litla-Hrauni.

Sjö handteknir á Spáni

Spænska lögreglan handtók í gær sjö menn sem talið er að hafi fjármagnað aðgerðir hryðjuverkasamtaka sem tengjast al-Kæda. Málið teygir sig víðar og búist er við fleiri handtökum í Evrópu á næstunni.

Hálka víða um land

Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víða um land en á Suður- og Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á fáeinum leiðum, aðallega í uppsveitum og á heiðum. Á Vestfjörðum er flughált á Dynjandisheiði, á Eirarfjalli og á Ströndum úr Bjarnarfirði og norður í Gjögur en hálka og hálkublettir víðar. Á Norðurlandi er flughált á nokkrum sveitavegum í Húnavatnssýslum og eins á Lágheiði en hálka og hálkublettir eru nokkuð víða á Norður og Austurlandi.

Vilja bæta kjör fólks í Eystrasaltsríkjunum

Fyrirhugað er að hefja viðræður við atvinnurekendur eftir áramót. Þetta er liður í langtíma átaki verkalýðshreyfingarinnar á öllum Norðurlöndunum, og reyndar allri Evrópu. Markmiðið er að koma á kjarasamningum, bæta kjör íbúanna í þessum löndum þannig að þau verði á við það sem tíðkast á Norðurlöndum og efla verkalýðshreyfinguna þannig að íslenskir atvinnurekendur hafi viðsemjendur í Eystrasaltslöndunum.

Krefja stjórnvöld um bætt kjör

Um hundrað manns lögðu af stað frá Hallgrímskirkju klukkan hálf fimm í gær með kröfuspjöld á lofti og í takt við undirleik Skólahljómsveitar Kópavogs. Fljótlega flykktust mun fleiri í kröfugönguna, sem lauk á Austur­velli. Áætla má að rúmlega þúsund manns hafi verið þar um klukkan fimm.

Þingið í jólafrí

Þinghaldi á Alþingi var frestað á áttunda tímanum í gærkvöldi til 17. janúar. Sólveig Pétursdóttir, forseti þingsins, þakkaði samstarf og lipurt verklag við að ljúka þingstörfum á tilsettum tíma. Hún bað þingmenn að taka bruna í rafmagnstöflu þingsins í vikunni sem tákn um að þingmenn skyldu ekki vinna fram á nótt eins og gert hafði verið kvöldið áður en bilunin varð.

Stjórnendur sagðir leggja fólk í einelti

Hluti starfsmanna Landmælinga Íslands segist hafa orðið fyrir einelti af hendi stjórnenda stofnunarinnar. Svört skýrsla tveggja sálfræðinga á samskiptum yfirmanna og undirmanna er í höndum umhverfisráðherra.

Kallar eftir ávítum og sekt

Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar at­hafna­manns, fer fram á að héraðs­dómur ávíti Hannes Hólmstein Gissur­ar­son prófessor og Heimi Örn Herberts­son lög­mann hans og ákveði þeim réttar­fars­sekt. Þetta gerir hún í greinargerð sem hún lagði fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Hvatt til bólusetningar

Hettusóttartilfellum fjölgaði verulega í nóvember, samkvæmt Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Nítján greindust með hettusótt í mánuðinum. Í Farsóttafréttum fyrr á þessu ári var fjallað um hettusótt sem greinst hafði hér á landi á árinu 2005. Talið var að faraldurinn hefði náð hámarki í júlí og ágúst og myndi dvína seinni hluta ársins.

Krefjast niðurfellingar Baugsmálsins

Sigurður Tómas Magnússon hefur verið settur saksóknari í Baugsmálinu öðru sinni. Verjendur í málinu telja engu að síður að hann hafi ekki verið gildur saksóknari í málinu á fyrra stigi og krefjast niðurfellingar þess.

Vill óháða úttekt á öryrkjaskýrslunni

Forsætisráðherra vill ekki staglast á tölum og biður um óháða úttekt á öryrkjaskýrslunni. Stjórnarandstaðan segir að samfélagið þoli ekki að góðæri sigli framhjá öryrkjum. Málið var rætt utan dagskrár á lokadegi Alþingis fyrir jól.

Óskuðu eftir niðurfellingu málsins

Verjendur í Baugsmálinu svokallaða óskuðu eftir niðurfellingu málsins við þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Settur saksóknari vísaði þeim kröfum á bug og óskaði eftir efnislegri meðferð málsins og að menn hættu að karpa um formsatriði. Dómari kvað niðurstöðu um þessi atriði að vænta í næstu viku.

Tekjur af stimpilgjöldum fasteignaviðskipta rjúka upp

Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum vegna fasteignaviðskipta hafa rokið upp. Árið 2003 voru þær rúmir 3,7 milljarðar en í fyrra rúmir 6,4 milljarðar. Fyrstu tíu mánuði þessa árs námu þær 7,6 milljörðum króna.

Eldsupptök í tauklæddum stól í stofu

Rannsókn á eldsupptökum í eldsvoðanum á Ísafirði á mánudaginn var er nú lokið. Ljóst er að eldurinn kom upp í tauklæddum stól í stofu, út frá opnum eldi. Einn maður lést í eldsvoðanum en maðurinn fannst í stofunni skammt frá staðnum þar sem eldurinn kom upp. Réttarkrufning hefur farið fram og í ljóst kom að maðurinn lést af völdum reyks sem myndaðist í eldsvoðanum.

Sjá næstu 50 fréttir