Innlent

Eins og að fylgjast með bikarleik

Stoltir feðgar. Vilhjámur Skúlason, faðir Unnar Birnu, og Vilhjámur Vilhjámsson, bróðir fegurðardrottningarinnar, voru ánægðir með stelpuna sína.
Stoltir feðgar. Vilhjámur Skúlason, faðir Unnar Birnu, og Vilhjámur Vilhjámsson, bróðir fegurðardrottningarinnar, voru ánægðir með stelpuna sína.

"Ég er bara ekki alveg búinn að átta mig á þessu," sagði Vilhjálmur Skúlason, faðir Unnar Birnu, eftir að hún hafði verið krýnd Ungfrú heimur. "Ég fylltist auðvitað gríðarlegu stolti yfir þessu öllu saman en þó eru tilfinningarnar blendnar. Ég var búinn að hlakka til að fara út á flugvöll á mánudaginn og sækja hana en nú verður ekkert af því og allt er óvíst með heimkomuna," segir Vilhjámur sem fylgdist spenntur með keppninni ásamt syni sínum.

"Þetta var rosalega spennandi. Undir það seinasta var hjartslátturinn farinn upp úr öllu valdi og spennan var alveg eins og á alvöru bikarleik," segir Vilhjálmur og bætir því við að í rauninni hafi hann ekki átt von á þessu. "Unnur var búin að telja mér trú um að þetta gæti alls ekki gerst. Þess vegna kom þetta enn meira á óvart. Sjálfur vonaði ég auðvitað að þetta gæti farið svona og er ofboðslega stoltur núna."

Vilhjámur má búast við því að sjá dóttur sína lítið næsta árið enda verður Unnur Birna meira og minna erlendis. Verkefnin sem fylgja titlinum eru mörg og Vilhjámur hefur fulla trú á að dótturinni eigi eftir að vegna vel: "Henni gengur ævinlega vel í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×