Innlent

Hálka á Hellisheiði

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en hálkublettir eru víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi og Vestfjörðum eru víðast hvar ýmist hálka eða hálkublettir. Þæfingur er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði er þungfær. Á Vestfjörðum er víða skafrenningur eða él. Flughált er á stöku sveitavegum í Vestur-Húnavatnssýslu og hálka um Norður- og Austurland. Það er þæfingur á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og eins á Vopnafjarðarheiði en verið að hreinsa vegi. Öxi er þungfær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×