Innlent

Munar allt að 400 þúsundum á ári

Björg Bjarnadóttir formaður Félags leikskólakennara segir kröfur félagsmanna sinna skýrar. Hækka verði laun faglærðra til muna svo að þeir njóti ekki verri kjara en ófaglært fólk eins og staðan er nú.
Björg Bjarnadóttir formaður Félags leikskólakennara segir kröfur félagsmanna sinna skýrar. Hækka verði laun faglærðra til muna svo að þeir njóti ekki verri kjara en ófaglært fólk eins og staðan er nú.

"Það eru ansi margir í mínu félagi sem hrista hausinn yfir þessu og skilja hvorki upp né niður," segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskóla­kennara. Nýafstaðnir samningar Reykja­­víkurborgar við Eflingu og Starfs­mannafélag borgarinnar þýða að ófaglærðir deildarstjórar á leikskólum hafa mun hærri mánaðarlaun en faglært fólk innan Félags leikskólakennara.

Þannig er launamunur upp á tæpar fjögur hundruð þúsund krónur á ársgrundvelli milli þeirra sem eru í Starfsmannafélaginu annars vegar og í Félagi leikskólakennara hins vegar. Björg segir þennan mun ótrúlegan og hefur fyrir hönd félagsmanna sinna þegar óskað eftir fundi með launanefnd sveitarfélaganna þar sem krafa verður gerð um leiðréttingu á þessari stöðu mála.

"Það er ákveðin bjartsýni í okkur því þetta gefur okkur góð vopn upp í hendurnar. Launanefndin getur vart litið fram hjá þessum mikla mun sem nú er orðinn milli faglærðra og ófaglærðra því með því gera þeir lítið úr menntun fólks í Félagi leikskólakennara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×