Innlent

Árekstur á Suðurlandsvegi

Tvennt var flutt á slysadeild Landaspítala-Háskólasjúkrahús í Fossvoginum eftir harðan fimm bíla árekstur undir Ingólfsfjalli. Þrennt til viðbótar voru flutt til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Selfossi. Enginn er þó alvarlega slasaður. Áreksturinn varð á Suðurlandsvegi til móts við Þórustaði klukkan hálf fjögur í dag. En Suðurlandsvegur var lokaður um tíma í dag vegna slysins. Tildrög slysins eru óljós en unnið er að rannsókn slyssins.

Lögreglumenn frá Sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Hvolsvelli aðstoðuðu lögregluna á Selfossi við lokanir og vettvangsvinnu en auk þess komu læknar frá Selfossi og klippubíll frá slökkviliði í Hveragerði og klipptu þeir ökumann einnar bifreiðarinnar úr bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×