Innlent

Héraðsskyldan var enn í gildi

Gunnar Ingi Gunnarsson
Gunnar Ingi Gunnarsson

Kári Stefánsson fékk sérfræðileyfi í taugalækningum 14. desember 1984, samkvæmt vitnisburði Sigurðar Guðmundssonar landlæknis í síðasta tölublaði Læknablaðsins. Héraðsskyldan var hinsvegar lögð niður árið 1985. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, segir í Fréttablaðinu á föstudag að hann líti svo á að Kári hafi ekki brotið samkomulag sem hann gerði við sig þegar Ólafur, ásamt ráðherra, veittu Kára lækningaleyfi með því skilyrði að hann sinnti héraðskyldu þegar hann kæmi til Íslands eftir dvölina í Bandaríkjunum.

"Þarna er lögformlega spurningarmerkið sem Jóhann Tómasson setur við íslensku sérfræðiréttindi Kára Stefánssonar," segir Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Árbæ. "Mér finnst athugasemd Jóhanns alveg réttmæt og litlu skipta í málinu, að héraðsskyldan hafi verið lögð af ári seinna en Kára er veitt sérfræðiviðurkenning, án þess að hafa þurft að standa við undirritað og vottað samkomulag sem enn var í fullu gildi."

Ummæli Kára Stefánssonar um Jóhann Tómasson sem hann viðhafði í Kastljósþætti var vísað til siðanefndar í lok nóvember. Þar sagði hann að Jóhann hefði sig á heilanum og gæti ekki komið sér þaðan út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×