Innlent

Kæra úthlutun á vefslóð

Sunnlenskur fréttavefur. Sudurland.net er ósátt við að aðrir hafi fengið slóðina. sudurland.is hjá SASS.
Sunnlenskur fréttavefur. Sudurland.net er ósátt við að aðrir hafi fengið slóðina. sudurland.is hjá SASS.

Fréttavefur Suðurlands, sud­ur­land.net, hefur kært til Sam­keppnis­eftir­lits­ins samn­ing Sam­bands sunn­lensk­ra sveitarfélaga (SASS) við Sunnlenska fréttablaðið og Eyjafréttir um að blöðunum verði eftirlátin slóðin sudurland.is. Slóðina hefur SASS notað og átt árum saman.

Farið er fram á að Sam­­kepp­n­is­­­­­­­­eftir­lit­ið ógildi samn­­ing­inn og vís­að til þess að hlutverk eftirlitsins sé að sjá til þess að opinberir aðil­ar takmarki ekki samkeppni. Ólafur Þór Ólafsson framkvæm­da­stjóri og eigandi Fréttavefs Suð­ur­lands, sudur­land.net, segir vef­inn hafa sótt í sig veðr­ið frá því hann tók við rekstr­inum í vor. Sam­starf keppi­nauta hans við SASS um nýja fréttasíðu á slóðinni sudurland.is hófst hins vegar í lok október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×