Fleiri fréttir

Verðbólga lækkar í fyrsta sinn í fimm mánuði

Vísitala neysluverðs í nóvember 2005 lækkaði um 0,16 prósent frá fyrra mánuði og mælist nú 248 stig. Ef ekki er tekið tillit til húsnæðis er vísitalan 231,5 stig og lækkaði hún um 0,43 prósent milli mánaða. Verðbólga síðustu tólf mánaða mælist því nú 4,2 prósent og lækkaði um 0,4 prósentustig á milli mánaða, en fimm mánuðir eru síðan verðbólga hér á landi lækkaði síðast.

Icelandair Cargo fjölgar ferðum verulega

Icelandair Cargo fjölgar verulega ferðum með fraktflugvélum til og frá Íslandi í vetur. Alls fjölgar fraktflugi úr átta í ellefu til Liege í Belgíu en Liege er orðin helsti innflutningsflugvöllur fyrir Ísland í Evrópu.

Líklega prófkjör hjá VG á Akureyri

Akureyrarfélag Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs mun að öllum líkindum efna til prófkjörs til að raða í fjögur efstu sæti framboðslista flokksins fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Tillaga þess efnis verður rædd á fundi í félaginu næsta mánudag og er talið líklegt að hún verði samþykkt.

Lögbannskrafa Jónínu tekin fyrir í morgun

Lögbannskrafa Jónínu Benediktsdóttur á fréttaflutning Fréttablaðsins af tölvupóstsendingum tengdum Baugsmálinu var tekin fyrir í Héraðsdómi í morgun. Ákveðið var að aðalmeðferð í málinu verði 29. nóvember næstkomandi.

Sakar stjórnvöld um skilningsleysi

Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gagnrýnir stjórnvöld harkalega fyrir skilningsleysi á stöðu útflutningsgreina og segir hátt gengi íslensku krónunnar hafa smám saman verið að draga tennurnar úr útflutningsgreinunum og ferðaþjónustunni án þess að nokkuð sé gert. Þetta segir hann í Morgunblaðinu í dag.

Jóna Hrönn nýr prestur í Garðasókn

Séra Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur verður nýr prestur í Garðaprestakalli. Að þessu komst valnefnd í prestakallinu á fundi Í gærkvöld. Sjö umsækjendur voru um embættið, þar á meðal séra Hans Markús Hafsteinsson, fyrrverandi prestur í Garðasókn, sem færður var til í starfi eftir deilur innan safnaðarins.

Ráðherra taki þátt í málefnalegri umræðu um stúdentspróf

Ungliðar í Vinstri hreyfingunni - grænu framboði á Akureyri eru andvígir styttingu náms til stúdentsprófs og skora á menntamálaráðherra að taka þátt í málefnalegri og samfélagslegri umræðu um skerðingu náms til stúdentsprófs og samræmd stúdentspróf í stað þess að hunsa nemendur og koma sér undan umræðu líkt og gerst hafi í Menntaskólanum á Akureyri á þriðjudaginn.

Ekkert þokast í máli Arons Pálma

Ekkert hefur þokast í máli Arons Pálma Ágústssonar frá því náðunarbeiðni hans var hafnað í byrjun október. Utanríkisráðuneytið kveðst ekki sjá sér fært að aðhafast í málinu en það segja forsvarsmenn RJF-hópsins vonbrigði enda hefði fyrir löngu átt að vera búið að gera málið pólitískt. Aron gefst þó ekki upp.

Tvær rúður á bílaleigu sprengdar

Tvær rúður í afgreiðsluhúsi Bílaleigu Flugleiða við Akureyrarflugvöll voru sprengdar með heimatilbúnum sprengjum í nótt. Sprengjurnar virðast hafa verið límdar á rúðurnar og síðan sprengdar. Ekkert bendir til þess að sprengjuvargarnir hafi stolið neinu og eru þeir ófundnir.

17 aftökur í Texas

17 aftökur hafa farið fram í Texas-ríki það sem af er þessu ári. Texas er það ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku sem flestar aftökur dauðadæmdra fanga fara fram. 353 manneskjur hafa verið dæmdar til dauða í ríkinu frá því að aftökur voru leyfðar þar á nýjan leik árið 1982. 38 fylki í Bandaríkjunum heimila dauðarefsingu.

Ráðherra svaraði ekki kærunum

Íbúar í Grafarvogi eru afar ósáttir við úrskurð umhverfisráðherra varðandi mat á umhverfisáhrifum fyrsta áfanga Sundabrautar og landfyllingu við Gufunes. Fjórar kærur voru lagðar fram í málinu og segir fulltrúi íbúa að ráðherra hafi engan veginn svarað kærunum.

Stigagangur fylltist af reyk

Stigagangur í fjölbýlishúsi við Fannafell í Reykjavík fylltist af reyk í nótt og höfðu margir íbúar í húsinu samband við slökkivliðið, sem sendi allt tiltækt lið af stað. Þegar til kom voru upptök reyksins í potti, sem gleymst hafði á logandi eldavél, en húsráðandi var ekki heima. Engin eldur hafði kviknað og reykræsti slökkviliðið íbúðina og stigaganginn.

Sædýrasafn svæft í nefnd

Hvorki gengur né rekur að koma til framkvæmda þingsályktunartillögu um Sædýrasafn, sem samþykkt var á Alþingi í mars 2004. Magnús þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir ríkisstjórnina harklega fyrir að hunsa vilja Alþingis með því að sinna ekki málinu. Samkvæmt tillögunni átti nefnd að skila skýrslu í mars á þessu ári en hefur engu skilað enn. Hann segir einnig að nú sé búið að breyta vinnuframlagi nefndarinnar í álitsgerð í stað skýrsluskila og það stangist á frumvarpið.

Gengisvísitala veiktist um eitt prósent í gær

Gengisvísitala krónunnar veiktist um eitt prósent í gær og fór í 102,8 stig. Eiríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabanka Íslands, segir að lækkunin eigi ekki að koma neinum á óvart. Um litla breytingu sé að ræða en krónan hafi verið mjög sterk undanfarið.

Jarðvegur erfiður til gangagerðar

Jarðgöng til Vestmannaeyja verða æ fjarlægari eftir því sem berglagsrannsóknum vindur fram. Fram kemur á vef Eyjafrétta að forrannsóknir sýni að setlög við Heimaey séu laus í sér. Bergmyndun er einnig óregluleg og fjölbreytt sem þýðir að göngin þyrftu að liggja tvöhundruð metra undir hafsbotni á fimm kílómetra kafla. Jarðfræðilegar aðstæður eru mjög frábrugðnar og erfiðari en til dæmis í Hvalfirði, á Fljótsdalshéraði.

Slapp vel þegar sementsbíll valt

Ökumaður sementsflutningabíls slapp ótrúlega lítið meiddur þegar fjörutíu og fjögurra tonna bíllinn og tengivagn ultu langt út af þjóðveginum skammt frá Egilsstöðum í gær. Ökumannshúsið hafnaði ofan í skurði en ella hefði það kramist undan tengivagninum.

Kostar ekkert í lyftur og frí skíðakennsla

Skíðaáhugamenn á Norður­landi una hag sínum hið besta um þessar mundir. Þar er skíðafærið víða gott og á Siglufirði er frítt í lyftur meðan Skagfirðingar bjóða uppá fría skíðakennslu.

Of fáir læknanemar í geðlækningum barna

"Of lítil nýliðun hjá barna- og unglingageðlæknum er óheillavænleg þróun og getur ógnað starfsemi Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans til framtíðar ef ekkert verður að gert," segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar.

Barnabætur lækka um tvo milljarða

Fram kemur í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar, þingmanns vinstri grænna, að opinber útgjöld til barnabóta hafi lækkað frá árinu 1991. Ögmundur segir stjórnina ekki hafa staðið við gefin fyrirheit.

Staða rækju sem hamfarir

Sjávarútvegsráðherra lætur starfshóp athuga stöðu rækjuiðnaðarins. Þingmaður segir stöðu rækju­iðnaðar sem náttúruhamfarir.

Skrifað verður undir í dag

Skrifað verður undir samninga um rekstur pappabrettaverksmiðju í Mývatnssveit í dag samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ríkisstjórnin hafði heimilað Nýsköpunarsjóði að kaupa hlutafé í félaginu Grænar lausnir sem reka mun verksmiðjuna.

119 nemendum var vísað frá

Alls var 119 einstaklingum vísað frá framhaldsskólum í haust, en 306 voru á biðlistum. Eftir leiðréttingar, meðal annars á tvíbókunum, reyndust 115 nemendur hafa fengið skólavist en 119 nemendum var vísað frá. Þetta kom fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Reyndi að ræna leigubílstjóra með loftbyssu

Leigubílstjóri er ómeiddur eftir að gerð var tilraun til þess að ræna hann um klukkan hálf átta í kvöld. Árásarmaðurinn, ung kona sem bar á sér loftbyssu, var handsömuð af lögreglu á staðnum.

Íbúar íhuga skaðabótamál gegn borginni

Íbúar að Skúlagötu 32-34 hafa ákveðið að kæra byggingu stúdentagarða á svokölluðum Barónsreit og byggingu þriggja 15 hæða turna við Skúlagötu. Formaður húsfélags útilokar ekki að íbúar muni fara í skaðabótamál ef grundvöllur reynist fyrir skaðabótamáli.

Steingrímur gagnrýndi fyrirhuguð álver

Áform um þrjú ný álver á Íslandi urðu tilefni snarpra umræðna á Alþingi í dag. Þingmenn Vinstri - grænna gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega en forsætisráðherra sakaði Vinstri - græna um að vilja banna fólki að hugsa um framtíðina.

Skammarlega vægir dómar

Lögreglumenn eru afar ósáttir við átján mánaða dóm í máli manns sem lagði til lögreglumanns með hnífi. Þeir segja dóminn vægan, en löggjöfinni sé ekki um að kenna heldur nýti dómstólar ekki þær heimildir sem þeir hafi.

Seldi ættingja eign

Fasteignasali sem seldi syni sínum íbúð braut gegn lögum um sölu fasteigna samkvæmt áliti eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Nefndin skorar á fasteignasalann að bæta þegar ráð sitt. Er sú áskorun nokkurs konar gult spjald og undanfari áminningar, en hún breytir hins vegar engu um sölu eignarinnar.

Actavis getur framleitt flensulyf ef neyðarástand skapast

Actavis er eina íslenska lyfjafyrirtækið sem getur hafið framleiðslu flensulyfja fram hjá einkaleyfum ef neyðarástand skapast. Margt er þó óljóst í sambandi við framkvæmdina, og þá hversu langan tíma tæki að koma framleiðslu af stað.

Land grær meira en það eyðist

Söguleg tímamót hafa orðið í gróðurfari Íslands. Í fyrsta sinn frá landnámi hefur það nú gerst að landið grær meira en það eyðist. Þetta er mat helstu sérfræðinga á þessu sviði.

Írakskir dagar á Ísafirði

Íröks menning verður í hávegum höfð á írökskum dögum sem haldnir verða á Ísafirði næstkomandi helgi. Matur, menning, ljóð og tónlist er meðal þess sem verður á dagskrá um helgina.

16 ára fangelsi fyrir manndráp

Phu Tién Nguyén var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað Vu Van Peng með hnífi í íbúð í Hlíðarhjalla þann 15. maí síðastliðinn. Dómurinn féllst ekki á skýringar mannsins um að um óviljaverk hefði verið að ræða, en Vu Van Peng lést eftir að hafa hlotið fjölmargar hnífstungur og aðra áverka.

Lagabreyting á stöðu, stjórn og starfsháttum þjóðkirkjunnar

Frumvarp um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar var lagt fram á ríkistjórnarfundi í gær, samkvæmt tilmælum frá Kirkjuþingi. Þar er lagt til að Kirkjuþing hafi vald til að skipa kjördæmum með sama hætti og sóknum, prestaköllum og prófastsdæmum. Þá segir að ef breyta eigi kosningafyrirkomulagi eða skipan kjördæma kosti það lagabreytingu í dag.

Hátt í fjórtán hundruð kanínur skotnar

Á síðustu tveimur árum hafa hátt í fjórtán hundruð kanínur verið skotnar í Vestmannaeyjum. Villtar kanínur í Vestmannaeyjum eru umhverfisslys að mati Magnús Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins.

Umhverfisráðherra setur skilyrði vegna framkvæmdanna

Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fyrsta áfanga Sundabrautar og landfyllingar við Gufunes. Hann setur þó skilyrði vegna framkvæmdanna um samráð við íbúa Hamrahverfis og við hafnaryfirvöld og hagsmunaaðila í Sundahöfn.

Hundaeigendur taka til hendinni

Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu munu koma saman á Geirsnefi næstkomandi laugardag til skítatínslu. Einum hundaeiganda blöskrar hversu óduglegir hundeigendur væru að þrífa upp hægðir hunda sinna og hefur því hvatt hundaeigendur til að hittast og taka svæðið í gegn.

Óhollusta í framhaldsskólum

Menntamálaráðuneytið mun ekki beita sér með beinum hætti geng því að óhollusta verði í boði í framhaldsskólum. Fjórðungur framhaldsskóla í landinu er ekki með mötuneyti en allir framhaldskólarnir bjóða hins vegar upp á sælgæti og gos til sölu.

Baugsmálið tekið fyrir á mánudag

Ákæruliðirnir átta sem eftir standa í Baugsmálinu verða teknir fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Ákæruliðirnir varða meint brot á almennum hegningarlögum, tollalagabrot og lög um ársreikninga.

Mótmæla vægri refsingu

Landssamband lögreglumanna harmar óeðlilega væga refsingu héraðsdóms Reykjavíkur í gær yfir manni sem ákærður var fyrir fólskulega árás á tvo lögreglumenn í gær.

Átta fyrirtæki hækka umfram Úrvalsvísitölu

Það sem af er fjórða ársfjórðungi hefur Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkað um eitt prósent. Átta félög hafa hækkað umfram vísitöluna og hefur Össur leitt hækkunina með tæplega sextán prósenta hækkun. Þetta kemur fram í Greiningu Íslandsbanka.

Átján mánaða fangelsi fyrir ýmis ofbeldisbrot

Þrjátíu og níu ára karlmaður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir eignaspjöll, hótanir og líkamsárásir. Atvikin sem um ræðir beindust gegn fyrrverandi eiginkonu mannsins, fryrrverandi tengdaforeldrum, bróður hennar og einnig lögreglumönnum. Hann var ákærður fyrir að hafa kastað stóru grjóti inn um glugga íbúðar fyrrverandi mágs síns og einnig rispað bíl hans. Þegar lögregla hugðist yfirheyra manninn réðst hann að þeim með hnífi og stakk einn lögregluþjóninn í lærið.

Mýs naga sig í gegnum plast á heyrúllum

Mýs eru komnar upp á lag með að naga sig í gegnum plastið utan um heyrúlllur bænda og gera sér jafnvel híbýli í þeim. Hjalti Guðmundsson, meindýraeyðir við Eyjafjörð, greinir frá því í Bændablaðinu að þær eigi það til að safna eitri, sem lagt hefur verið fyrir þær, í stað þess að éta það, og koma sér upp einskonar forðabúri af því inni í heyrúllunum, sem geti reynst öðrum skepnum hættulegt ef þær éta það.

Skipa sérstaka ritnefnd til að leysa ágreining

Útgefendur Læknablaðsins ætla að skipa sérstaka ritnefnd sem ætlað er að leysa ágreining sem ekki varð leystur í fráfarandi ritstjórn, vegna skrifa í blaðið um afleysingar Kára Stefánssonar, forstjóra deCode, á taugalækingadeild Landspítalans í sumar. Unnið er að því að skipa nýja ritstjórn.

Komast ekki á sjó vegna manneklu

Dæmi eru um að fiskiskip komist ekki á sjó þar sem ekki tekst að manna þau vegna óánægju með stöðugt lélegri laun á sama tíma og laun annarra launþega fari hækkandi.

Samkynhneigð er synd segja dönsk trúarsamtök

Átta samtök innan dönsku þjóðkirkjunnar segja samkynhneigð synd. Því til sönnunar vitna þau í Biblíuna í nýjum bæklingi sem þau hafa gefið út. Einnig er bæklingurinn birtur á heimasíðu þjóðkirkjunnar.

Sjá næstu 50 fréttir