Innlent

Skoðar réttmæti verðtryggingar

Talsmaður neytenda segir brýnt að skoða verðtryggingu lána. Hann hefur gert það að forgangsverkefni hjá sér.

Gísli Tryggvason, talsmaður Neytenda, segir eitt af hans fyrstu verkefnum vera að skoða verðtryggingu neytenda lána, gjöld í bankakerfinu og umhverfi fasteignamarkaðar. Embætti talsmanns neytenda var formlega stofnað í sumar og er Gísli því nýkominn til starfa.

 

Gísli segir að hvað varði verðtryggingu þá geti hann ekki gefið sér niðurstöðu þeirrar skoðunar fyrirfram. Hann segir að valfrelsi og gegnsæi séu þó talin mikilvægustu neytendamálin. Vísitala sé tæpast gegnsæ og því sé sjálfsagt að skoða málið til hlítar.

 

En það er ekki bara verðtrygging lána sem Gísli hyggst láta til sín taka. Hann skoðar nú einnig markaðssókn gagnvart börnum og unglingum ásamt Umboðsmanni Barna. Tilgangurinn er að reyna að stemma stigu við slíkum auglýsingum.
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×