Innlent

Icelandair Cargo fjölgar ferðum verulega

MYND/Teitur

Icelandair Cargo fjölgar verulega ferðum með fraktflugvélum til og frá Íslandi í vetur. Alls fjölgar fraktflugi úr átta í ellefu til Liege í Belgíu en Liege er orðin helsti innflutningsflugvöllur fyrir Ísland í Evrópu. Ferðum til og frá New York fjölgar um eina og verða því sex flug á viku. Vaxandi innflutningur er frá Bandaríkjunum en auk þess er mikil eftirspurn eftir kanadískum humri á mörkuðum í Evrópu. Einnig bætist við fraktflug til Humberside á Englandi og verður flogið þangað fjórum sinnum í viku. Þá verður einnig flogið einu sinni í viku til Edinborgar og austur Midlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×