Innlent

Reyndi að ræna leigubílstjóra með loftbyssu

Leigubílstjóri er ómeiddur eftir að gerð var tilraun til þess að ræna hann um klukkan hálf átta í kvöld í Ármúla. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók maðurinn konuna upp í bílinn við Hótel Nordica.

Samkvæmt frásögn lögreglu gerði konan sig líklega til að ræna leigubílstjórann með loftbyssu en hann náði sambandi við stjórnstöð leigubílastöðvarinnar Hreyfils, sem brást skjótt við og kallaði til lögreglu. Konan var því enn við bílinn þegar lögregla kom á vettvang.

 

Til stendur að hefja yfirheyrslur yfir konunni nú á næstu mínútum en að sögn lögreglu var hún hvorki undir áhrifum lyfja né áfengis. Lögregla vildi ekki gefa upp hvort hún hefði komið við sögu lögreglu áður. Leigubílstjórinn slapp eins og áður sagði við meiðsl.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×