Innlent

16 ára fangelsi fyrir manndráp

 

Phu Tién Nguyén var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað Vu Van Peng með hnífi í íbúð í Hlíðarhjalla þann 15. maí síðastliðinn. Dómurinn féllst ekki á skýringar mannsins um að um óviljaverk hefði verið að ræða, en Vu Van Peng lést eftir að hafa hlotið fjölmargar hnífstungur og aðra áverka. Gæsluvarðhaldsvist frá 16. maí kemur til frádráttar dómnum. Phu Tién Nguyén var jafnframt dæmdur til að greiða ekkju hins myrta rúmlega 7,2 milljónir króna og barni hins látna tæpar fimm milljónir auk vaxta. Af því fær hvort um sig um milljón í miskabætur.

Phu Tién Nguyén var enn fremur dæmdur til að greiða Manh Xuan Luu rúmar 500.000 krónur, en hann var stunginn í lærið. Sakarkostnaður nemur rúmum 900.000 krónum. Átökin hófust eftir að hinn dæmdi taldi hinn myrta hafa komið fram við sig af ókurteisi samkvæmt víetnamskri hefð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×