Innlent

Skrifað verður undir í dag

Skrifað verður undir samninga um rekstur pappabrettaverksmiðju í Mývatnssveit í dag samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ríkisstjórnin hafði heimilað Nýsköpunarsjóði að kaupa hlutafé í félaginu Grænar lausnir sem reka mun verksmiðjuna.

Starfsemin mun verða í húsnæði Kísiliðjunar í Mývatnssveit sem lagði niður starfsemi sína fyrir tæpu ári. Verksmiðjan mun framleiða vörubretti úr endurunnum pappír.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×