Skipa sérstaka ritnefnd til að leysa ágreining 9. nóvember 2005 12:30 Útgefendur Læknablaðsins ætla að skipa sérstaka ritnefnd sem ætlað er að leysa ágreining sem ekki varð leystur í fráfarandi ritstjórn, vegna skrifa í blaðið um afleysingar Kára Stefánssonar, forstjóra deCode, á taugalækingadeild Landspítalans í sumar. Unnið er að því að skipa nýja ritstjórn. Greint var frá því í síðustu viku að fimm af sex mönnum í ritstjórn Læknablaðsins hefðu sagt af sér vegna ágreinings um birtingu greinar Jóhanns Tómassonar læknis í septemberriti blaðsins. Þar ræðst Jóhann harkalega að heilbrigðisyfirvöldum og Kára Stefánssyni vegna afleysingar Kára á taugadeild Landspítalans í sumar. Ritstjórnarmeðlimirnir deildu við Vilhjálm Rafnsson, ábyrgðarmann blaðsins, um hvort birta ætti greinina en Vilhjálmur hafði hafði endanlegt vald um það og var greinin birt. Eftir að ljóst varð að ekki yrði beðist afsökunar á greininni og hún ekki tekin af vef Læknablaðsins hefur Kári Stefánsson kært Vilhjálm fyrir siðanefnd Læknafélagsins. Útgefendur Læknablaðsins, Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur, funduðu um málið í gærkvöld og þar ákváðu stjórnir læknafélaganna að skipa sérstaka ritnefnd til að fara yfir málið. Hún á að taka ákvörðun um það hvort umrædd grein Jóhanns Tómassonar skuli tekin af vefnum, einstök atriði hennar eða hún öll, tímabundið eða varanlega og hvort biðjast skuli afsökunar í næsta tölublaði á birtingu greinarinnar. Ef svarið við síðarnefnda atriðinu er jákvætt óska stjórnirnar eftir að nefndin orði þá afsökunarbeiðni. Nefndin hefur viku til þess að fara yfir málið og komast að niðurstöðu. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að stjórnir læknafélaganna muni fara að niðurstöðu nefndarinnar. Hann bendir einnig á að stjórn Læknafélags Íslands hafi rætt umrædda grein á fundi 12. september eftir kvartanir frá félagsmönnum og þá hafi verið ákveðið að senda siðanefnd Læknafélagsins erindi þar sem farið er fram á að skoðað verði hvort siðareglur hafi verið brotnar. Siðanefndin hefur því tvö mál til umsagnar vegna skrifanna, annars vegna efnis greinarinnar og hins vegar vegna kæru Kára Stefánssonar á hendur Vilhjálmi Rafnssyni. Sigurbjörn segir að Læknafélaginu hafi borist afsagnarbréf fjögurra af fimm ritstjórnarmeðlimunum sem sögðu af sér í síðustu viku en nú sé unnið að því innan stjórna læknafélaganna að skipa menn í ritstjórn blaðsins í stað þeirra. Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Útgefendur Læknablaðsins ætla að skipa sérstaka ritnefnd sem ætlað er að leysa ágreining sem ekki varð leystur í fráfarandi ritstjórn, vegna skrifa í blaðið um afleysingar Kára Stefánssonar, forstjóra deCode, á taugalækingadeild Landspítalans í sumar. Unnið er að því að skipa nýja ritstjórn. Greint var frá því í síðustu viku að fimm af sex mönnum í ritstjórn Læknablaðsins hefðu sagt af sér vegna ágreinings um birtingu greinar Jóhanns Tómassonar læknis í septemberriti blaðsins. Þar ræðst Jóhann harkalega að heilbrigðisyfirvöldum og Kára Stefánssyni vegna afleysingar Kára á taugadeild Landspítalans í sumar. Ritstjórnarmeðlimirnir deildu við Vilhjálm Rafnsson, ábyrgðarmann blaðsins, um hvort birta ætti greinina en Vilhjálmur hafði hafði endanlegt vald um það og var greinin birt. Eftir að ljóst varð að ekki yrði beðist afsökunar á greininni og hún ekki tekin af vef Læknablaðsins hefur Kári Stefánsson kært Vilhjálm fyrir siðanefnd Læknafélagsins. Útgefendur Læknablaðsins, Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur, funduðu um málið í gærkvöld og þar ákváðu stjórnir læknafélaganna að skipa sérstaka ritnefnd til að fara yfir málið. Hún á að taka ákvörðun um það hvort umrædd grein Jóhanns Tómassonar skuli tekin af vefnum, einstök atriði hennar eða hún öll, tímabundið eða varanlega og hvort biðjast skuli afsökunar í næsta tölublaði á birtingu greinarinnar. Ef svarið við síðarnefnda atriðinu er jákvætt óska stjórnirnar eftir að nefndin orði þá afsökunarbeiðni. Nefndin hefur viku til þess að fara yfir málið og komast að niðurstöðu. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að stjórnir læknafélaganna muni fara að niðurstöðu nefndarinnar. Hann bendir einnig á að stjórn Læknafélags Íslands hafi rætt umrædda grein á fundi 12. september eftir kvartanir frá félagsmönnum og þá hafi verið ákveðið að senda siðanefnd Læknafélagsins erindi þar sem farið er fram á að skoðað verði hvort siðareglur hafi verið brotnar. Siðanefndin hefur því tvö mál til umsagnar vegna skrifanna, annars vegna efnis greinarinnar og hins vegar vegna kæru Kára Stefánssonar á hendur Vilhjálmi Rafnssyni. Sigurbjörn segir að Læknafélaginu hafi borist afsagnarbréf fjögurra af fimm ritstjórnarmeðlimunum sem sögðu af sér í síðustu viku en nú sé unnið að því innan stjórna læknafélaganna að skipa menn í ritstjórn blaðsins í stað þeirra.
Fréttir Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira