Innlent

119 nemendum var vísað frá

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að hlutfall nema, sem vísað var frá skólum, hafi aðeins verið 0,6 prósent af heildinni.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að hlutfall nema, sem vísað var frá skólum, hafi aðeins verið 0,6 prósent af heildinni.

Alls var 119 einstaklingum vísað frá framhaldsskólum í haust, en 306 voru á biðlistum. Eftir leiðréttingar, meðal annars á tvíbókunum, reyndust 115 nemendur hafa fengið skólavist en 119 nemendum var vísað frá. Þetta kom fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði að flestir þeirra sem vísað var frá hefðu sótt um skólavist eftir hlé á námi. Aðrir hefðu verið að skipta um skóla. Hún upplýsti einnig að alls hefðu um 3.400 nemendur hafið nám eftir hlé og fengið skólavist að frátöldum þeim 119 sem vísað var frá.

Björgvin G. Sigurðsson sagði að eitthvað hlyti að vera að menntakerfi sem vísaði frá nemendum sem vildu hefja nám eftir að hafa gert hlé á því. Hann fullyrti að ef framhaldsskólastigið væri rekið af sveitarfélögunum væri ástandið ekki með umræddum hætti. Menntamálaráðherra sagði að aðeins 0,6 prósentum heildarfjölda nemenda hefði verið vísað frá skóla.

Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, sagði töluna grunsamlega háa. Allir ættu að fá vist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×