Innlent

Íbúar íhuga skaðabótamál gegn borginni

Sæbraut og Skúlagata séð til norðurs.
Sæbraut og Skúlagata séð til norðurs. Mynd/GVA

Íbúar að Skúlagötu 32-34 hafa ákveðið að kæra byggingu stúdentagarða á svokölluðum Barónsreit og byggingu þriggja 15 hæða turna við Skúlagötu. Formaður húsfélags útilokar ekki að íbúar muni fara í skaðabótamál ef grundvöllur reynist fyrir skaðabótamáli.

Ingi Björn Poulsen, formaður húsfélags Skúlagötu 32-34 segir að fyrirhugaðar byggingar muni hafa mikil áhrif fyrir íbúa í nærliggjandi götum. Fyrst og fremst muni fjögurra til fimm hæða stúdentagarðs takmarka birtu í íbúðir að Skúlagötu 32-34. Núverandi skipulag á svæðinu beri auk þess ekki miklu meiri fjölda íbúa með bílastæði og þjónustu í huga. Ingi Björn segir að íbúar hafi ákveðið að kæra fyrihugaðar byggingar til úrskurðarnefndar skipulags-og byggingarmála. Reynist grundvöllur fyrir skatabótamáli geti alls eins verið að íbúarnir höfðu skaðabótamál gegn Reykjavíkurborg.



Ingi Björn segir að svo virðist sem ný stefna borgaryfirvalda gangi út á að námsmenn eigi ekki bifreiðar og því þurfi þeir ekki bílastæði. Bílastæðavandinn sé hins vegar mikill í miðborginni fyrir og hann muni aukast enn frekar ef stórar íbúðarbyggingar verði reistar á svæðinu. Ingi Björn segir undarlegt að stórar íbúðabyggingar skuli vera reistar mitt á milli lágreistra bygginga með sögulegt gildi og vísar þá til Bjarnaborgarinnar og Barónsfjóssins við Hverfisgötu. Hann segir fyrirhugaðar byggingar vera út takt við alla götumynd á Hverfisgötunni þar sem langflestar byggingar séu lágreistar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×