Innlent

Jarðvegur erfiður til gangagerðar

MYND/Vísir

Jarðgöng til Vestmannaeyja verða æ fjarlægari eftir því sem berglagsrannsóknum vindur fram. Fram kemur á vef Eyjafrétta að forrannsóknir sýni að setlög við Heimaey séu laus í sér. Bergmyndun er einnig óregluleg og fjölbreytt sem þýðir að göngin þyrftu að liggja tvöhundruð metra undir hafsbotni á fimm kílómetra kafla. Jarðfræðilegar aðstæður eru mjög frábrugðnar og erfiðari en til dæmis í Hvalfirði, á Fljótsdalshéraði.

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×