Innlent

Mýs naga sig í gegnum plast á heyrúllum

Mýs eru komnar upp á lag með að naga sig í gegnum plastið utan um heyrúlllur bænda og gera sér jafnvel híbýli í þeim. Hjalti Guðmundsson, meindýraeyðir við Eyjafjörð, greinir frá því í Bændablaðinu að þær eigi það til að safna eitri, sem lagt hefur verið fyrir þær, í stað þess að éta það, og koma sér upp einskonar forðabúri af því inni í heyrúllunum, sem geti reynst öðrum skepnum hættulegt ef þær éta það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×