Innlent

Samkynhneigð er synd segja dönsk trúarsamtök

MYND/Róbert Reynisson
Átta samtök innan dönsku þjóðkirkjunnar segja samkynhneigð synd. Því til sönnunar vitna þau í Biblíuna í nýjum bæklingi sem þau hafa gefið út. Einnig er bæklingurinn birtur á heimasíðu þjóðkirkjunnar.

Höfundarnir segja bæklinginn eiga að hjálpa kristnum við að fá innsýn í skoðanir Biblíunnar á samkynhneigð. Kirkjumálaráðherra Danmerkur hefur neitað að tjá sig um málið en segist þó vera ósammála þeim skoðunum sem koma fram í bæklingnum en segir að í Danmörku ríki bæði trú- og tjáningarfrelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×