Fleiri fréttir Mannsins enn saknað Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt var dreginn á land upp úr hádegi í dag. Lík af rúmlega fimmtugri konu sem var í bátnum fannst í morgun en rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað og hefst þriðja lota leitarinnar um hálf fjögur að sögn Jónas Guðmundssonar hjá Landsbjörgu.b- 10.9.2005 00:01 VG átelja ríkisstjórnina Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs telur óumflýjanlegt og brýnt að gripið verði til samræmdra aðgerða til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og átelur ríkisstjórnina fyrir háskalegt andvaraleysi. Þetta kemur fram í ályktun flokksráðsfundar Vinstri - grænna sem lýkur í dag. 10.9.2005 00:01 Spenna fyrir kosningarnar í Noregi Mikil spenna ríkir fyrir þingkosningar í Noregi sem fara fram á mánudaginn. Nýjar skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn Kjells Magne Bondeviks bæti við sig fylgi og nú virðist fylgi hennar og bandalags stjórnaranstöðuflokkanna nærri hnífjafnt. 10.9.2005 00:01 Leitað á meðan aðstæður leyfa Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. 10.9.2005 00:01 Eldur í húsnæði Hreinsitækni Eldur kviknaði í húsnæði Hreinsitækni við Stórhöfða á sjötta tímanum. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp. Rétt fyrir fréttir voru slökkviliðsmenn við það að ráða niðurlögum eldsins. 10.9.2005 00:01 Enginn greiddi atkvæði á móti Enginn þriggja fulltrúa stjórnarandstöðunnar í bankaráði Seðlabankans greiddi atkvæði gegn því að bankastjórar hækkuðu í launum um tuttugu og sjö prósent í þremur áföngum fram til ársins 2007. Þeir segjast allir telja að það hefði átt að standa öðruvísi að ráðningu nýs seðlabankastjóra en enginn þeirra íhugar þó að hætta í ráðinu í mótmælaskyni. 10.9.2005 00:01 Bundið slitlag til Ísafjarðar Tignarleg stálbogabrú verður byggð yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi en með þverun fjarðarins styttist vetrarleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 33 kílómetra. Með nýjustu ákvörðun ríkisstjórnarinnar stefnir í að bundið slitlag verði komið á veginn til Ísafjarðar eftir þrjú ár. 10.9.2005 00:01 Ekkert neyðarástand á Sogni Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að ráðuneytið ætli ekki að vetia aukafjármagni til réttargeðdeildarinnar á Sogni. Í frétt Fréttablaðins í gær kom fram að réttargeðdeildin er full og hefur verið brugðið á það ráð að vista einn sjúkling í vinnuherbergi. 10.9.2005 00:01 Umferð hleypt á Snorrabraut Umferð hefur verið hleypt aftur á Snorrabraut en gatan hefur verið lokuð við gatnamót Hringbrautar frá því í lok júní. Að sögn Höskuldar Tryggvasonar hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar er framkvæmdum við gatnamótin ekki að fullu lokið og því fyllsta ástæða til að aka með varúð. 10.9.2005 00:01 Prófkjörið fer of hratt af stað Júlíus Vífill Ingvarsson hefur enn ekki tilkynnt um framboð sitt til prófkjörs sjálfstæðisflokksins. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Júlíus mjög fljótlega gera grein fyrir því hvaða sæti hann hyggðist taka. 10.9.2005 00:01 Mikilvægt að koma á jafnvægi Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs telur brýnt að gripið verði til samræmdra aðgerða til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og átelur ríkisstjórnina fyrir andvaraleysi. Þetta er meðal þess sem fram kom á flokksráðsfundi vinstri grænna dagana 9. til 10. september. 10.9.2005 00:01 Vill eitt af efstu sætunum Sóley Tómasdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs vegna sveitarstjórnarkosninganna í Reykjavík næsta vor og sækist eftir einu af efstu sætunum. Sóley segist leggja áherslu á jafnréttismál, dagvistarmál, menntamál og íþrótta- og tómstundamál. 10.9.2005 00:01 Árni gefur ekki kost á sér Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag segist Árni ætla að styðja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra í varaformannskjörinu enda komi það sér best fyrir flokkinn. 10.9.2005 00:01 Biðu í rúma klukkustund í sjónum Hátt í hálf önnur klukkustund leið frá því að fólkið á skemmtibátnum Hörpu fór í sjóinn þar til því var bjargað. Bið var á að þyrla Landhelgisgæslunnar væri kölluð út þar sem mönnum var alvara málsins ekki ljós. 10.9.2005 00:01 Neyðarkall tíu ára drengs Þrennt bjargaðist, hjón og tíu ára sonur þeirra, þegar skemmtibátur steytti á Skarfaskeri við Viðey og sökk um klukkan tvö í fyrrinótt. Rúmlega fimmtug kona lést og rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað. Talið er að hann hafi reynt að kafa undir bátinn eftir konunni sem lést. 10.9.2005 00:01 Mátti ekki tæpara standa "Miðað við aðstæður var það rauninni hrein hending að við römbuðum á bátinn," segir Bogi Sigvaldason, einn fjögurra lögregluþjóna sem bjargaði fjölskyldunni af kili bátsins sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi í fyrrinótt." 10.9.2005 00:01 Setja met nánast daglega "Við setjum met nánast á hverjum degi. Það stefnir í það að okkur berist yfir þúsund tonn af fötum á þessu ári. Við settum líka met í sölu í ágústmánuði en við seldum fyrir yfir eina milljón í búðinni á Laugavegi", segir Örn Ragnarsson, starfsmaður Rauða krossins. 10.9.2005 00:01 Eldri borgarar missa 1/4 tekna Sjö hundruð eldri borgarar hafa misst allt að fjórðungi ráðstöfunartekna sinna frá áramótum þar sem aldurstengd örorkuuppbót fellur niður við sextíu og sjö ára aldur. 10.9.2005 00:01 Björgunarstörf í sláturhúsi Björgunarsveitin Súlur á Akureyri var kölluð út í morgun í heldur óvanalega björgunaraðgerð. Erfiðlega hefur nefnilega gengið að manna sláturhús á þessu hausti. Því var brugðið á það ráð að spyrja björgunarsveitina á staðnum hvort hún vildi ekki afla tekna með því að aðstoða við verkunina. 10.9.2005 00:01 Davíð fær 70% hærri laun Tveimur vikum áður en Davíð Oddsson tilkynnti að hann yrði Seðlabankastjóri ákvað bankaráð bankans að hækka laun æðstu stjórnenda um 27 prósent. 9.9.2005 00:01 Stöðvi framkvæmdir við Urriðavatn Landgræðslu- og umhverfissamtökin Landvernd krefjast þess að bæjaryfirvöld í Garðabæ stöðvi án tafar framkvæmdir vestan við Urriðavatn þar sem þær hafi ekki tilskilin leyfi. Landvernd segir að umtalsverðar óafturkræfar jarðvegsframkvæmdir séu hafnar undir því yfirskini að verið sé að kanna jarðveg. 9.9.2005 00:01 Hugmyndasamkeppnin ótímabær Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-lista, telja að alþjóðleg hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið, sem borgarráð samþykkti í gær að efna til, sé ótímabær þar til lokið verði viðræðum fulltrúa Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytis um málið. 9.9.2005 00:01 Greiði kostnað vegna fingurbits Kona sem ákærð var fyrir að hafa bitið aðra manneskju í baugfingur á Ísafirði í mars var dæmd til að greiða 9.200 krónur í sakarkostnað í Héraðsdómi Vestfjarða í gær en þar sem hún hefur ekki gerst brotleg við lög áður var ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í tvö ár. 9.9.2005 00:01 Fagna yfirlýsingu Þorgerðar Landssamband sjálfstæðiskvenna fagnar yfirlýsingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að hún ætli að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem haldinn verður um miðjan næsta mánuð. 9.9.2005 00:01 Allt stefnir í verkfall Allt stefnir í verkfall hjá starfsmannafélagi Akraness náist ekki kjarasamningar fyrir 3. október. Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun félagsmanna fór fram í gær og voru níutíu og sjö prósent samþykk henni en rúmlega sjötíu prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. 9.9.2005 00:01 Þrennt handtekið fyrir þjófnað Tveir menn voru handteknir fyrir þjófnað af lögreglunni í Reykjavík í nótt. Þá var kona handtekin af tveimur óeinkennisklæddum lögreglumönnum í sjoppu á bensínstöð í nótt en þeim þótti grunsamlegt hversu mikið hún verslaði þar. 9.9.2005 00:01 1.200 fermetra húsnæði byggt Þrenn hjón á Ísafirði hafa tekið sig saman og áforma að byggja liðlega 1.200 fermetra íbúðar- og verslunarhúsnæði í miðbæ Ísafjarðar. Á vef Bæjarins besta segir Sigurjón Sigurjónsson, einn húsbyggjenda, ætlunina að hýsa verslanir á neðri hæðinni en fjórar íbúðir verði á annarri hæð. 9.9.2005 00:01 21 milljón í hugmyndasamkeppnina Reykjavíkurborg hefur gert samstarfssamning við Íslandsbanka, KB banka, Landsbankann og fasteignafélagið Þyrpingu vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Hefur verið ákveðið að bankarnir og Þyrping leggi til 21 milljón króna í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins. 9.9.2005 00:01 Franska ferðamannsins enn leitað Björgunarsveitir af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hafa síðan í gærkvöldi leitað að franska ferðamanninum Christian Apalléa en síðast sást til hans 23. ágúst síðastliðinn. Leitað hefur verið út frá skála Ferðafélags Íslands við Álftavatn og þaðan áleiðis í Þórsmörk. 9.9.2005 00:01 Fagna opnun jarðgangnanna Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði fagnar þeim „glæsilega áfanga“ sem næst í samgöngumálum Austurlands með opnun jarðgangna á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. 9.9.2005 00:01 Bjarni hefur ekki tekið ákvörðun Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa leitt hugann mikið að varaformannsframboði í flokknum. Það sé enginn þrýstingur á hann og honum liggi ekkert á að ákveða hvort hann fari fram eða ekki. Það komi bara í ljós þegar þar að kemur. 9.9.2005 00:01 Kjarasamningum sagt upp? Miðstjórn Samiðnar telur forsendur kjarasamninga brostnar miðað við núverandi verðbólgu og ástand efnahagsmála. Formaður Samiðnar segir að nái endurskoðunarnefnd um forsendur kjarasamninga ekki viðunandi niðurstöðu, komi ekki annað til greina en að segja upp samningum. 9.9.2005 00:01 Starfsemin lagfærð að mestu Norska fjármálaeftirlitið segir að starfsemi dótturfyrirtækis Kaupþings í Noregi hafi verið lagfærð að flestu leyti, eftir að eftirlitið gagnrýndi Kaupþing harðlega fyrir óreiðu í rekstri og fyrir skort á eiginfé. Áfram verður þó fylgst grannt með því að fyrirtækið uppfylli skilyrði fjármálaeftirlitsins ytra. 9.9.2005 00:01 Skortur er á sykursýkislyfi Skortur er á sykursýkislyfinu Glucophage á landinu. Innflytjandinn segir ástæðuna vera nýjar íslenskar pakkningar sem hafi þurft að fara sérstaklega yfir. 9.9.2005 00:01 Icepharma ekki eitt um innflutning Vegna fréttar Bylgjunnar í hádeginu um skort á sykursýkislyfinu Glucophage þá er rétt að taka fram að Icepharma er ekki eini innflutningsaðili lyfsins, heldur hefur Lyfjaver einnig heimild til samhliða innflutnings. 9.9.2005 00:01 Húsfélag sýknað af skaðabótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Húsfélagið að Lágmúla 5 af skaðabótakröfum konu sem datt fyrir utan húsið í lok janúar árið 2002 og ökklabrotnaði við það og sneri sig á hné. Varanleg örorka hennar var metin 15% eftir slysið. 9.9.2005 00:01 Um helmingur bankastjóra ráðherrar Tólf af sautján seðlabankastjórum hafa verið pólitískt ráðnir. Flestir þeirra voru framsóknarmenn. Átta seðlabankastjórar voru áður ráðherrar. <em>Sigríður Dögg Auðunsdóttir</em> skoðar menntun og starfsreynslu seðlabankastjóra frá stofnun bankans 1961 </font /></b /> 9.9.2005 00:01 Davíð á rétt á tvöföldum launum Eftirlaun Davíðs Oddssonar leggjast ofan á laun hans sem seðlabankastjóri. Fyrst í stað verða eftirlaunin 334 þúsund en hækka í 718 þúsund í lok ráðningartímabilsins. Laun seðlabankastjóra hækkuðu nýverið og eru nú tæplega 1,3 milljónir á mánuði. </font /></b /> 9.9.2005 00:01 Davíð stöðvaði breytingu laga Í kjölfar gagnrýnisradda í byrjun árs á að ráðherrar gætu þegið eftirlaun meðan þeir gegndu öðrum störfum á vegum ríkisins hét Halldór Ásgrímsson því að lögin yrðu endurskoðuð. Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu í vegi fyrir því einn flokka. </font /></b /> 9.9.2005 00:01 Anna vill leiða Framsókn Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu borgarstjórnarkosningum. 9.9.2005 00:01 Ósáttur við skipun Davíðs Ágúst Einarsson deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands er ósáttur við skipun Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra og segir stöðuna ekki fyrir stjórnmálamenn sem eru að setjast í helgan stein. 9.9.2005 00:01 Einkarekinn spítali innan 5 ára Augljóst er að einkarekinn spítali verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir formaður Læknafélags Íslands. Hópur fólks var vel á veg kominn með slíkar hugmyndir, en bakkaði vegna andspyrnu sem það varð fyrir </font /></b /> 9.9.2005 00:01 Valdabarátta og togstreita Ástæður deilumála lækna og yfirstjórnar á Landspítala háskólasjúkrahúsi eru margþættar. Valdabarátta og togstreita af ýmsum toga hafa birst á margvíslegan hátt, allt frá stöðulækkunum til deilna um stimpilklukku.</font /></b /> 9.9.2005 00:01 Læknum líður mjög illa "Ég hitti daglega lækna á Landspítalanum sem líður mjög illa andlega.Þeim finnst þeir ekki fá tækifæri til að sinna sjúklingnum eins og þeir ættu að gera og þora ekki að segja neitt. Ef menn gera það þá eru þeir teknir í gegn." 9.9.2005 00:01 Anna stefnir á fyrsta sætið Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Anna tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir stundu. 9.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mannsins enn saknað Skemmtibáturinn sem fórst á Viðeyjarsundi í nótt var dreginn á land upp úr hádegi í dag. Lík af rúmlega fimmtugri konu sem var í bátnum fannst í morgun en rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað og hefst þriðja lota leitarinnar um hálf fjögur að sögn Jónas Guðmundssonar hjá Landsbjörgu.b- 10.9.2005 00:01
VG átelja ríkisstjórnina Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs telur óumflýjanlegt og brýnt að gripið verði til samræmdra aðgerða til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og átelur ríkisstjórnina fyrir háskalegt andvaraleysi. Þetta kemur fram í ályktun flokksráðsfundar Vinstri - grænna sem lýkur í dag. 10.9.2005 00:01
Spenna fyrir kosningarnar í Noregi Mikil spenna ríkir fyrir þingkosningar í Noregi sem fara fram á mánudaginn. Nýjar skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórn Kjells Magne Bondeviks bæti við sig fylgi og nú virðist fylgi hennar og bandalags stjórnaranstöðuflokkanna nærri hnífjafnt. 10.9.2005 00:01
Leitað á meðan aðstæður leyfa Rúmlega þrítugs manns er enn saknað eftir að lítill skemmtibátur fórst á Viðeyjarsundi í nótt. Þremur var bjargað en rúmlega fimmtug kona fannst látin í bátnum. Fram eftir kvöldi verður haldið áfram leit með tveimur neðansjávarmyndavélum eða eins lengi og aðstæður leyfa. 10.9.2005 00:01
Eldur í húsnæði Hreinsitækni Eldur kviknaði í húsnæði Hreinsitækni við Stórhöfða á sjötta tímanum. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp. Rétt fyrir fréttir voru slökkviliðsmenn við það að ráða niðurlögum eldsins. 10.9.2005 00:01
Enginn greiddi atkvæði á móti Enginn þriggja fulltrúa stjórnarandstöðunnar í bankaráði Seðlabankans greiddi atkvæði gegn því að bankastjórar hækkuðu í launum um tuttugu og sjö prósent í þremur áföngum fram til ársins 2007. Þeir segjast allir telja að það hefði átt að standa öðruvísi að ráðningu nýs seðlabankastjóra en enginn þeirra íhugar þó að hætta í ráðinu í mótmælaskyni. 10.9.2005 00:01
Bundið slitlag til Ísafjarðar Tignarleg stálbogabrú verður byggð yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi en með þverun fjarðarins styttist vetrarleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 33 kílómetra. Með nýjustu ákvörðun ríkisstjórnarinnar stefnir í að bundið slitlag verði komið á veginn til Ísafjarðar eftir þrjú ár. 10.9.2005 00:01
Ekkert neyðarástand á Sogni Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að ráðuneytið ætli ekki að vetia aukafjármagni til réttargeðdeildarinnar á Sogni. Í frétt Fréttablaðins í gær kom fram að réttargeðdeildin er full og hefur verið brugðið á það ráð að vista einn sjúkling í vinnuherbergi. 10.9.2005 00:01
Umferð hleypt á Snorrabraut Umferð hefur verið hleypt aftur á Snorrabraut en gatan hefur verið lokuð við gatnamót Hringbrautar frá því í lok júní. Að sögn Höskuldar Tryggvasonar hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar er framkvæmdum við gatnamótin ekki að fullu lokið og því fyllsta ástæða til að aka með varúð. 10.9.2005 00:01
Prófkjörið fer of hratt af stað Júlíus Vífill Ingvarsson hefur enn ekki tilkynnt um framboð sitt til prófkjörs sjálfstæðisflokksins. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Júlíus mjög fljótlega gera grein fyrir því hvaða sæti hann hyggðist taka. 10.9.2005 00:01
Mikilvægt að koma á jafnvægi Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs telur brýnt að gripið verði til samræmdra aðgerða til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og átelur ríkisstjórnina fyrir andvaraleysi. Þetta er meðal þess sem fram kom á flokksráðsfundi vinstri grænna dagana 9. til 10. september. 10.9.2005 00:01
Vill eitt af efstu sætunum Sóley Tómasdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs vegna sveitarstjórnarkosninganna í Reykjavík næsta vor og sækist eftir einu af efstu sætunum. Sóley segist leggja áherslu á jafnréttismál, dagvistarmál, menntamál og íþrótta- og tómstundamál. 10.9.2005 00:01
Árni gefur ekki kost á sér Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag segist Árni ætla að styðja Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra í varaformannskjörinu enda komi það sér best fyrir flokkinn. 10.9.2005 00:01
Biðu í rúma klukkustund í sjónum Hátt í hálf önnur klukkustund leið frá því að fólkið á skemmtibátnum Hörpu fór í sjóinn þar til því var bjargað. Bið var á að þyrla Landhelgisgæslunnar væri kölluð út þar sem mönnum var alvara málsins ekki ljós. 10.9.2005 00:01
Neyðarkall tíu ára drengs Þrennt bjargaðist, hjón og tíu ára sonur þeirra, þegar skemmtibátur steytti á Skarfaskeri við Viðey og sökk um klukkan tvö í fyrrinótt. Rúmlega fimmtug kona lést og rúmlega þrítugs karlmanns er enn saknað. Talið er að hann hafi reynt að kafa undir bátinn eftir konunni sem lést. 10.9.2005 00:01
Mátti ekki tæpara standa "Miðað við aðstæður var það rauninni hrein hending að við römbuðum á bátinn," segir Bogi Sigvaldason, einn fjögurra lögregluþjóna sem bjargaði fjölskyldunni af kili bátsins sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi í fyrrinótt." 10.9.2005 00:01
Setja met nánast daglega "Við setjum met nánast á hverjum degi. Það stefnir í það að okkur berist yfir þúsund tonn af fötum á þessu ári. Við settum líka met í sölu í ágústmánuði en við seldum fyrir yfir eina milljón í búðinni á Laugavegi", segir Örn Ragnarsson, starfsmaður Rauða krossins. 10.9.2005 00:01
Eldri borgarar missa 1/4 tekna Sjö hundruð eldri borgarar hafa misst allt að fjórðungi ráðstöfunartekna sinna frá áramótum þar sem aldurstengd örorkuuppbót fellur niður við sextíu og sjö ára aldur. 10.9.2005 00:01
Björgunarstörf í sláturhúsi Björgunarsveitin Súlur á Akureyri var kölluð út í morgun í heldur óvanalega björgunaraðgerð. Erfiðlega hefur nefnilega gengið að manna sláturhús á þessu hausti. Því var brugðið á það ráð að spyrja björgunarsveitina á staðnum hvort hún vildi ekki afla tekna með því að aðstoða við verkunina. 10.9.2005 00:01
Davíð fær 70% hærri laun Tveimur vikum áður en Davíð Oddsson tilkynnti að hann yrði Seðlabankastjóri ákvað bankaráð bankans að hækka laun æðstu stjórnenda um 27 prósent. 9.9.2005 00:01
Stöðvi framkvæmdir við Urriðavatn Landgræðslu- og umhverfissamtökin Landvernd krefjast þess að bæjaryfirvöld í Garðabæ stöðvi án tafar framkvæmdir vestan við Urriðavatn þar sem þær hafi ekki tilskilin leyfi. Landvernd segir að umtalsverðar óafturkræfar jarðvegsframkvæmdir séu hafnar undir því yfirskini að verið sé að kanna jarðveg. 9.9.2005 00:01
Hugmyndasamkeppnin ótímabær Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og Ólafur F. Magnússon, fulltrúi F-lista, telja að alþjóðleg hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrarsvæðið, sem borgarráð samþykkti í gær að efna til, sé ótímabær þar til lokið verði viðræðum fulltrúa Reykjavíkurborgar og samgönguráðuneytis um málið. 9.9.2005 00:01
Greiði kostnað vegna fingurbits Kona sem ákærð var fyrir að hafa bitið aðra manneskju í baugfingur á Ísafirði í mars var dæmd til að greiða 9.200 krónur í sakarkostnað í Héraðsdómi Vestfjarða í gær en þar sem hún hefur ekki gerst brotleg við lög áður var ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í tvö ár. 9.9.2005 00:01
Fagna yfirlýsingu Þorgerðar Landssamband sjálfstæðiskvenna fagnar yfirlýsingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að hún ætli að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem haldinn verður um miðjan næsta mánuð. 9.9.2005 00:01
Allt stefnir í verkfall Allt stefnir í verkfall hjá starfsmannafélagi Akraness náist ekki kjarasamningar fyrir 3. október. Atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun félagsmanna fór fram í gær og voru níutíu og sjö prósent samþykk henni en rúmlega sjötíu prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. 9.9.2005 00:01
Þrennt handtekið fyrir þjófnað Tveir menn voru handteknir fyrir þjófnað af lögreglunni í Reykjavík í nótt. Þá var kona handtekin af tveimur óeinkennisklæddum lögreglumönnum í sjoppu á bensínstöð í nótt en þeim þótti grunsamlegt hversu mikið hún verslaði þar. 9.9.2005 00:01
1.200 fermetra húsnæði byggt Þrenn hjón á Ísafirði hafa tekið sig saman og áforma að byggja liðlega 1.200 fermetra íbúðar- og verslunarhúsnæði í miðbæ Ísafjarðar. Á vef Bæjarins besta segir Sigurjón Sigurjónsson, einn húsbyggjenda, ætlunina að hýsa verslanir á neðri hæðinni en fjórar íbúðir verði á annarri hæð. 9.9.2005 00:01
21 milljón í hugmyndasamkeppnina Reykjavíkurborg hefur gert samstarfssamning við Íslandsbanka, KB banka, Landsbankann og fasteignafélagið Þyrpingu vegna alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Hefur verið ákveðið að bankarnir og Þyrping leggi til 21 milljón króna í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins. 9.9.2005 00:01
Franska ferðamannsins enn leitað Björgunarsveitir af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hafa síðan í gærkvöldi leitað að franska ferðamanninum Christian Apalléa en síðast sást til hans 23. ágúst síðastliðinn. Leitað hefur verið út frá skála Ferðafélags Íslands við Álftavatn og þaðan áleiðis í Þórsmörk. 9.9.2005 00:01
Fagna opnun jarðgangnanna Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði fagnar þeim „glæsilega áfanga“ sem næst í samgöngumálum Austurlands með opnun jarðgangna á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. 9.9.2005 00:01
Bjarni hefur ekki tekið ákvörðun Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa leitt hugann mikið að varaformannsframboði í flokknum. Það sé enginn þrýstingur á hann og honum liggi ekkert á að ákveða hvort hann fari fram eða ekki. Það komi bara í ljós þegar þar að kemur. 9.9.2005 00:01
Kjarasamningum sagt upp? Miðstjórn Samiðnar telur forsendur kjarasamninga brostnar miðað við núverandi verðbólgu og ástand efnahagsmála. Formaður Samiðnar segir að nái endurskoðunarnefnd um forsendur kjarasamninga ekki viðunandi niðurstöðu, komi ekki annað til greina en að segja upp samningum. 9.9.2005 00:01
Starfsemin lagfærð að mestu Norska fjármálaeftirlitið segir að starfsemi dótturfyrirtækis Kaupþings í Noregi hafi verið lagfærð að flestu leyti, eftir að eftirlitið gagnrýndi Kaupþing harðlega fyrir óreiðu í rekstri og fyrir skort á eiginfé. Áfram verður þó fylgst grannt með því að fyrirtækið uppfylli skilyrði fjármálaeftirlitsins ytra. 9.9.2005 00:01
Skortur er á sykursýkislyfi Skortur er á sykursýkislyfinu Glucophage á landinu. Innflytjandinn segir ástæðuna vera nýjar íslenskar pakkningar sem hafi þurft að fara sérstaklega yfir. 9.9.2005 00:01
Icepharma ekki eitt um innflutning Vegna fréttar Bylgjunnar í hádeginu um skort á sykursýkislyfinu Glucophage þá er rétt að taka fram að Icepharma er ekki eini innflutningsaðili lyfsins, heldur hefur Lyfjaver einnig heimild til samhliða innflutnings. 9.9.2005 00:01
Húsfélag sýknað af skaðabótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Húsfélagið að Lágmúla 5 af skaðabótakröfum konu sem datt fyrir utan húsið í lok janúar árið 2002 og ökklabrotnaði við það og sneri sig á hné. Varanleg örorka hennar var metin 15% eftir slysið. 9.9.2005 00:01
Um helmingur bankastjóra ráðherrar Tólf af sautján seðlabankastjórum hafa verið pólitískt ráðnir. Flestir þeirra voru framsóknarmenn. Átta seðlabankastjórar voru áður ráðherrar. <em>Sigríður Dögg Auðunsdóttir</em> skoðar menntun og starfsreynslu seðlabankastjóra frá stofnun bankans 1961 </font /></b /> 9.9.2005 00:01
Davíð á rétt á tvöföldum launum Eftirlaun Davíðs Oddssonar leggjast ofan á laun hans sem seðlabankastjóri. Fyrst í stað verða eftirlaunin 334 þúsund en hækka í 718 þúsund í lok ráðningartímabilsins. Laun seðlabankastjóra hækkuðu nýverið og eru nú tæplega 1,3 milljónir á mánuði. </font /></b /> 9.9.2005 00:01
Davíð stöðvaði breytingu laga Í kjölfar gagnrýnisradda í byrjun árs á að ráðherrar gætu þegið eftirlaun meðan þeir gegndu öðrum störfum á vegum ríkisins hét Halldór Ásgrímsson því að lögin yrðu endurskoðuð. Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu í vegi fyrir því einn flokka. </font /></b /> 9.9.2005 00:01
Anna vill leiða Framsókn Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu borgarstjórnarkosningum. 9.9.2005 00:01
Ósáttur við skipun Davíðs Ágúst Einarsson deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands er ósáttur við skipun Davíðs Oddssonar í stöðu seðlabankastjóra og segir stöðuna ekki fyrir stjórnmálamenn sem eru að setjast í helgan stein. 9.9.2005 00:01
Einkarekinn spítali innan 5 ára Augljóst er að einkarekinn spítali verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir formaður Læknafélags Íslands. Hópur fólks var vel á veg kominn með slíkar hugmyndir, en bakkaði vegna andspyrnu sem það varð fyrir </font /></b /> 9.9.2005 00:01
Valdabarátta og togstreita Ástæður deilumála lækna og yfirstjórnar á Landspítala háskólasjúkrahúsi eru margþættar. Valdabarátta og togstreita af ýmsum toga hafa birst á margvíslegan hátt, allt frá stöðulækkunum til deilna um stimpilklukku.</font /></b /> 9.9.2005 00:01
Læknum líður mjög illa "Ég hitti daglega lækna á Landspítalanum sem líður mjög illa andlega.Þeim finnst þeir ekki fá tækifæri til að sinna sjúklingnum eins og þeir ættu að gera og þora ekki að segja neitt. Ef menn gera það þá eru þeir teknir í gegn." 9.9.2005 00:01
Anna stefnir á fyrsta sætið Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Anna tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir stundu. 9.9.2005 00:01