Innlent

KEA stofnar tvö félög

KEA er að stofna tvö ný félög utan um starfsemi félaga í eigu KEA, Framtakssjóðinn og Hilding, og mun nýja fyrirkomulagið verða komið í fullan gang í haust. Annars vegar er um að ræða félagið Framtakssjóð utan um starfsemi sprotafyrirtækjanna og hinsvegar er um að ræða Hilding utan um starfsemi rótgróinna fyrirtækja. Hildingur verður með um 1.200 milljónir í eigið fé og Framtakssjóður með um 400 milljónir. Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, segir að með þessu sé verið að skerpa starfsemina en KEA haldi áfram að vinna að og styðja við ýmis verkefni eins og áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×