Innlent

Tveir mánuðir fyrir líkamsárás

Maður á tvítugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í júní í fyrra sparkað í hurð bifreiðar og rifið ökumanninn út, sparkað í hann og veitt honum þung högg. Í dómnum kemur fram að fórnarlambið hafi hruflast og marist á nefhrygg, vinstra hné og vinsti þumalfingri. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða rúmar 200 þúsund krónur í skaðabætur, auk sakarkostnaðar. Þá var rúmlega tvítugur maður dæmdur til að greiða 18 þúsund króna sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa stolið fimm áfengisflöskum úr Reiðhöll Gusts í október í fyrra. Greiði maðurinn ekki sektina þarf hann að sitja tvo daga í fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×