Fleiri fréttir Úthlutað úr Barnamenningarsjóði Barnamenningarsjóður hefur lokið úthlutun styrkja í ár. Alls sóttu 53 aðilar um styrki til 57 verkefna og var styrkjum samtals að fjárhæð 1,5 milljónir króna úthlutað í ár. 16.6.2005 00:01 Ógnvænlegt ástand vegna offitu Offita er samfélagslegt vandamál, sem allir verða að taka saman höndum gegn, segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu. Hún segir ástandið hér á landi ógnvænlega. 16.6.2005 00:01 Þrír mánuðir fyrir líkamsárás Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás með því að hafa í apríl árið 2001 slegið annan mann í andlitið með glasi með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á neðri vör og fimm framtennur brotnuðu. Ákærði neitaði sök en sannað þótti í samræmi við framburð vitna að hann hefði hent glasinu framan í manninn. 16.6.2005 00:01 Þýðingarsjóður úthlutar styrkjum Þýðingarsjóður úthlutar í ár styrkjum til 60 verkefna að andvirði 12,5 milljóna króna, en alls sóttu 30 aðilar um styrki til 99 þýðingarverkefna. Hæsta styrkinn fékk bókaútgáfan Bjartur, 2,35 milljónir króna til ellefu verkefna, en þar eftir kom Edda - útgáfa með 1,8 milljónir króna til átta verkefna. 16.6.2005 00:01 Ísland dýrast í öllum flokkum Íslenskir neytendur greiddu hæsta verð í Evrópu fyrir ADSL tengingar sínar á síðasta ári samkvæmt úttekt dönsku Tækni og fjarskiptastofnunarinnar. Greiddu Íslendingar rúmar sex þúsund krónur fyrir 512 kb/s áskrift á mánuði meðan Hollendingar, þar sem verðið var ódýrast, greiddu aðeins tæpar tvö þúsund krónur. 16.6.2005 00:01 Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms Máli þriggja pólskra verkamanna sem handteknir voru í mars vegna gruns um að þeir störfuðu hér á landi án atvinnuleyfa var vísað aftur til héraðsdóms fyrir Hæstarétti í gær. Höfðu mennirnir verið dæmdir hver um sig til mánaðar fangelsisvistar skilorðsbundið fyrir Héraðsdómi Suðurlands en niðurstaða Hæstaréttar var að sá dómur yrði ómerktur gerður. 16.6.2005 00:01 Fé í uppbyggingu smáfyrirtækja Samherji hefur ákveðið að leggja 20 milljónir í uppbyggingu smærri fyrirtækja á Stöðvarfirði. Er það liður í atvinnuþróunarverkefni sem félagið hefur unnið að ásamt Austurbyggð og Þróunarstofu Austurlands í kjölfar þess að Samherji ákvað að hætta landvinnslu á Stöðvarfirði í haust. 16.6.2005 00:01 Nýjar upplýsingar breyti engu Ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna og segir að nýjar upplýsingar sem lagðar hafi verið fram á fundi fjárlaganefndar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganes hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki, sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. 16.6.2005 00:01 Dómur héraðsdóms staðfestur Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness frá janúar síðastliðnum um tæplega sjö ára fangelsi til handa Berki Birgissyni sem slasaði mann alvarlega þegar hann réðst á hann á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði vopnaður öxi. 16.6.2005 00:01 Sprengjugabb í Íslandsbanka Lögregla var kölluð í útibú Íslandsbanka við Lækjargötu í Reykjavík skömmu fyrir hádegi í gær vegna miða sem starfsmenn bankans töldu vera sprengjuhótun. Reyndist um gabb eða misheppnað spaug að ræða. 16.6.2005 00:01 Greenpeace kemur í heimsókn Í dag 17. júní hefst vikuheimsókn skips náttúrverndarsamtakanna Greenpeace, MV Arctic Sunrise, hingað til lands þegar skipið leggur að við Ægisgarð í Reykjavík. Gestum og gangandi er boðið að skoða skipið í dag. 16.6.2005 00:01 Safnaðarformaður veldur usla Þetta er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt því þetta er bara eins og gengur og gerist," segir Matthías G. Pétursson, formaður hestamannafélagsins Andvara í Garðabæ en tveir stjórnarmenn af fimm hafa sagt sig úr stjórninni á þessu ári og neita báðir að tjá sig um hvort ósætti við formanninn sé ástæða úrsagnarinnar. 16.6.2005 00:01 Hriktir í stoðum R-listans Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélagnna í Reykjavík á miðvikudag var almenn sátt meðal fundarmanna um að leggja til að haldið yrði prófkjör meðal flokkanna þriggja, sem standa að R-listanum, þar sem borgarbúar fengju að koma að ákvörðun um vægi einstaklinga og flokka á listanum. 16.6.2005 00:01 Sat fastur undir Höfðabakkabrú Vörubifreið með tengivagn festist undir Höfðabakkabrú yfir Vesturlandsveg um klukkan tuttugu mínútur fyrir 12 í gærdag. Ökumaður bifreiðarinnar hafði ekki gætt að því að farmur tengivagnsins var hærri en svo að hann kæmist undir brúnna og því fór sem fór. 16.6.2005 00:01 Sömu fargjöld hjá flugfélögunum Bandaríska flugfélagið Delta hækkaði þann 15. júní flest fargjöld í flugi yfir Atlantshafið. Þotueldsneyti hefur hækkað töluvert í verði síðustu mánuði og gætu fleiri fargjöld átt eftir að hækka. Íslensku flugfélögin búast þó ekki við að hækka fargjöld á næstunni. 16.6.2005 00:01 Ummæli Jóns Baldvins ómerkt Ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra sem hann viðhafði í Dagblaðinu um fyrrum tengdason sinn Marco Brancaccia, yfirmann ítölsku fréttaþjónustunnar ANSA í Mið-Ameríku, voru á miðvikudag ómerkt í Héraðsdómi Reykjavíkur. 16.6.2005 00:01 Stærra hótel í Stykkishólmi Hótel Stykkishólmur stækkar um rúmlega helming þegar nýbygging hótelsins verður tilbúin á næstu dögum. Nýja byggingin verður alls þrjár hæðir en þegar hefur neðsta hæðin verið opnuð en eftir stækkunina verða alls áttatíu herbergi á hótelinu en voru fyrir hana rúmlega þrjátíu. 16.6.2005 00:01 Sjö og hálft ár fyrir axarárás Hæstiréttur staðfesti dóm yfir Birki Birgissyni sem hlaut sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Birkir réðst á mann með exi og sló hann í höfuðið. Hann var enn fremur dæmdur fyrir sjö líkamsárásir, brot á vopnalögum og umferðarlögum. 16.6.2005 00:01 Vilja breska mótmælandann lausan Efnt var til mótmæla fyrir framan Dómsmálaráðuneytið vegna gæsluvarðhaldsúrskurðarins sem Bretinn Paul Gill fékk. Paul var einn þremenninganna sem tók þátt í slettumótmælunum í Nordica-hóteli fyrr í vikunni. Íslendingunum tveimur var sleppt, en Paul var á miðvikudaginn dæmdur í sex daga gæsluvarðhald á Litla-Hrauni. 16.6.2005 00:01 Ómálefnalegur dómur segir lögmaður Tveir erlendir starfsmenn ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo við Kárahnjúka voru dæmdir í gær í Héraðsdómi Austurlands til greiðslu 50 þúsund króna sektar auk sakarkostnaðar hvor fyrir að hafa starfað hér að löggiltri iðngrein án viðurkenningar á starfsréttindum. Annar var verkstjóri smíðaverkstæðis og hinn verkstjóri í rafmagnsdeild. 16.6.2005 00:01 Sýknuð þrátt fyrir ölvun Héraðsdómur Reykjaness sýknaði gær konu af ölvunarakstri. Konan hafði ekið á gangandi vegfaranda hjá Fjörukránni í Hafnarfirði. Áfengismagn í blóði hennar var 1,58 prómill. 16.6.2005 00:01 Baugur stofnar styrktarsjóð Baugur ákvað í síðustu viku að verja þrjú hundruð milljónum króna á árinu í stofnun sjóðs sem á að styrkja líknar- og velferðarmál barna en einnig menningar- og listalíf. Gert er ráð fyrir að heildarframlög sjóðsins verði 40-60 milljónir króna á ári. 16.6.2005 00:01 Braut glas á andliti annars 31 árs gamall maður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að brjóta glas á andliti manns inni á skemmtistaðnum Glaumbar í apríllok 2001. Refsingin er skilorðsbundin í tvö ár, en að auki þarf hann að greiða fórnarlambi sínu, sem missti fimm tennur, tæpar 370.000 krónur. 16.6.2005 00:01 Urðu bensínlausir eftir innbrot Tveir menn, 22 og 25 ára gamlir, voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmdir í mánaðarfangelsi hvor, en báðir eru dómarnir skilorðsbundnir í tvö ár. Þá er þeim gert að greiða hvor um sig Olíuverslun Íslands hf. 51.790 krónur með vöxtum. 16.6.2005 00:01 Geymdi þýfi fyrir litla bróður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær þrítugan mann í sjö mánaða fangelsi fyrir að taka við og geyma þýfi fyrir sex árum yngri bróður sinn. Fimm mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir í þrjú ár. 16.6.2005 00:01 Baugur stofnar styrktarsjóð Baugur Group hefur ákveðið að verja 300 milljónum króna til að stofna sérstakan styrktarsjóð. Gert er ráð fyrir að framlög úr sjóðnum verði 40 til 60 milljónir króna á ári og verður það til að styðja margvísleg líknar- og velferðarmál barna auk menningar og listar. 16.6.2005 00:01 Sameining dæmd lögleg Sveitarstjórn Norður-Héraðs fór að lögum þegar sameining sveitarfélagsins Fellahrepps og Austur-Héraðs stóð fyrir dyrum og því hafnaði Hæstiréttur í gær kröfu átta einstaklinga sem kröfðust þess að staðfesting Félagsmálaráðuneytisins á sameiningunni væri dæmd ógild. 16.6.2005 00:01 Samherji styrkir Stöðvarfjörð Samherji hefur ákveðið að leggja tuttugu milljónir í uppbyggingu smærri fyrirtækja á Stöðvarfirði. Fyrsta september næstkomandi munu 32 Stöðfirðingar missa vinnu sína hjá Samherja þegar fyrirtækið lokar frystihúsi sínu á staðnum. 16.6.2005 00:01 Brutu lögin í góðri trú Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær Humarvinnsluna í Þorlákshöfn fyrir brot á lögum um stjórn fiskveiða. Framkvæmdastjórinn sagðist hafa brotið lögin fyrir mistök, en hann hefði verið nýbyrjaður í útgerð. Átti brotið sér stað sumarið 2003. 16.6.2005 00:01 Eignin 34 en ekki 25 prósent Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. 16.6.2005 00:01 Þungur rekstur skóla og sendiráða Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. 16.6.2005 00:01 Ríkisendurskoðandi lauk rannsókn Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. 16.6.2005 00:01 Holræsagjald ekki lagt niður Dælustöðin í Gufunesi er tilbúin og þar með lýkur hreinsun strandlengju borgarinnar af skólpi. Holræsagjaldið verður samt ekki fellt niður, en því var ætlað að standa straum af þessum framkvæmdum. 16.6.2005 00:01 Fáir mótmæltu varðhaldi yfir Gill Fáir sinntu því kalli að mótmæla gæsluvarðahaldi yfir Paul Gill við dómsmálaráðuneytið í dag. Gill er einn þremenninganna sem skvettu grænu skyri á ráðstefnugesti á Nordica-hóteli og sá eini sem situr í gæsluvarðhaldi vegna verknaðarins. 16.6.2005 00:01 Fjárdráttur kærður til lögreglu Lögreglu verður sent fjárdráttarmál starfsmanns Reykjavíkurborgar til rannsóknar komi í ljós við athugun að hann hafi dregið sér fé frá geðsjúkum. 16.6.2005 00:01 Gerð Kárahnjúkastíflu hálfnuð Gerð Kárahnjúkastíflu, stærsta mannvirkis Íslands, er nú hálfnuð og er endanleg mynd komin á hluta stíflunnar. Eftirlitsaðilar segja verktakann kominn yfir erfiðasta hjallan og fram undan sé beinn og breiður vegur. 16.6.2005 00:01 Gott veður á þjóðhátíðardaginn Það er þjóðsaga á Íslandi að það sé alltaf rigning á 17. júní en þann dag árið 1911 var glampandi sól um allt land og hiti 8-15 stig, hlýjast í höfuðborginni. Þannig verður það einnig á morgun. 16.6.2005 00:01 Nýtt síldarævintýri í uppsiglingu? Munum við aftur upplifa síldarævintýri eins og í gamla daga þar sem ungar stúlkur og piltar flykktust þúsundum saman til Norður- og Austurlands til að vinna í síld? Endurkoma norsk-íslensku síldarinnar inn í íslenska lögsögu vekur slíkar spurningar. 16.6.2005 00:01 Mikil vatnsnotkun í Reykjavík Meðalvatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur vaxið gríðarlega að undanförnu vegna þurrka, samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur. Hefur hún farið upp í 85.630 þúsund tonn á sólarhring en er í eðlilegu árferði 47.520 þúsund tonn á sólarhring. 16.6.2005 00:01 Sjóræningjaskip á karfaslóð Nokkur skip sáust í eftirlitsflugi TF-SYN, flugvélar Landhelgisgæslunnar, á karfaslóð á Reykjaneshrygg utan íslenskrar lögsögu í gær. 16.6.2005 00:01 Vísitala fasteignaverðs hækkar enn Vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,8 prósentustig í maí og heldur því áfram að hækka. 16.6.2005 00:01 Miklar framkvæmdir í Leifsstöð Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að undanförnu og í dag var opnuð ný komuverslun Fríhafnarinnar. 16.6.2005 00:01 Mótmælendur enn í haldi Þrír eru enn í haldi lögreglunnar vegna mótmælaaðgerða á Nordica-hóteli í gær. Mótmælendurnir ruddust inn á alþjóðlega ráðstefnu um álframleiðslu sem haldin var á hótelinu og skvettu grænleitum vökva yfir ráðstefnugestu. Vökvinn fór einnig á innréttingar og tölvubúnað. Tveir mótmælendanna eru Íslendingar, en sá þriðji Englendingur. Þau verða yfirheyrð frekar með morgninum. 15.6.2005 00:01 Talinn hafa ekið drukkinn á stöð Það fór líklega öðruvísi en til stóð hjá ökumanni sem kom á lögreglustöðina í Keflavík í gærkvöldi. Hann mætti á stöðina í þeim tilgangi að láta geyma fyrir sig bíllyklana væntanlega af því að hann hefur metið stöðuna sem svo að hann ætti ekki að aka. Lögreglan virðist hafa verið á sama máli því umræddur maður var handtekinn grunaður um að hafa ekið bíl sínum á stöðina undir áhrifum áfengis. 15.6.2005 00:01 Ungmenni fá rétt til nefndarsetu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í gær að veita ungmennum rétt til nefndarsetu á vegum bæjarins. Bæjarstjórnin samþykkti að fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar ætti rétt til setu á fundum íþrótta- og tómstundanefndar bæjarins. Sá verður áheyrnarfulltrúi en með tillögurétt og málfrelsi. 15.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Úthlutað úr Barnamenningarsjóði Barnamenningarsjóður hefur lokið úthlutun styrkja í ár. Alls sóttu 53 aðilar um styrki til 57 verkefna og var styrkjum samtals að fjárhæð 1,5 milljónir króna úthlutað í ár. 16.6.2005 00:01
Ógnvænlegt ástand vegna offitu Offita er samfélagslegt vandamál, sem allir verða að taka saman höndum gegn, segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu. Hún segir ástandið hér á landi ógnvænlega. 16.6.2005 00:01
Þrír mánuðir fyrir líkamsárás Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás með því að hafa í apríl árið 2001 slegið annan mann í andlitið með glasi með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð á neðri vör og fimm framtennur brotnuðu. Ákærði neitaði sök en sannað þótti í samræmi við framburð vitna að hann hefði hent glasinu framan í manninn. 16.6.2005 00:01
Þýðingarsjóður úthlutar styrkjum Þýðingarsjóður úthlutar í ár styrkjum til 60 verkefna að andvirði 12,5 milljóna króna, en alls sóttu 30 aðilar um styrki til 99 þýðingarverkefna. Hæsta styrkinn fékk bókaútgáfan Bjartur, 2,35 milljónir króna til ellefu verkefna, en þar eftir kom Edda - útgáfa með 1,8 milljónir króna til átta verkefna. 16.6.2005 00:01
Ísland dýrast í öllum flokkum Íslenskir neytendur greiddu hæsta verð í Evrópu fyrir ADSL tengingar sínar á síðasta ári samkvæmt úttekt dönsku Tækni og fjarskiptastofnunarinnar. Greiddu Íslendingar rúmar sex þúsund krónur fyrir 512 kb/s áskrift á mánuði meðan Hollendingar, þar sem verðið var ódýrast, greiddu aðeins tæpar tvö þúsund krónur. 16.6.2005 00:01
Hæstiréttur ómerkti dóm héraðsdóms Máli þriggja pólskra verkamanna sem handteknir voru í mars vegna gruns um að þeir störfuðu hér á landi án atvinnuleyfa var vísað aftur til héraðsdóms fyrir Hæstarétti í gær. Höfðu mennirnir verið dæmdir hver um sig til mánaðar fangelsisvistar skilorðsbundið fyrir Héraðsdómi Suðurlands en niðurstaða Hæstaréttar var að sá dómur yrði ómerktur gerður. 16.6.2005 00:01
Fé í uppbyggingu smáfyrirtækja Samherji hefur ákveðið að leggja 20 milljónir í uppbyggingu smærri fyrirtækja á Stöðvarfirði. Er það liður í atvinnuþróunarverkefni sem félagið hefur unnið að ásamt Austurbyggð og Þróunarstofu Austurlands í kjölfar þess að Samherji ákvað að hætta landvinnslu á Stöðvarfirði í haust. 16.6.2005 00:01
Nýjar upplýsingar breyti engu Ríkisendurskoðandi hefur lokið athugun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna og segir að nýjar upplýsingar sem lagðar hafi verið fram á fundi fjárlaganefndar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganes hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki, sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. 16.6.2005 00:01
Dómur héraðsdóms staðfestur Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness frá janúar síðastliðnum um tæplega sjö ára fangelsi til handa Berki Birgissyni sem slasaði mann alvarlega þegar hann réðst á hann á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði vopnaður öxi. 16.6.2005 00:01
Sprengjugabb í Íslandsbanka Lögregla var kölluð í útibú Íslandsbanka við Lækjargötu í Reykjavík skömmu fyrir hádegi í gær vegna miða sem starfsmenn bankans töldu vera sprengjuhótun. Reyndist um gabb eða misheppnað spaug að ræða. 16.6.2005 00:01
Greenpeace kemur í heimsókn Í dag 17. júní hefst vikuheimsókn skips náttúrverndarsamtakanna Greenpeace, MV Arctic Sunrise, hingað til lands þegar skipið leggur að við Ægisgarð í Reykjavík. Gestum og gangandi er boðið að skoða skipið í dag. 16.6.2005 00:01
Safnaðarformaður veldur usla Þetta er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt því þetta er bara eins og gengur og gerist," segir Matthías G. Pétursson, formaður hestamannafélagsins Andvara í Garðabæ en tveir stjórnarmenn af fimm hafa sagt sig úr stjórninni á þessu ári og neita báðir að tjá sig um hvort ósætti við formanninn sé ástæða úrsagnarinnar. 16.6.2005 00:01
Hriktir í stoðum R-listans Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélagnna í Reykjavík á miðvikudag var almenn sátt meðal fundarmanna um að leggja til að haldið yrði prófkjör meðal flokkanna þriggja, sem standa að R-listanum, þar sem borgarbúar fengju að koma að ákvörðun um vægi einstaklinga og flokka á listanum. 16.6.2005 00:01
Sat fastur undir Höfðabakkabrú Vörubifreið með tengivagn festist undir Höfðabakkabrú yfir Vesturlandsveg um klukkan tuttugu mínútur fyrir 12 í gærdag. Ökumaður bifreiðarinnar hafði ekki gætt að því að farmur tengivagnsins var hærri en svo að hann kæmist undir brúnna og því fór sem fór. 16.6.2005 00:01
Sömu fargjöld hjá flugfélögunum Bandaríska flugfélagið Delta hækkaði þann 15. júní flest fargjöld í flugi yfir Atlantshafið. Þotueldsneyti hefur hækkað töluvert í verði síðustu mánuði og gætu fleiri fargjöld átt eftir að hækka. Íslensku flugfélögin búast þó ekki við að hækka fargjöld á næstunni. 16.6.2005 00:01
Ummæli Jóns Baldvins ómerkt Ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra sem hann viðhafði í Dagblaðinu um fyrrum tengdason sinn Marco Brancaccia, yfirmann ítölsku fréttaþjónustunnar ANSA í Mið-Ameríku, voru á miðvikudag ómerkt í Héraðsdómi Reykjavíkur. 16.6.2005 00:01
Stærra hótel í Stykkishólmi Hótel Stykkishólmur stækkar um rúmlega helming þegar nýbygging hótelsins verður tilbúin á næstu dögum. Nýja byggingin verður alls þrjár hæðir en þegar hefur neðsta hæðin verið opnuð en eftir stækkunina verða alls áttatíu herbergi á hótelinu en voru fyrir hana rúmlega þrjátíu. 16.6.2005 00:01
Sjö og hálft ár fyrir axarárás Hæstiréttur staðfesti dóm yfir Birki Birgissyni sem hlaut sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði. Birkir réðst á mann með exi og sló hann í höfuðið. Hann var enn fremur dæmdur fyrir sjö líkamsárásir, brot á vopnalögum og umferðarlögum. 16.6.2005 00:01
Vilja breska mótmælandann lausan Efnt var til mótmæla fyrir framan Dómsmálaráðuneytið vegna gæsluvarðhaldsúrskurðarins sem Bretinn Paul Gill fékk. Paul var einn þremenninganna sem tók þátt í slettumótmælunum í Nordica-hóteli fyrr í vikunni. Íslendingunum tveimur var sleppt, en Paul var á miðvikudaginn dæmdur í sex daga gæsluvarðhald á Litla-Hrauni. 16.6.2005 00:01
Ómálefnalegur dómur segir lögmaður Tveir erlendir starfsmenn ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo við Kárahnjúka voru dæmdir í gær í Héraðsdómi Austurlands til greiðslu 50 þúsund króna sektar auk sakarkostnaðar hvor fyrir að hafa starfað hér að löggiltri iðngrein án viðurkenningar á starfsréttindum. Annar var verkstjóri smíðaverkstæðis og hinn verkstjóri í rafmagnsdeild. 16.6.2005 00:01
Sýknuð þrátt fyrir ölvun Héraðsdómur Reykjaness sýknaði gær konu af ölvunarakstri. Konan hafði ekið á gangandi vegfaranda hjá Fjörukránni í Hafnarfirði. Áfengismagn í blóði hennar var 1,58 prómill. 16.6.2005 00:01
Baugur stofnar styrktarsjóð Baugur ákvað í síðustu viku að verja þrjú hundruð milljónum króna á árinu í stofnun sjóðs sem á að styrkja líknar- og velferðarmál barna en einnig menningar- og listalíf. Gert er ráð fyrir að heildarframlög sjóðsins verði 40-60 milljónir króna á ári. 16.6.2005 00:01
Braut glas á andliti annars 31 árs gamall maður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að brjóta glas á andliti manns inni á skemmtistaðnum Glaumbar í apríllok 2001. Refsingin er skilorðsbundin í tvö ár, en að auki þarf hann að greiða fórnarlambi sínu, sem missti fimm tennur, tæpar 370.000 krónur. 16.6.2005 00:01
Urðu bensínlausir eftir innbrot Tveir menn, 22 og 25 ára gamlir, voru í Héraðsdómi Austurlands í gær dæmdir í mánaðarfangelsi hvor, en báðir eru dómarnir skilorðsbundnir í tvö ár. Þá er þeim gert að greiða hvor um sig Olíuverslun Íslands hf. 51.790 krónur með vöxtum. 16.6.2005 00:01
Geymdi þýfi fyrir litla bróður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær þrítugan mann í sjö mánaða fangelsi fyrir að taka við og geyma þýfi fyrir sex árum yngri bróður sinn. Fimm mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir í þrjú ár. 16.6.2005 00:01
Baugur stofnar styrktarsjóð Baugur Group hefur ákveðið að verja 300 milljónum króna til að stofna sérstakan styrktarsjóð. Gert er ráð fyrir að framlög úr sjóðnum verði 40 til 60 milljónir króna á ári og verður það til að styðja margvísleg líknar- og velferðarmál barna auk menningar og listar. 16.6.2005 00:01
Sameining dæmd lögleg Sveitarstjórn Norður-Héraðs fór að lögum þegar sameining sveitarfélagsins Fellahrepps og Austur-Héraðs stóð fyrir dyrum og því hafnaði Hæstiréttur í gær kröfu átta einstaklinga sem kröfðust þess að staðfesting Félagsmálaráðuneytisins á sameiningunni væri dæmd ógild. 16.6.2005 00:01
Samherji styrkir Stöðvarfjörð Samherji hefur ákveðið að leggja tuttugu milljónir í uppbyggingu smærri fyrirtækja á Stöðvarfirði. Fyrsta september næstkomandi munu 32 Stöðfirðingar missa vinnu sína hjá Samherja þegar fyrirtækið lokar frystihúsi sínu á staðnum. 16.6.2005 00:01
Brutu lögin í góðri trú Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær Humarvinnsluna í Þorlákshöfn fyrir brot á lögum um stjórn fiskveiða. Framkvæmdastjórinn sagðist hafa brotið lögin fyrir mistök, en hann hefði verið nýbyrjaður í útgerð. Átti brotið sér stað sumarið 2003. 16.6.2005 00:01
Eignin 34 en ekki 25 prósent Ríkisendurskoðandi gat ekki veitt fullnægjandi svör um eignarhald venslamanna forsætisráðherra í Ketillaugu ehf. og eign félagsins í Skinney Þinganesi á fundi fjárlaganefndar í gær. 16.6.2005 00:01
Þungur rekstur skóla og sendiráða Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. 16.6.2005 00:01
Ríkisendurskoðandi lauk rannsókn Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. 16.6.2005 00:01
Holræsagjald ekki lagt niður Dælustöðin í Gufunesi er tilbúin og þar með lýkur hreinsun strandlengju borgarinnar af skólpi. Holræsagjaldið verður samt ekki fellt niður, en því var ætlað að standa straum af þessum framkvæmdum. 16.6.2005 00:01
Fáir mótmæltu varðhaldi yfir Gill Fáir sinntu því kalli að mótmæla gæsluvarðahaldi yfir Paul Gill við dómsmálaráðuneytið í dag. Gill er einn þremenninganna sem skvettu grænu skyri á ráðstefnugesti á Nordica-hóteli og sá eini sem situr í gæsluvarðhaldi vegna verknaðarins. 16.6.2005 00:01
Fjárdráttur kærður til lögreglu Lögreglu verður sent fjárdráttarmál starfsmanns Reykjavíkurborgar til rannsóknar komi í ljós við athugun að hann hafi dregið sér fé frá geðsjúkum. 16.6.2005 00:01
Gerð Kárahnjúkastíflu hálfnuð Gerð Kárahnjúkastíflu, stærsta mannvirkis Íslands, er nú hálfnuð og er endanleg mynd komin á hluta stíflunnar. Eftirlitsaðilar segja verktakann kominn yfir erfiðasta hjallan og fram undan sé beinn og breiður vegur. 16.6.2005 00:01
Gott veður á þjóðhátíðardaginn Það er þjóðsaga á Íslandi að það sé alltaf rigning á 17. júní en þann dag árið 1911 var glampandi sól um allt land og hiti 8-15 stig, hlýjast í höfuðborginni. Þannig verður það einnig á morgun. 16.6.2005 00:01
Nýtt síldarævintýri í uppsiglingu? Munum við aftur upplifa síldarævintýri eins og í gamla daga þar sem ungar stúlkur og piltar flykktust þúsundum saman til Norður- og Austurlands til að vinna í síld? Endurkoma norsk-íslensku síldarinnar inn í íslenska lögsögu vekur slíkar spurningar. 16.6.2005 00:01
Mikil vatnsnotkun í Reykjavík Meðalvatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu hefur vaxið gríðarlega að undanförnu vegna þurrka, samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur. Hefur hún farið upp í 85.630 þúsund tonn á sólarhring en er í eðlilegu árferði 47.520 þúsund tonn á sólarhring. 16.6.2005 00:01
Sjóræningjaskip á karfaslóð Nokkur skip sáust í eftirlitsflugi TF-SYN, flugvélar Landhelgisgæslunnar, á karfaslóð á Reykjaneshrygg utan íslenskrar lögsögu í gær. 16.6.2005 00:01
Vísitala fasteignaverðs hækkar enn Vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,8 prósentustig í maí og heldur því áfram að hækka. 16.6.2005 00:01
Miklar framkvæmdir í Leifsstöð Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar að undanförnu og í dag var opnuð ný komuverslun Fríhafnarinnar. 16.6.2005 00:01
Mótmælendur enn í haldi Þrír eru enn í haldi lögreglunnar vegna mótmælaaðgerða á Nordica-hóteli í gær. Mótmælendurnir ruddust inn á alþjóðlega ráðstefnu um álframleiðslu sem haldin var á hótelinu og skvettu grænleitum vökva yfir ráðstefnugestu. Vökvinn fór einnig á innréttingar og tölvubúnað. Tveir mótmælendanna eru Íslendingar, en sá þriðji Englendingur. Þau verða yfirheyrð frekar með morgninum. 15.6.2005 00:01
Talinn hafa ekið drukkinn á stöð Það fór líklega öðruvísi en til stóð hjá ökumanni sem kom á lögreglustöðina í Keflavík í gærkvöldi. Hann mætti á stöðina í þeim tilgangi að láta geyma fyrir sig bíllyklana væntanlega af því að hann hefur metið stöðuna sem svo að hann ætti ekki að aka. Lögreglan virðist hafa verið á sama máli því umræddur maður var handtekinn grunaður um að hafa ekið bíl sínum á stöðina undir áhrifum áfengis. 15.6.2005 00:01
Ungmenni fá rétt til nefndarsetu Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað í gær að veita ungmennum rétt til nefndarsetu á vegum bæjarins. Bæjarstjórnin samþykkti að fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar ætti rétt til setu á fundum íþrótta- og tómstundanefndar bæjarins. Sá verður áheyrnarfulltrúi en með tillögurétt og málfrelsi. 15.6.2005 00:01