Hriktir í stoðum R-listans 16. júní 2005 00:01 Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélagnna í Reykjavík á miðvikudag var almenn sátt meðal fundarmanna um að leggja til að haldið yrði prófkjör meðal flokkanna þriggja, sem standa að R-listanum, þar sem borgarbúar fengju að koma að ákvörðun um vægi einstaklinga og flokka á listanum. Hugmyndir Samfylkingarinnar munu verða lagðar fram á fundi viðræðunefndarinnar sem kemur næst saman eftir rúma viku en Samfylkingin hefur talið að hlutur flokksins í R-listanum eigi að vera töluvert meiri en annarra flokka þar sem flokkurinn mælist með meira fylgi en hinir tveir. Þannig verður að líkindum lagt til að hverjum hinna þriggja verði tryggt eitt sæti af átta efstu sætunum en aðrir verða valdir með meirihlutakosningu í prófkjöri. "Það komu fram sjónarmið á þessum fundi að tryggja sem mest aðkomu Reykvíkinga að þessu framboði og allt annað eru tæknilegar útfærslur. Ýmis sjónarmið í þessa veru hafa heyrst áður frá okkar fólki og eru þekkt. En aðalatriðið er það að stjórnin fékk umboð til að halda viðræðunum áfram," sagði Páll Halldórsson, sem var endurkjörinn formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar á fundinum. Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans í Framsóknarflokki, segir að hún geri ekki ráð fyrir að sinn flokkur samþykki slílka tillögu. "Ef þetta er leið sem verður lögð til, geri ég ráð fyrir því að við viljum fara fram á okkar eigin forsendum en ég get ekki talað nema fyrir sjálfa mig. Ef Samfylkingin ákveður að fara fram sér þá held ég líka að meirihlutinn í borginni sé í uppnámi," segir Anna. Svandís Svavarsdóttir, hjá Vinstri-grænum, segir að ef slík tillaga komi fram þá sé hún ekki vænlegur kostur. "Ef menn vilja fara í einhverjar styrkleikamælingar innan R-listans er líklega best að hver flokkur geri það á sínum forsendum. Við höfum alltaf haft það að leiðarljósi að flokkarnir ættu að hafa jafna aðkomu að R-listanum," segir hún. Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sjá meira
Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélagnna í Reykjavík á miðvikudag var almenn sátt meðal fundarmanna um að leggja til að haldið yrði prófkjör meðal flokkanna þriggja, sem standa að R-listanum, þar sem borgarbúar fengju að koma að ákvörðun um vægi einstaklinga og flokka á listanum. Hugmyndir Samfylkingarinnar munu verða lagðar fram á fundi viðræðunefndarinnar sem kemur næst saman eftir rúma viku en Samfylkingin hefur talið að hlutur flokksins í R-listanum eigi að vera töluvert meiri en annarra flokka þar sem flokkurinn mælist með meira fylgi en hinir tveir. Þannig verður að líkindum lagt til að hverjum hinna þriggja verði tryggt eitt sæti af átta efstu sætunum en aðrir verða valdir með meirihlutakosningu í prófkjöri. "Það komu fram sjónarmið á þessum fundi að tryggja sem mest aðkomu Reykvíkinga að þessu framboði og allt annað eru tæknilegar útfærslur. Ýmis sjónarmið í þessa veru hafa heyrst áður frá okkar fólki og eru þekkt. En aðalatriðið er það að stjórnin fékk umboð til að halda viðræðunum áfram," sagði Páll Halldórsson, sem var endurkjörinn formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar á fundinum. Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi R-listans í Framsóknarflokki, segir að hún geri ekki ráð fyrir að sinn flokkur samþykki slílka tillögu. "Ef þetta er leið sem verður lögð til, geri ég ráð fyrir því að við viljum fara fram á okkar eigin forsendum en ég get ekki talað nema fyrir sjálfa mig. Ef Samfylkingin ákveður að fara fram sér þá held ég líka að meirihlutinn í borginni sé í uppnámi," segir Anna. Svandís Svavarsdóttir, hjá Vinstri-grænum, segir að ef slík tillaga komi fram þá sé hún ekki vænlegur kostur. "Ef menn vilja fara í einhverjar styrkleikamælingar innan R-listans er líklega best að hver flokkur geri það á sínum forsendum. Við höfum alltaf haft það að leiðarljósi að flokkarnir ættu að hafa jafna aðkomu að R-listanum," segir hún.
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sjá meira