Fleiri fréttir Horfði á föður sinn stunginn Dóttir manns sem lést af völdum stungusára stóð blóðug og grátandi í stigaganginum og sagði pabba sinn dáinn. Til átaka kom milli veislugesta og manns sem kom óboðinn til veislunnar. Einn lést og annar særðist. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Unnið er að rannsókn. 16.5.2005 00:01 Eden í Hveragerði til sölu Verslunar- og veitingahúsið Eden í Hveragerði er til sölu. Eden hóf starfsemi sumardaginn fyrsta árið 1957 og hefur því starfað samfellt í 48 ár. 16.5.2005 00:01 Jarðlög rannsökuð Íslenskar orkurannsóknir eru að hefja rannsóknir á jarðlögum milli Landeyjarsands og Vestmannaeyja. Þessar rannsóknir eru gerðar að frumkvæði Vegagerðar ríkisins í því að skyni að kanna aðstæður til jarðgangagerðar milli Vestmannaeyja og fasts lands. 16.5.2005 00:01 Lausir við grimmd götulífsins Stuðningsbýli Samhjálpar veitir mönnum sem hafa verið háðir fíkniefnum og með geðræna kvilla aðstoð. Forstöðumaður Samhjálpar segir árangurinn hafa farið fram úr björtustu vonum. Lögreglan og félagsmálayfirvöld eru ánægð með framtakið. 16.5.2005 00:01 Tvær konur létust í umferðarslysi Tvær konur létust og einn karlmaður slasaðist mikið í árekstri sem varð á þjóðveginum í Öxnadal undir kvöld í gær. Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan hálfsex. Slysið varð skammt frá bænum Syðri-Bægisá í Hörgárbyggð og með þeim hætti að jeppi á leið til Akureyrar, sem í voru eldri hjón, og fólksbíll á suðurleið, sem ein kona var í, skullu saman. 15.5.2005 00:01 Brutu rúðu til að komast í teiti Unglingspiltar brutu rúðu í heimahúsi í Garðabæ í nótt þegar þeir reyndu að komast óboðnir inn í samkvæmi. Stúlka á sextánda ári hafði fengið leyfi til að bjóða nokkrum vinkonum sínum heim og höfðu piltarnir frétt af því. Lögreglan í Hafnarfirði var kvödd á staðinn og var fengin aðstoð lögreglunnar í Kópavogi til að skakka leikinn. Enginn var handtekinn vegna þessa. 15.5.2005 00:01 Forsetinn tekur þátt í hringflugi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði af stað í hringflug Listahátíðar í Reykjavík og Flugfélags Íslands með fríðu föruneyti klukkan hálfníu í morgun. Um eitt hundrað manns taka þátt í hringfluginu á tveimur Fokker 50 vélum. Fyrsti áfangastaður var Ísafjörður þar sem tvær sýningar voru opnaðar á tíunda tímanum, önnur í Slunkaríki og hin í Edinborgarhúsinu. 15.5.2005 00:01 Tvö minni umferðarslys í gær Maður slasaðist á höfði eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum við Laugafell á leiðinni inn að Kárahnjúkum um kvöldmatarleytið í gær. Hann var fluttur á heilsugæslustöðina að Kárahnjúkum þar sem hlúð var að honum. Bíllinn er ónýtur. Þá urðu ekki teljandi meiðsl á fólki þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og velti á Snæfellsnesvegi skammt sunnan við Hítará í gærdag. Ökumanninum fataðist aksturinn í beygju. 15.5.2005 00:01 Gripinn tvisvar án ökuréttinda Tvítugur maður var tvívegis tekinn af lögreglunni í Keflavík í gær fyrir að aka bíl sviptur ökuréttindum. Fyrst var hann tekinn rétt eftir hádegi og svo aftur seint í gærkvöld. Lögreglan segir mjög hart tekið á brotum sem þessum. 15.5.2005 00:01 Á 185 km hraða á Miklubraut Ökumaður var tekinn á 185 kílómetra hraða á Miklubraut neðan Ártúnsbrekku í Reykjavík í nótt. Má hann búast við því að verða sviptur ökuréttinundum og fá háa sekt. Þá voru sex teknir fyrir ölvunarasktur í Reykjavík og einn í Hafnararfirði og annar í Kópavogi. 15.5.2005 00:01 Annir hjá lögreglunni á Blönduósi Um fimmtíu hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi frá því á fimmtudag. Þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur í nótt. Lögreglan býst við því að enn eigi þeim eftir að fjölga sem verða tekir fyrir hraðakstur þessa hvítasunnuhelgi. 15.5.2005 00:01 Leituðu torfærukappa á Suðurlandi Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á þriðja tímanum í nótt til að leita að fimm mönnum á torfærumótorhjólum. Þeir höfðu lagt af stað frá Gjábakkavegi um fjögurleytið í gær og ætluðu norður að Hlöðufelli og niður hjá Miðdal en skiluðu sér ekki á ætluðum tíma. Um 25 björgunarsveitarmenn komu að leitinni og fundu þeir mennina laust fyrir klukkan sex í morgun heila á húfi í Dalbúðarskála við Kerlingu. 15.5.2005 00:01 Um hundrað manns í hringflugi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri Reykjavíkur lögðu í morgun af stað í hringflug Listahátíðar í Reykjavík og Flugfélags Íslands. Um eitt hundrað manns taka þátt í fluginu á tveimur Fokker 50 vélum. 15.5.2005 00:01 Ylströndin opnuð í morgun Ylströndin í Nauthólsvík var opnuð í morgun. Þar býðst fólki að baða sig í ylvolgum sjó til 15. september í haust og er opnunartími frá kl. 10 á morgnana til 20 á kvöldin. Aðgangur að ströndinni, setlaugum, búningsklefum og salernum er ókeypis en greiða þarf 200 kr. fyrir að geyma föt í fatageymslu ylstrandarinnar. Hitastig sjávarlónsins er um 18-20 gráður að meðaltali þegar það er blandað með heitu vatni. 15.5.2005 00:01 Samningur auki ekki líkur á álveri Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands. 15.5.2005 00:01 Sækir veikan sjómann við Hornbjarg Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð kölluð út á hádegi til að sækja veikan sjómann um borð í bát norður af Hornbjargi. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað nákvæmlega amar að manninum en hann var hífður um borð í þyrluna rétt fyrir klukkan hálfþrjú. 15.5.2005 00:01 Selma syngur á Gay pride í Osló Á blaðamannafundi sem haldin var í gær sagði Selma Björnsdóttir frá því að henni hefði verið boðið að syngja á Gay pride í Osló í sumar og þar myndi hún koma fam ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem eins og Selma hefur keppt í Euróvison. 15.5.2005 00:01 Fjórða sæti í veðbönkum Ísland er sem stendur í fjórða sæti í enskum veðbönkum sem taka við veðmálum um sigur í Eurovision keppninni. Grikkir tróna þar á toppnum, ungverjar í öðru og Norðmenn í því þriðja á undan Íslandi. 15.5.2005 00:01 Þyrlan komin til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, lenti nú klukkan hálffimm á Reykjavíkurflugvelli með veikan sjómann sem hún sótti í bát norður af Hornbjargi. Þyrlan var kölluð út á hádegi í dag og var maðurinn kominn um borð í hana rétt fyrir klukkann hálfþrjú. Þyrlan hélt í kjölfarið til Ísafjarðar til að taka eldsneyti og flaug svo beint til Reykjavíkur. 15.5.2005 00:01 Eru mjög óánægð með Gunnar Ung frjálslynd lýsa í ályktun sem þau hafa sent frá sér mikilli óánægju með framgöngu Gunnars Örlygssonar í síðustu viku þegar hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum og gekk í raðir Sjálfstæðisflokksins. 15.5.2005 00:01 Létust í umferðarslysi í Öxnadal Konurnar sem létust í umferðarslysi í Öxnadal í gær hétu Halldóra Árnadóttir og Edda Sólrún Einarsdóttir. Halldóra var til heimilis að Kvistagerði 2 á Akureyri og lætur eftir sig eiginmann og fjóra uppkomna syni. Hún var farþegi í jeppabifreiðinni. Edda Sólrún var til heimilis að Baldursgötu 10 í Reykjanesbæ. Hún lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Hún var ökumaður fólksbifreiðarinnar. 15.5.2005 00:01 Vilja að kolmunnaveiðum verði hætt Norska hafrannsóknarstofnunin og danska matvælaráðuneytið vilja að kolmunnaveiðum verði hætt þegar í stað. Það myndi kosta Ísland marga milljarða króna. 15.5.2005 00:01 Fjölmenni í Nauthólsvík í dag Ylströndin í Nauthólsvík var opnuð í morgun. Fjöldi fólks kom þangað í dag að njóta blíðunnar á þessum fallega hvítasunnudegi. 15.5.2005 00:01 Telur ekki að samstaða muni aukast Útspil Norðuráls á Suðurnesjum verður ekki til þess að samstaða aukist meðal Norðlendinga um staðsetningu stóriðju, að mati framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Norðlendingar virðast samt sem áður ákveðnir í að komast aftur fram úr Suðurnesjamönnum í samkeppninni um næsta álver. 15.5.2005 00:01 Fékk fyrstur gervihjarta á Íslandi Gervihjarta var sett í sjúkling í fyrsta sinn á Íslandi fyrir tíu dögum. Örn Elísson fékk gervihjarta til að komast í gegnum hjartaaðgerð sem hann hefði annars ekki lifað af. 15.5.2005 00:01 Lengst í fríi á Norðurlöndum Íslenskir þingmenn fá lengst sumarfrí allra þingmanna Norðurlandanna. Finnar fá styst frí, rúmar sex vikur, en Íslendingar rúmar tuttugu. 15.5.2005 00:01 Óttast að hátíðin sé að hverfa Biskup Ísland óttast að hátíðin sé að hverfa úr lífi fólks og að allir dagar verði eins. Sjálfur var hann við hvítasunnumessu í Hallgrímskirkju í dag til að halda upp á anda hins góða og bjarta. 15.5.2005 00:01 Strandavegur mjög illa farinn Vegurinn frá Hólmavík á Ströndum að Brú í Hrútafirði er illa á sig kominn. Auknir stórflutningar um veginn hafa leikið hann illa og nú horfa Strandamenn til vegar um Arnkötludal sem myndi stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um 40 kílómetra. 15.5.2005 00:01 Erill hjá lögreglunni í Reykjavík Erilsamt var hjá Lögreglunni í Reykjavík í nótt en alls voru átta ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur og fengu þrír þeirra að gista í fangageymslum lögreglunnar í nótt. Skýrsla af þeim verður tekin nú í morgunsárið. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík var ölvun talsverð í miðbæ Reykjavíkur í nótt en lögreglan segir þó að nóttin hafi gengið stórslysalaust fyrir sig. 14.5.2005 00:01 Nokkuð annasamt í Kópavogi Talsverður erill var einnig hjá lögreglunni í Kópavogi í nótt en einn ökumaður var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Reykjanesbrautinni um klukkan eitt í nótt. Hann var þó látinn laus eftir að blóðsýni hafði verið tekið úr honum. Þá stöðvaði Selfosslögreglan ökumann vegna gruns um ölvun um klukkan átta í gærkvöld og segir lögreglan að viðkomandi hafi virst talsvert ölvaður en hafi þó fengið að fara heim eftir rannsókn. 14.5.2005 00:01 Listahátíð hefst í dag Listahátíð í Reykjavík hefst í dag og stendur hún í þrjár vikur. Þótt hátíðin sé kennd við höfuðborgina fer hún fram á tíu öðrum stöðum á landinu: Kópavogi, Hafnarfirði, Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði, Eiðum, Vestmannaeyjum, Skálholti, Hveragerði og undir Eyjafjöllum. Hátíðin í ár er helguð alþjóðlegri samtímamyndlist. 14.5.2005 00:01 Hrossaskíturinn dugði við Lyngmóa Hrossaskítur dugði til að fæla unglinga frá því að hópast á túnblett við Lyngmóa í Garðabæ í gærkvöldi. Þess í stað kom hópur ungmenna saman við Löngufit og varð úr bæði ölvun og ólæti, raunar svo mikil að lögregla handtók þrjá pilta á svæðinu. Gistu þeir fangageymslu í nótt. 14.5.2005 00:01 Viðrar vel á fjallgöngugarpa Fjallgöngugarpar á leið á Öræfajökul fá hið besta veður á leið sinni upp á hæsta tind landsins. Um tvö hundruð manna hópur lagði af stað um fjögurleytið í nótt og er væntalega kominn á Hvannadalshnjúk. Hið besta veður er nú í Öræfasveit. Þar var 14 stiga hiti og bjartviðri og höfðu menn sýn á tindinn úr Freysnesi í morgun. 14.5.2005 00:01 Ekki sáttur við niðurstöðu nefndar Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, Björgólfur Jóhannsson, er ekki sáttur við þá niðurstöðu svokallaðrar hágengisnefndar um að ekki sé ástæða til að grípa til sértækra aðgerða vegna hás gengis krónunnar. Hágengisnefnd viðurkennir í skýrslu, sem kynnt var í gær, að afkoma og rekstrarskilyrði sjávarútvegsins séu óviðunandi en samkvæmt niðurstöðum megi sjá merki um jákvæða þróun mitt í öllum erfiðleikunum. 14.5.2005 00:01 Gunnar fær engan stuðning eigin varaþingmanns Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. 14.5.2005 00:01 Fjölmenni á Hvannadalshnjúki Um tvöhundruð manna hópur fjallgöngugarpa var væntanlegur á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands, nú á þriðja tímanum. Langflestir eru vegum Ferðafélags Íslands, um eitt hundrað manns, undir fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar en smærri hópar ganga á Öræfajökul á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Útivistar og Öræfaferða. 14.5.2005 00:01 Stöðvaði slagsmál með táragasi Lögreglan í Hafnarfirði þurfti í gærkvöld að beita táragasi til þess að stöðva slagsmál við Löngumýri í Garðabæ. Tilkynnt var um ólæti við götuna um miðnætti og greint frá því að tíu til fimmtán piltar væru að slást þar auk þess sem bílum hefði verið ekið óvarlega í götunni. Þegar lögrega kom á staðinn var talsverður í æsingur í þeim sem þar voru og flugust menn á. 14.5.2005 00:01 Meiddist illa í hlaupahjólsslysi Þrettán ára strákur slasaðist alvarlega þegar hann féll á hlaupahjóli sínu í fyrradag á Hátúni í Keflavík. Drengurinn fékk stýrið í kviðinn með þeim afleiðingum að miltað sprakk. Samkvæmt fréttavef <em>Víkurfrétta</em> var hann fluttur á bráðamóttöku Landspítalans og var þaðan á gjörgæsludeild. Eftir aðhlynningu lækna var hann síðan fluttur á Barnaspítala Hringsins. 14.5.2005 00:01 Borgarísjaki inni á Eyjafirði Borgarísjaki er kominn inn á Eyjafjörð. Er hann nú út af Ólafsfjarðarmúla og sagður afar tignarlegur. Íbúi á Hauganesi, Sigríður Óskarsdóttir, sem gerði sér sérstaka ferð út í Múlann til að skoða jakann, segir að hann standi eins og Hallgrímskirkjuturn beint upp úr hafinu. 14.5.2005 00:01 Vegi lokað vegna alvarlegs slyss Mjög alvarlegt umferðarslys varð skammt fyrir sunnan bæinn Syðri-Bægisá í Hörgárbyggð um klukkan hálfsex í dag. Tveir bílar lentu í harkalegum árekstri en þrjár manneskjur voru í bílunum. Lögregla lokaði hringveginum í Öxnadal og má búast við að hann verði lokaður í um klukkustund í viðbót. 14.5.2005 00:01 Mannfjöldamet á Öræfajökli? Mannfjöldamet var að öllum líkindum sett á Öræfajökli í dag en tæplega 200 manns komust þá á Hvannadalshjnúk, hæsta tind Íslands. Fjallgöngumennirnir hófu gönguna klukkan fjögur í nótt frá Sandfelli í Öræfasveit. Langflestir göngumanna voru á vegum Ferðafélags Íslands, um eitt hundrað manns, undir fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar pólfara. 14.5.2005 00:01 Framkvæmdir gætu hafist 2007 Fulltrúar Norðuráls á Grundartanga, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í gærkvöldi samkomulag um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík. Framkvæmdir gætu hafist árið 2007. 14.5.2005 00:01 Áfram unnið að álveri fyrir norðan Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Hún vonast til þess að samkomulagið sem undirritað var í gær þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. 14.5.2005 00:01 Óánægja með sýknudóm yfir Lettum Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. 14.5.2005 00:01 Listahátíð líka utan höfuðborgar Listahátíð í Reykjavík var sett í dag með pompi og prakt. Hátíðin verður þó ekki bundin við höfuðborgina því í ár er hún helguð alþjóðlegri samtímamyndlist og verður á þriðja tug sýninga allt frá Dagsbrún undir Eyjafjöllum til Eiða á Austurlandi. 14.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Horfði á föður sinn stunginn Dóttir manns sem lést af völdum stungusára stóð blóðug og grátandi í stigaganginum og sagði pabba sinn dáinn. Til átaka kom milli veislugesta og manns sem kom óboðinn til veislunnar. Einn lést og annar særðist. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Unnið er að rannsókn. 16.5.2005 00:01
Eden í Hveragerði til sölu Verslunar- og veitingahúsið Eden í Hveragerði er til sölu. Eden hóf starfsemi sumardaginn fyrsta árið 1957 og hefur því starfað samfellt í 48 ár. 16.5.2005 00:01
Jarðlög rannsökuð Íslenskar orkurannsóknir eru að hefja rannsóknir á jarðlögum milli Landeyjarsands og Vestmannaeyja. Þessar rannsóknir eru gerðar að frumkvæði Vegagerðar ríkisins í því að skyni að kanna aðstæður til jarðgangagerðar milli Vestmannaeyja og fasts lands. 16.5.2005 00:01
Lausir við grimmd götulífsins Stuðningsbýli Samhjálpar veitir mönnum sem hafa verið háðir fíkniefnum og með geðræna kvilla aðstoð. Forstöðumaður Samhjálpar segir árangurinn hafa farið fram úr björtustu vonum. Lögreglan og félagsmálayfirvöld eru ánægð með framtakið. 16.5.2005 00:01
Tvær konur létust í umferðarslysi Tvær konur létust og einn karlmaður slasaðist mikið í árekstri sem varð á þjóðveginum í Öxnadal undir kvöld í gær. Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan hálfsex. Slysið varð skammt frá bænum Syðri-Bægisá í Hörgárbyggð og með þeim hætti að jeppi á leið til Akureyrar, sem í voru eldri hjón, og fólksbíll á suðurleið, sem ein kona var í, skullu saman. 15.5.2005 00:01
Brutu rúðu til að komast í teiti Unglingspiltar brutu rúðu í heimahúsi í Garðabæ í nótt þegar þeir reyndu að komast óboðnir inn í samkvæmi. Stúlka á sextánda ári hafði fengið leyfi til að bjóða nokkrum vinkonum sínum heim og höfðu piltarnir frétt af því. Lögreglan í Hafnarfirði var kvödd á staðinn og var fengin aðstoð lögreglunnar í Kópavogi til að skakka leikinn. Enginn var handtekinn vegna þessa. 15.5.2005 00:01
Forsetinn tekur þátt í hringflugi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lagði af stað í hringflug Listahátíðar í Reykjavík og Flugfélags Íslands með fríðu föruneyti klukkan hálfníu í morgun. Um eitt hundrað manns taka þátt í hringfluginu á tveimur Fokker 50 vélum. Fyrsti áfangastaður var Ísafjörður þar sem tvær sýningar voru opnaðar á tíunda tímanum, önnur í Slunkaríki og hin í Edinborgarhúsinu. 15.5.2005 00:01
Tvö minni umferðarslys í gær Maður slasaðist á höfði eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum við Laugafell á leiðinni inn að Kárahnjúkum um kvöldmatarleytið í gær. Hann var fluttur á heilsugæslustöðina að Kárahnjúkum þar sem hlúð var að honum. Bíllinn er ónýtur. Þá urðu ekki teljandi meiðsl á fólki þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum og velti á Snæfellsnesvegi skammt sunnan við Hítará í gærdag. Ökumanninum fataðist aksturinn í beygju. 15.5.2005 00:01
Gripinn tvisvar án ökuréttinda Tvítugur maður var tvívegis tekinn af lögreglunni í Keflavík í gær fyrir að aka bíl sviptur ökuréttindum. Fyrst var hann tekinn rétt eftir hádegi og svo aftur seint í gærkvöld. Lögreglan segir mjög hart tekið á brotum sem þessum. 15.5.2005 00:01
Á 185 km hraða á Miklubraut Ökumaður var tekinn á 185 kílómetra hraða á Miklubraut neðan Ártúnsbrekku í Reykjavík í nótt. Má hann búast við því að verða sviptur ökuréttinundum og fá háa sekt. Þá voru sex teknir fyrir ölvunarasktur í Reykjavík og einn í Hafnararfirði og annar í Kópavogi. 15.5.2005 00:01
Annir hjá lögreglunni á Blönduósi Um fimmtíu hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi frá því á fimmtudag. Þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur í nótt. Lögreglan býst við því að enn eigi þeim eftir að fjölga sem verða tekir fyrir hraðakstur þessa hvítasunnuhelgi. 15.5.2005 00:01
Leituðu torfærukappa á Suðurlandi Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á þriðja tímanum í nótt til að leita að fimm mönnum á torfærumótorhjólum. Þeir höfðu lagt af stað frá Gjábakkavegi um fjögurleytið í gær og ætluðu norður að Hlöðufelli og niður hjá Miðdal en skiluðu sér ekki á ætluðum tíma. Um 25 björgunarsveitarmenn komu að leitinni og fundu þeir mennina laust fyrir klukkan sex í morgun heila á húfi í Dalbúðarskála við Kerlingu. 15.5.2005 00:01
Um hundrað manns í hringflugi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri Reykjavíkur lögðu í morgun af stað í hringflug Listahátíðar í Reykjavík og Flugfélags Íslands. Um eitt hundrað manns taka þátt í fluginu á tveimur Fokker 50 vélum. 15.5.2005 00:01
Ylströndin opnuð í morgun Ylströndin í Nauthólsvík var opnuð í morgun. Þar býðst fólki að baða sig í ylvolgum sjó til 15. september í haust og er opnunartími frá kl. 10 á morgnana til 20 á kvöldin. Aðgangur að ströndinni, setlaugum, búningsklefum og salernum er ókeypis en greiða þarf 200 kr. fyrir að geyma föt í fatageymslu ylstrandarinnar. Hitastig sjávarlónsins er um 18-20 gráður að meðaltali þegar það er blandað með heitu vatni. 15.5.2005 00:01
Samningur auki ekki líkur á álveri Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands. 15.5.2005 00:01
Sækir veikan sjómann við Hornbjarg Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð kölluð út á hádegi til að sækja veikan sjómann um borð í bát norður af Hornbjargi. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað nákvæmlega amar að manninum en hann var hífður um borð í þyrluna rétt fyrir klukkan hálfþrjú. 15.5.2005 00:01
Selma syngur á Gay pride í Osló Á blaðamannafundi sem haldin var í gær sagði Selma Björnsdóttir frá því að henni hefði verið boðið að syngja á Gay pride í Osló í sumar og þar myndi hún koma fam ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem eins og Selma hefur keppt í Euróvison. 15.5.2005 00:01
Fjórða sæti í veðbönkum Ísland er sem stendur í fjórða sæti í enskum veðbönkum sem taka við veðmálum um sigur í Eurovision keppninni. Grikkir tróna þar á toppnum, ungverjar í öðru og Norðmenn í því þriðja á undan Íslandi. 15.5.2005 00:01
Þyrlan komin til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, lenti nú klukkan hálffimm á Reykjavíkurflugvelli með veikan sjómann sem hún sótti í bát norður af Hornbjargi. Þyrlan var kölluð út á hádegi í dag og var maðurinn kominn um borð í hana rétt fyrir klukkann hálfþrjú. Þyrlan hélt í kjölfarið til Ísafjarðar til að taka eldsneyti og flaug svo beint til Reykjavíkur. 15.5.2005 00:01
Eru mjög óánægð með Gunnar Ung frjálslynd lýsa í ályktun sem þau hafa sent frá sér mikilli óánægju með framgöngu Gunnars Örlygssonar í síðustu viku þegar hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum og gekk í raðir Sjálfstæðisflokksins. 15.5.2005 00:01
Létust í umferðarslysi í Öxnadal Konurnar sem létust í umferðarslysi í Öxnadal í gær hétu Halldóra Árnadóttir og Edda Sólrún Einarsdóttir. Halldóra var til heimilis að Kvistagerði 2 á Akureyri og lætur eftir sig eiginmann og fjóra uppkomna syni. Hún var farþegi í jeppabifreiðinni. Edda Sólrún var til heimilis að Baldursgötu 10 í Reykjanesbæ. Hún lætur eftir sig tvo uppkomna syni. Hún var ökumaður fólksbifreiðarinnar. 15.5.2005 00:01
Vilja að kolmunnaveiðum verði hætt Norska hafrannsóknarstofnunin og danska matvælaráðuneytið vilja að kolmunnaveiðum verði hætt þegar í stað. Það myndi kosta Ísland marga milljarða króna. 15.5.2005 00:01
Fjölmenni í Nauthólsvík í dag Ylströndin í Nauthólsvík var opnuð í morgun. Fjöldi fólks kom þangað í dag að njóta blíðunnar á þessum fallega hvítasunnudegi. 15.5.2005 00:01
Telur ekki að samstaða muni aukast Útspil Norðuráls á Suðurnesjum verður ekki til þess að samstaða aukist meðal Norðlendinga um staðsetningu stóriðju, að mati framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Norðlendingar virðast samt sem áður ákveðnir í að komast aftur fram úr Suðurnesjamönnum í samkeppninni um næsta álver. 15.5.2005 00:01
Fékk fyrstur gervihjarta á Íslandi Gervihjarta var sett í sjúkling í fyrsta sinn á Íslandi fyrir tíu dögum. Örn Elísson fékk gervihjarta til að komast í gegnum hjartaaðgerð sem hann hefði annars ekki lifað af. 15.5.2005 00:01
Lengst í fríi á Norðurlöndum Íslenskir þingmenn fá lengst sumarfrí allra þingmanna Norðurlandanna. Finnar fá styst frí, rúmar sex vikur, en Íslendingar rúmar tuttugu. 15.5.2005 00:01
Óttast að hátíðin sé að hverfa Biskup Ísland óttast að hátíðin sé að hverfa úr lífi fólks og að allir dagar verði eins. Sjálfur var hann við hvítasunnumessu í Hallgrímskirkju í dag til að halda upp á anda hins góða og bjarta. 15.5.2005 00:01
Strandavegur mjög illa farinn Vegurinn frá Hólmavík á Ströndum að Brú í Hrútafirði er illa á sig kominn. Auknir stórflutningar um veginn hafa leikið hann illa og nú horfa Strandamenn til vegar um Arnkötludal sem myndi stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um 40 kílómetra. 15.5.2005 00:01
Erill hjá lögreglunni í Reykjavík Erilsamt var hjá Lögreglunni í Reykjavík í nótt en alls voru átta ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur og fengu þrír þeirra að gista í fangageymslum lögreglunnar í nótt. Skýrsla af þeim verður tekin nú í morgunsárið. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík var ölvun talsverð í miðbæ Reykjavíkur í nótt en lögreglan segir þó að nóttin hafi gengið stórslysalaust fyrir sig. 14.5.2005 00:01
Nokkuð annasamt í Kópavogi Talsverður erill var einnig hjá lögreglunni í Kópavogi í nótt en einn ökumaður var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur á Reykjanesbrautinni um klukkan eitt í nótt. Hann var þó látinn laus eftir að blóðsýni hafði verið tekið úr honum. Þá stöðvaði Selfosslögreglan ökumann vegna gruns um ölvun um klukkan átta í gærkvöld og segir lögreglan að viðkomandi hafi virst talsvert ölvaður en hafi þó fengið að fara heim eftir rannsókn. 14.5.2005 00:01
Listahátíð hefst í dag Listahátíð í Reykjavík hefst í dag og stendur hún í þrjár vikur. Þótt hátíðin sé kennd við höfuðborgina fer hún fram á tíu öðrum stöðum á landinu: Kópavogi, Hafnarfirði, Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði, Eiðum, Vestmannaeyjum, Skálholti, Hveragerði og undir Eyjafjöllum. Hátíðin í ár er helguð alþjóðlegri samtímamyndlist. 14.5.2005 00:01
Hrossaskíturinn dugði við Lyngmóa Hrossaskítur dugði til að fæla unglinga frá því að hópast á túnblett við Lyngmóa í Garðabæ í gærkvöldi. Þess í stað kom hópur ungmenna saman við Löngufit og varð úr bæði ölvun og ólæti, raunar svo mikil að lögregla handtók þrjá pilta á svæðinu. Gistu þeir fangageymslu í nótt. 14.5.2005 00:01
Viðrar vel á fjallgöngugarpa Fjallgöngugarpar á leið á Öræfajökul fá hið besta veður á leið sinni upp á hæsta tind landsins. Um tvö hundruð manna hópur lagði af stað um fjögurleytið í nótt og er væntalega kominn á Hvannadalshnjúk. Hið besta veður er nú í Öræfasveit. Þar var 14 stiga hiti og bjartviðri og höfðu menn sýn á tindinn úr Freysnesi í morgun. 14.5.2005 00:01
Ekki sáttur við niðurstöðu nefndar Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, Björgólfur Jóhannsson, er ekki sáttur við þá niðurstöðu svokallaðrar hágengisnefndar um að ekki sé ástæða til að grípa til sértækra aðgerða vegna hás gengis krónunnar. Hágengisnefnd viðurkennir í skýrslu, sem kynnt var í gær, að afkoma og rekstrarskilyrði sjávarútvegsins séu óviðunandi en samkvæmt niðurstöðum megi sjá merki um jákvæða þróun mitt í öllum erfiðleikunum. 14.5.2005 00:01
Gunnar fær engan stuðning eigin varaþingmanns Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. 14.5.2005 00:01
Fjölmenni á Hvannadalshnjúki Um tvöhundruð manna hópur fjallgöngugarpa var væntanlegur á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands, nú á þriðja tímanum. Langflestir eru vegum Ferðafélags Íslands, um eitt hundrað manns, undir fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar en smærri hópar ganga á Öræfajökul á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Útivistar og Öræfaferða. 14.5.2005 00:01
Stöðvaði slagsmál með táragasi Lögreglan í Hafnarfirði þurfti í gærkvöld að beita táragasi til þess að stöðva slagsmál við Löngumýri í Garðabæ. Tilkynnt var um ólæti við götuna um miðnætti og greint frá því að tíu til fimmtán piltar væru að slást þar auk þess sem bílum hefði verið ekið óvarlega í götunni. Þegar lögrega kom á staðinn var talsverður í æsingur í þeim sem þar voru og flugust menn á. 14.5.2005 00:01
Meiddist illa í hlaupahjólsslysi Þrettán ára strákur slasaðist alvarlega þegar hann féll á hlaupahjóli sínu í fyrradag á Hátúni í Keflavík. Drengurinn fékk stýrið í kviðinn með þeim afleiðingum að miltað sprakk. Samkvæmt fréttavef <em>Víkurfrétta</em> var hann fluttur á bráðamóttöku Landspítalans og var þaðan á gjörgæsludeild. Eftir aðhlynningu lækna var hann síðan fluttur á Barnaspítala Hringsins. 14.5.2005 00:01
Borgarísjaki inni á Eyjafirði Borgarísjaki er kominn inn á Eyjafjörð. Er hann nú út af Ólafsfjarðarmúla og sagður afar tignarlegur. Íbúi á Hauganesi, Sigríður Óskarsdóttir, sem gerði sér sérstaka ferð út í Múlann til að skoða jakann, segir að hann standi eins og Hallgrímskirkjuturn beint upp úr hafinu. 14.5.2005 00:01
Vegi lokað vegna alvarlegs slyss Mjög alvarlegt umferðarslys varð skammt fyrir sunnan bæinn Syðri-Bægisá í Hörgárbyggð um klukkan hálfsex í dag. Tveir bílar lentu í harkalegum árekstri en þrjár manneskjur voru í bílunum. Lögregla lokaði hringveginum í Öxnadal og má búast við að hann verði lokaður í um klukkustund í viðbót. 14.5.2005 00:01
Mannfjöldamet á Öræfajökli? Mannfjöldamet var að öllum líkindum sett á Öræfajökli í dag en tæplega 200 manns komust þá á Hvannadalshjnúk, hæsta tind Íslands. Fjallgöngumennirnir hófu gönguna klukkan fjögur í nótt frá Sandfelli í Öræfasveit. Langflestir göngumanna voru á vegum Ferðafélags Íslands, um eitt hundrað manns, undir fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar pólfara. 14.5.2005 00:01
Framkvæmdir gætu hafist 2007 Fulltrúar Norðuráls á Grundartanga, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í gærkvöldi samkomulag um að kanna möguleika á rekstri álvers í Helguvík. Framkvæmdir gætu hafist árið 2007. 14.5.2005 00:01
Áfram unnið að álveri fyrir norðan Stjórnvöld munu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi, segir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra. Hún vonast til þess að samkomulagið sem undirritað var í gær þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. 14.5.2005 00:01
Óánægja með sýknudóm yfir Lettum Óánægja er innan Alþýðusambandsins með niðurstöðu Héraðsdóms Austurlands sem sýknaði í gær tvo Letta af ákæru fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga en þeir störfuðu hér á landi án þess að hafa atvinnuleyfi. 14.5.2005 00:01
Listahátíð líka utan höfuðborgar Listahátíð í Reykjavík var sett í dag með pompi og prakt. Hátíðin verður þó ekki bundin við höfuðborgina því í ár er hún helguð alþjóðlegri samtímamyndlist og verður á þriðja tug sýninga allt frá Dagsbrún undir Eyjafjöllum til Eiða á Austurlandi. 14.5.2005 00:01