Innlent

Fjölmenni á Hvannadalshnjúki

Um tvöhundruð manna hópur fjallgöngugarpa var væntanlegur á Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands, nú á þriðja tímanum. Langflestir eru vegum Ferðafélags Íslands, um eitt hundrað manns, undir fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar, en smærri hópar ganga á Öræfajökul á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Útivistar og Öræfaferða. Þá hefur frést af leiðangrum jeppamanna á jöklinum sem einnig stefndu á tindinn þannig að vélardrunur munu blandast öræfakyrrðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×