Innlent

Jarðlög rannsökuð

Íslenskar orkurannsóknir eru að hefja rannsóknir á jarðlögum milli Landeyjarsands og Vestmannaeyja. Þessar rannsóknir eru gerðar að frumkvæði Vegagerðar ríkisins í því að skyni að kanna aðstæður til jarðgangagerðar milli Vestmannaeyja og fasts lands. Ýmsar rannsóknir hafa farið fram á þessu svæði áður, þó að engar nákvæmar rannsóknir séu til um jarðlögin sjálf. Ólafur Flóventz, forstjóri Íslenskra orkurannsókna, segir þessar rannsóknir ekki duga einar og sér til þess að fá úr því skorið hvort það er gerlegt að ráðast í gangagerð milli eyja og lands, en rannsóknirnar munu gefa betri mynd af ástandi jarðlaganna á svæðinu. Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri segir þessar rannsóknir nauðsynlegar til þess að komast að því hversu þykk lausu jarðlögin eru, því jarðgöngin verða vitanlega að vera á föstu bergi. Mælingarnar fara að fram með hljóðbylgjumælingum þar sem endurvarp hljóðbylgnanna frá litlum sprengjum er notað til þess að ákvarða þykkt jarðlaganna. Áætlaður kostnaður við rannsóknirnar er um 10 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×