Innlent

Eden í Hveragerði til sölu

Verslunar- og veitingahúsið Eden í Hveragerði er til sölu. Eden hóf starfsemi sumardaginn fyrsta árið 1957 og hefur því starfað samfellt í 48 ár. Bragi Einarsson hóf starfsemi og er enn í dag eigandi að staðnum. Bragi segir staðinn alltaf hafa verið vinsælan áfangastað ferðamanna, þrátt fyrir lítið skipulagt markaðsstarf. Þannig virðist staðurinn hafa skipað sér fastan sess í ferð þeirra sem til Hveragerðis koma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×