Listahátíð líka utan höfuðborgar 14. maí 2005 00:01 Listahátíð í Reykjavík var sett í dag með pompi og prakt. Hátíðin verður þó ekki bundin við höfuðborgina því í ár er hún helguð alþjóðlegri samtímamyndlist og verður á þriðja tug sýninga allt frá Dagsbrún undir Eyjafjöllum til Eiða á Austurlandi. Dagurinn hófst með ferð út í Viðey þar sem grunnskólabörn, sem eru virkir þátttakendur í hátíðinni, deildu reynslu sinni af samstarfi við ýmsa listamenn og gestum gafst færi á að skoða Blinda skálann, verk Ólafs Elíassonar frá Feneyjatvíæringnum árið 2003. Skálinn var fluttur hingað frá Berlín í tæplega 300 pörtum og settur upp á Sjónarhóli í Viðey en það var listamaðurinn sjálfur sem valdi honum stað. Ólafur Elíasson segir að hugmyndin með Blinda skálanum sé vekja þá spurningu hvað það þýði að líta eða kíkja út og einnig að vinna með sjóndeildarhringinn á Íslandi, en hann hafi unnið með hann áður. Hann hafi leitað að stað nálægt borginni sem væri eins konar útsýnishóll og Sjónarhóll sé mjög góður sem slíkur. Skálinn verður í Viðey að minnsta kosti fram yfir Menningarnótt í ágúst en ekkert er ákveðið með framhaldið. Ólafur er ánægður með gróskuna í íslensku listalífi. Kannski hafi hann ekki tekið eftir því áður fyrr, en það sé alltaf eitthvað að breytast, en það vanti stuðning frá listamarkaðnum í mörgum sýningarsölum, það skorti á að fólk kaupi listaverk og setji þau upp heima hjá sér. Allt sé komið af stað en hann voni að fólk kaupi fleiri listaverk. Hátíðin var síðan sett formlega á hádegi í Listasafni Reykjavíkur og viðamikil sýning á verkum Dieters Roth var opnuð um leið. Sýningin ber heitið Lest og er nokkurs konar kjarni myndlistarþáttar listahátíðarinnar og ein viðamesta sýning sem listasöfnin í Reykjavík hafa ráðist í. Meira en tuttugu sýningar verða opnaðar á næstu dögum á tíu stöðum á landinu. Þótt aðaláherslan sé á samtímamyndlist á Listahátíðinni í ár má ekki gleyma að fjölmörg önnur atriði eru í boði: sirkus, dans og margvísleg tónlistaratriði, allt frá mongólskum barkasöngvurum til portúgalskra fadúdrottninga. Hátíðinni lýkur 5. júní. Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Listahátíð í Reykjavík var sett í dag með pompi og prakt. Hátíðin verður þó ekki bundin við höfuðborgina því í ár er hún helguð alþjóðlegri samtímamyndlist og verður á þriðja tug sýninga allt frá Dagsbrún undir Eyjafjöllum til Eiða á Austurlandi. Dagurinn hófst með ferð út í Viðey þar sem grunnskólabörn, sem eru virkir þátttakendur í hátíðinni, deildu reynslu sinni af samstarfi við ýmsa listamenn og gestum gafst færi á að skoða Blinda skálann, verk Ólafs Elíassonar frá Feneyjatvíæringnum árið 2003. Skálinn var fluttur hingað frá Berlín í tæplega 300 pörtum og settur upp á Sjónarhóli í Viðey en það var listamaðurinn sjálfur sem valdi honum stað. Ólafur Elíasson segir að hugmyndin með Blinda skálanum sé vekja þá spurningu hvað það þýði að líta eða kíkja út og einnig að vinna með sjóndeildarhringinn á Íslandi, en hann hafi unnið með hann áður. Hann hafi leitað að stað nálægt borginni sem væri eins konar útsýnishóll og Sjónarhóll sé mjög góður sem slíkur. Skálinn verður í Viðey að minnsta kosti fram yfir Menningarnótt í ágúst en ekkert er ákveðið með framhaldið. Ólafur er ánægður með gróskuna í íslensku listalífi. Kannski hafi hann ekki tekið eftir því áður fyrr, en það sé alltaf eitthvað að breytast, en það vanti stuðning frá listamarkaðnum í mörgum sýningarsölum, það skorti á að fólk kaupi listaverk og setji þau upp heima hjá sér. Allt sé komið af stað en hann voni að fólk kaupi fleiri listaverk. Hátíðin var síðan sett formlega á hádegi í Listasafni Reykjavíkur og viðamikil sýning á verkum Dieters Roth var opnuð um leið. Sýningin ber heitið Lest og er nokkurs konar kjarni myndlistarþáttar listahátíðarinnar og ein viðamesta sýning sem listasöfnin í Reykjavík hafa ráðist í. Meira en tuttugu sýningar verða opnaðar á næstu dögum á tíu stöðum á landinu. Þótt aðaláherslan sé á samtímamyndlist á Listahátíðinni í ár má ekki gleyma að fjölmörg önnur atriði eru í boði: sirkus, dans og margvísleg tónlistaratriði, allt frá mongólskum barkasöngvurum til portúgalskra fadúdrottninga. Hátíðinni lýkur 5. júní.
Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira